Síða 1 af 1

AMD vs Intel í leikjum

Sent: Lau 21. Apr 2007 11:09
af Taxi
Ég sá þetta review um game-performance á milli AMD og Intel.

http://www.legitreviews.com/article/490/1/ :o

Sent: Lau 21. Apr 2007 14:39
af ManiO
Þetta er samt svo einkennilegt test, því að örgjörvarnir eru báðir frekar ódýrir en svo er eitt dýrasta skjákort sem til er fyrir leiki og minnin eru heldur ekki beint þau ódýrustu.

Sent: Lau 21. Apr 2007 15:58
af gnarr
Það er einmit hugmyndin. Að láta örgjörfana vera eina bottleneckið í prófununum til að maður sjá muninn á þeim.
Það er ekki að ástæðulausu að flest prófin eru keyrð í 1024*768

Sent: Lau 21. Apr 2007 18:58
af Yank
Þegar sýna á fram á mun á afli íhluta eins og örgjörva, minni eða móðurborða, þá er nauðsynlegt að finna einhver hentug próf og keyra þau í lárri grafík eða upplausn til þess að sjá mun á afli. Ef prófið sýnir sem hæst FPS kemur markatækari munur. 1024x768 er upplausn sem sýnir oft best mun og margir eru að nota.

Fjöldi ramma í leikjum í alvöru upplausn eða gæðum (1280x1024 eða hærra) eru takmarkaðir af afli skjákorts. Það kemur því nánast enginn munur fram við að keyra t.d. Far Cry í 1280x1024 með anax16 eða HDR level á 7. Sama hvort þú ert með yfirklukkaðan E6600@3,2GHz eða E4300@1,8GHz.

Annars kemur ekkert á óvart að AMD5600 skuli hafa yfirhöndina mv. Intel E6300. E6300 hefur verið staðsettur í afli rúmlega öflugri en 4200X2. Reyndar kemur þarna mun meiri munur heldur en ég trúi nema sjá með eigin augum. Þ.e. að í Serious Sam 2 @1600X1200 komi fram 50 FPS munur á þessum örgjörvum og móðurborði finnst mér ótrúlegt enda fjöldi ramma í þessum leik mjög háður afli skákorts.

En ef þetta er allt satt og rétt og við færum þetta í samhengi við verðlag á Íslandi þá kostar AMD5600 ca 32 þús en E6300 13 þús þannig.....
AMD5400 kostar þó tæplega 19 þús þannig eitthvað er nú verðlag á hinu farsældar fróni ???????

Sent: Lau 21. Apr 2007 19:14
af Taxi
þessi samanburður er einmitt gerður vegna verðlækkunar hjá AMD,sem hefur ennþá ekki náð til Íslands.

Ég hef líka tekið eftir því að ALLAR verðlækkanir verða fyrstar í USA,ég hef ekki séð sambærileg verð í EU. :evil:

Flutningur innan USA kostar aðeins minna en flutningur frá EU til Íslands.

Sent: Lau 21. Apr 2007 21:31
af DoRi-
Taxi skrifaði:þessi samanburður er einmitt gerður vegna verðlækkunar hjá AMD,sem hefur ennþá ekki náð til Íslands.

Ég hef líka tekið eftir því að ALLAR verðlækkanir verða fyrstar í USA,ég hef ekki séð sambærileg verð í EU. :evil:

Flutningur innan USA kostar aðeins minna en flutningur frá EU til Íslands.

síðasta stóra verðlækkun hjá AMD var viku eða minna að koma hingað
þeas, rétt eftir að Intel gáfu út C2D