Vandræði með tölvuna. Reynslusaga


Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Vandræði með tölvuna. Reynslusaga

Pósturaf IL2 » Fös 13. Apr 2007 00:20

Það er nú varla að maður þori að segja frá þessu.

Jæja, það sem gerist er að nettölvan fer að verða mjög undarleg. Ræsir sig rétt, fer á netið rétt en um leið og ég ætla á einhverja síðu er eins og hún flökkti fram og til baka á síðuna og ég kemst ekki inn á neitt. Fer á hina tölvuna (þær eru samtengdar með K-W Switch) og það sama. Fartölvan er hinsvegar í lagi . My Documents flökkt og allt mjög furðulegt.

Ok, netið í lagi þannig að líklega er þetta vírus eða eitthvað svoleiðis. Þar sem það er ekkert inn á tölvunni í sjálfu sér þá ákvað ég að strauja hana. Tek hana frá K-W og sett upp Xp-ið og lenti í miklu basli með það en tókst að lokun.

Ekkert breyttist! Klóra sér í hausnum, ákveða að þetta sé vélbúnaður og ríf allt úr nema skjákort og minni. Eins, skipta um skjákort. Eins, skipta um minni og skipta um minni, eins. Ákveð að prófa aðra mús, eins. Annað lyklaborð og Yess.


Ástæða vandans og nokkra klukkutíma brölts?


Enter takkinn á endanum var fastur niðri án þess að ég tæki eftir því. Það þarf oft ekki að vera mikið að.




Hyper_Pinjata
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

.

Pósturaf Hyper_Pinjata » Fös 13. Apr 2007 01:53

haha,nice one....ég lenti hinsvegar í því að tölvan mín fyndi ekki lyklaborðið mitt....en það var hinsvegar á borðinu allan tímann


bara eina problemið er það að ég var ekki búinn að stinga því í samband 8-)


Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.


Nappi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 11. Apr 2007 18:07
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Nappi » Þri 17. Apr 2007 17:24

LOL