Síða 1 af 1

8800GTS 320mb SLI vs 8800GTX

Sent: Fim 12. Apr 2007 15:38
af ÓmarSmith
Sælir.

Hvort ætli sé öflugra þegar uppi er staðið ?

Single GTX kort eða SLI settup af 320mb GTS kortinu ?


Ég er að miða við O.C útgáfuna af 320mb kortinu sem er alveg dúndur .

Sent: Fim 12. Apr 2007 15:49
af ManiO
Lítið um þetta á netinu. Finn bara GTS í SLI samanborið við GTX eða bara GTS 320MB í SLI miðað við sama kort ekki í SLI.

Sent: Fim 12. Apr 2007 15:50
af ÓmarSmith
Jamm einmitt.

Ég hefði haldið að SLI GTS myndi taka hitt verulega en samt veit maður ekkert.

Bara stakt GTS 320mb OC er alveg skuggalega öflugt.

Sent: Fim 12. Apr 2007 15:53
af ManiO
Já, eftir það sem ég hef séð er SLIið sennilega öflugra.

Sent: Fim 12. Apr 2007 15:55
af Mazi!
Ef þú ætlar í SLI þarftu annað móðurborð er það ekki?

Sent: Fim 12. Apr 2007 15:58
af ÓmarSmith
Laukrétt Maz ..

En ég er ekkert að skoða þetta. Bara pæla.


EF ég lendi í því að keyra Crysis ekki í botni á single GTS korti þá swinga ég yfir í GTX eða annað GTS og svissa út móðurborð.


Hef áhyggjur af þessu síðar á árinu :)

Sent: Fim 12. Apr 2007 20:36
af Pepsi
Nokkrir Dagar í X2900XTX!!!

Annars lenda GTS 320mb kortin í ströggli þegar menn eru komnir í 1600x1200 og ofar.

En ef menn eru að spila í 1280x1024 og neðar þá er 8800GTS brilliant í alla staði

Sent: Fim 12. Apr 2007 20:45
af gnarr
meinaru ekki X2800xtx?

Sent: Fim 12. Apr 2007 20:46
af ManiO
Pepsi skrifaði:Nokkrir Dagar í X2900XTX!!!

Annars lenda GTS 320mb kortin í ströggli þegar menn eru komnir í 1600x1200 og ofar.


Nokkrir dagar?

Og hvaðan færðu að GTS 320mb kortin lendi í ströggli í 1600x1200 og ofar? Eina sem maður hefur tekið eftir er að þau lenda í ströggli með suma OpenGL leiki sem eru með stillingar fyrir kort með 512MB og meira.

Sent: Fim 12. Apr 2007 20:52
af gnarr
ég myndi halda að 1x GTX 768MB sé öflugra en 2x GTS 320MB í nánast öllum stórum leikjum. Þegar maður er að keyra leiki með mikið af texture-um, þá veldur svona lítið minni því að það er stanslaust texture swap og lítið pláss laust fyrir framebufferinn.

Hinsvegar ef þú ert að íhuga að spila bara Quake 3 í 800x600, þá myndi ég taka 2x8800GTS.

Þá er reyndar meiraðsegja spurning hvort að einn hraður kjarni sé ekki sneggri að rendera svona einfalda graffík heldur en 2 hægari að skipta á milli sín og rendara til helminga.

Sent: Fim 12. Apr 2007 20:53
af Tjobbi
Einhverstaðar frétti ég að sli gæti bara nýtt minnið á öðru kortinu.

Semsagt 768 vs 320, eitthvað til í þessu?

Sent: Fim 12. Apr 2007 21:00
af ÓmarSmith
320mb kortið BFG OC útgáfan skoraði meira en 640mb kortið alloft skv. anandtech sem gerðu geggjaða úttekt á þessu korti þegar það kom.

Það var bara í hærri upplausnum en 1600x1200 sem munurinn varð meiri eða 23" og stærri skjám.

en ég er sammála Gnarr.. ég held að þetta meiki sens með að 1 GTX sé aflmeira út af swap issues.

Sent: Fim 12. Apr 2007 21:30
af Pepsi
Nei ég meina X2900. Kortið mun heita X2900 en ekki X2800....

Les margar hardware síður sem segja flestar að 320mb útgáfan sé ekki eins öflug og 640mb útgáfan í háum upplausnum, reyndar einhverjir leikir sem minnið skiptir ekki máli. EN 320 yfirklukkaða kortið er massa öflugt ég neit því ekki...

GTS320mb í Sli. Vinnur bara sem 320mb en ekki 640mb... Correct me if Im wrong

Sent: Fim 12. Apr 2007 21:30
af gnarr
aaahahahaha...

ég leitaði á google eftir "working memory sli":

http://chhs.sdsu.edu/slhs/publications/evans632.pdf

Annars til að svara spurningunni, þá er þetta eitthvað sem ég fann um 3DFX SLI tæknina:

"As two cards can decode the same PCI addresses and receive the same data, there is not necessarily additional bus bandwidth required by SLI. On the other hand, texture data will have to be replicated on both boards, thus the amount of texture memory effectively stays the same. "

Það meikar sens að þetta eigi líka við um nVidia SLI, þannig að minnið á báðum kortum er notað en það séu sömu texture-ar í báðum minnum. þar af leiðandi virkar 2x 320MB kort ekki eins og það sé með 1x 640MB minni.
Líklega er milli 320MB og 400MB? sem er "effective" minni í þessu tilviki, þar sem að hver rammi í framebuffer er kringum 50% af stærðinni af því sem hann væri í non-sli mode og minnið sem fer í render reikninga er "uniqe".