Síða 1 af 1

Bad Sector

Sent: Mið 21. Mar 2007 17:38
af Pandemic
Ég er hérna með fartölvu sem hefur verið að hegða sér mjög undarlega og fyrst byrjaði hún að slökkva á sér bara uppúr þurru og ég leysti það með að sjá að það vantaði einn tappan undir henni og hreinsaði viftuna.
Síðan hófst slagurinn. Ég reyndi að komast inn í Safe mode á windows og sá þá að hún stoppaði alltaf á MUP.sys síðan (bluescreen) og oftast þegar það gerist þá gefur maður sér hardware failure en það skaðar aldrei að reyna að disable-a MUP sem ég geri og virkar ekki. Þannig ég hendi henni í memtest og hún kemur clean úr því. Prófa að ræsa upp Linux live cd sem maður gerir oft til að checka hvort öll system séu go og allt kemur fyrir ekki að hún gefur Error sem ég reyndar man ekki alveg hvernig var, en ég leitaði af því á netinu og flestir sögðu að það væri tengt harðadisknum eða þá controllerinum sem væri að stjórna disknum og geisladrifinu.
því næst prófa ég surface scan á disknum á henni og fæ Bad Sector á "2363019".
Spurningin er sú getur svona Bad sector ollið því að hún ræsi ekki linux né Windows?

Það var reyndar þannig að þessi tappi sem vantaði var akkurat undir disknum og gæti það hafa valdið þessum bad sector.