Síða 1 af 1
að transfera af flakkara yfir á annan...
Sent: Mán 19. Mar 2007 17:40
af Daði29
Sælir, er hér með spurningu. Segjum sem svo að ég hafi tvo sjónvarpsflakkara, annar sé fullur af bíómyndum og dóti, og svo sé hinn nýr og tómur, getur maður tengt báða flakkarana við sitthvort usb-tengið í tölvunni sinni og bara transferað öllu dótinu af flakkaranum með bíómyndunum beint yfir á hinn tóma og fyllt hann líka??
Sent: Mán 19. Mar 2007 17:45
af Yank
Já, hraðinn miðast bara við USB.
Sent: Mán 19. Mar 2007 21:14
af Daði29
aha, en ef það væri t.d. ekki hægt eða gengi ekki upp af einhverjum ástæðum, er þá ekki bara hægt að copy-a dótið af fulla sjónvarpsflakkaranum inná möppu í tölvunni, aftengja hann frá tölvunni þegar það er komið, tengja svo þann nýja/tóma við tölvuna og transfera bara úr möppunni inná hann?
Sent: Mán 19. Mar 2007 21:17
af ManiO
Daði29 skrifaði:aha, en ef það væri t.d. ekki hægt eða gengi ekki upp af einhverjum ástæðum, er þá ekki bara hægt að copy-a dótið af fulla sjónvarpsflakkaranum inná möppu í tölvunni, aftengja hann frá tölvunni þegar það er komið, tengja svo þann nýja/tóma við tölvuna og transfera bara úr möppunni inná hann?
Jú það er líka hægt.
Sent: Þri 20. Mar 2007 15:48
af Harvest
Þú getur streymt beint af öðrum flakkaranum yfir á hinn ef þú tengir í tölvu...
Sent: Þri 20. Mar 2007 16:11
af Daði29
Og skiptir það engu þó að sjónvarpsflakkararnir séu af sitthvorri tegundinni?
Sent: Þri 20. Mar 2007 16:23
af Harvest
Daði29 skrifaði:Og skiptir það engu þó að sjónvarpsflakkararnir séu af sitthvorri tegundinni?
Ekki einu neinasta
Getur tengt hvaða flakkara sem er og streymt á milli þeirra (sjónvarps/venjulegur) ef að tölvan er á milli.
Sent: Mið 21. Mar 2007 17:19
af Daði29
já ok, en þegar þú talar um að streyma á milli, er maður þá nokkuð að færa dótið af öðrum yfir á hinn?, er maður ekki s.s. bara að 'copy-a' eða transfera yfir á þann tóma þannig að eftir það er búið og gert eru þeir báðir þá ekki með sama dótið inni á sér?
Sent: Mið 21. Mar 2007 17:22
af ManiO
Þú getir bæði fært af einum yfir á hinn (cut og paste) eða gert afrit af gögnunum og þá eru gögnin á báðum diskunum (copy og paste).