Síða 1 af 1

Upfærsla! E6600/E6700??

Sent: Fim 15. Mar 2007 21:32
af Pepsi
Sælir Vaktarar, get ég með einhverju móti fengið hugmyndir og ráðleggingar frá ykkur með hvað ég á að velja.

Intel C2D verður fyrir valinu, en ég á erfitt með að gera mér grein fyrir hvað ég á að velja með (móðurborð minni) og hvort ég eigi að velja E6600 eða E6700....

Ég er ekki overclocker og mun líklega ekki verða það nokkurn tíman.

Endilega give me some feedback því ég er ekkert mjög langt frá því að vera búinn að reita af mér allt hár :D

Sent: Fös 16. Mar 2007 01:10
af Heliowin
Ég er með MSI 975X Platinum PowerUp Edition og er bara ánægður. Búin að nota það í hálft ár. Það er með Crossfire og styður því tvö skjákort frá ATI ef þú skildir hafa áhuga á slíku. Annað borð sem gæti verið af áhuga er Gigabyte 965P-DS3 .

Annars er slatti af frambærilegum borðum til og þú þarf bara að velja það sem passar við budduna og láta okkur vita ef það er eitthvað sem vefst fyrir þér eða þú vilt fá álit á.

Varðandi örgjörva þá er Core 2 Duo æsandi og jafnvel sá minst afkastamesti af þeim er nógu góður og jafnvel mjög spennandi eða Core 2 Duo E4300 1.8GHz sem er sagður ýta svipað og Athlon 64 X2 4200+. Þú gætir líka valið Core 2 Duo E6300 1.86GHz eða Core 2 Duo E6400 sem er enn betri. Hann er aðeins betri en Athlon64 X2 Dual-Core 4800+ (2.4GHz).

En þú varst reyndar með Core 2 Duo E6600 og E6700 í huga og gæti það verið meira praktískari uppfærsla en hinir sem ég nefndi. Þarftu virkilega E6700?

Sent: Fös 16. Mar 2007 01:45
af Yank
6700 er kjánalega dýr m.v. performance
6600 er málið.

Sent: Fös 16. Mar 2007 07:08
af Pepsi
6600 verður þá líklega niðurstaðan, þá vantar bara móðurborð og minni sem virka vel saman með örranum.

Var búinn að fá tilboð frá Kísildal sem lítur vel út,

Inno3d 680Sli borð og eitthvað minnni,

einhverjar betri hugmyndir um combo?

Sent: Fös 16. Mar 2007 09:36
af MuGGz
ég er með P5N32-SLI SE DELUXE móðurborð og Corsair XMS 800mhz minni ásamt 6600 örgjörva... mjööög sáttur

Sent: Mið 21. Mar 2007 12:47
af emmi
Gigabyte all the way. :)

Sent: Mið 21. Mar 2007 17:03
af wICE_man
emmi skrifaði:Gigabyte all the way. :)


Vá, svona er misjafn smekkur manna, annað hvert Gigabyte borð sem við höfum selt hefur verið gallað eða gengið úr sér langt fyrir aldur.

Þeir hafa marga góða kosti en áreiðanleiki er sannarlega ekki einn þeirra :P

Sent: Mið 21. Mar 2007 17:12
af gnarr
Gigabyte half the way!

Sent: Mið 21. Mar 2007 17:59
af ÓmarSmith
en þú minnist ekki á að 680i borðin hafa verið að koma skelfilega illa út. Eru alveg þrusu mikið bögguð ennþá skilst mér.

Ég treysti amk Fletch klárlega manna best til að segja mér hvað er böggað og hvað ekki ;)

Sent: Mið 21. Mar 2007 20:33
af emmi
wICE_man skrifaði:
emmi skrifaði:Gigabyte all the way. :)


Vá, svona er misjafn smekkur manna, annað hvert Gigabyte borð sem við höfum selt hefur verið gallað eða gengið úr sér langt fyrir aldur.

Þeir hafa marga góða kosti en áreiðanleiki er sannarlega ekki einn þeirra :P


Hahaha, Gigabyte hafa alltaf verið góðir við mig.

Sent: Fim 22. Mar 2007 10:28
af wICE_man
ÓmarSmith skrifaði:en þú minnist ekki á að 680i borðin hafa verið að koma skelfilega illa út. Eru alveg þrusu mikið bögguð ennþá skilst mér.

Ég treysti amk Fletch klárlega manna best til að segja mér hvað er böggað og hvað ekki ;)


Þar eru menn sennilega að miða við ASUS útfærsluna sem er klárlega misheppnuð að mínu mati, borðin sem Nvidia framleiða sjálfir og EVGA, BFG, Inno3D og fleirri eru að selja eru bara að reynast þrusu vel og lítið vesen á þeim.

Sent: Fim 22. Mar 2007 10:57
af ÓmarSmith
Það er lygi...hehe



Nei nei ég segi bara svona. Eflaust fín í eldivið.

Sent: Fim 22. Mar 2007 13:51
af wICE_man
Það er naumast hvað minn er hress í dag :P