Síða 1 af 1

Vesen með gömlu vélina

Sent: Mið 14. Mar 2007 18:33
af smuddi
Ég er með gamla vél sem ég er búinn að vera að taka smá í gegn. Ég byrjaði á því að kveikja á henni og skoða hana aðeins, eftir nokkrar mínútur.. svona 10 mín - korter þá loggaði hun sig sjálfkrafa út og fór beint í bluescreen. Ég hef ekki hugmynd hvað var að svo ég ákvað að formata hana bara því það var planið upprunalega.

Svo tek ég eftir að geisladrifið vill ekki opnast svo ég tek hana algjörlega í sundur og laga það allt, hreinsa ryk og tengi aftur. Núna vill hún ekki Boota XP disknum. Er búinn að velja Primary Boot CDROM og drifið lítur út fyrir að virka rétt en samt sem áður fer hún alltaf beint í að loada windows og svo feilar hún og beint í bluescreen.

Einhver sem gæti lumað á góðum ráðum? endilega látið vita

Sent: Mið 14. Mar 2007 18:37
af gnarr

Sent: Mið 14. Mar 2007 22:46
af zedro

:lol: Whos a funny little boy.....

En annars ertu með CDrom nr 1 í boot röðinni og ekki að ruglast á hvaða CDrom drif er í priority (ss. ef það væri 2x drif í vélinni)

Sent: Fim 15. Mar 2007 16:29
af smuddi
Já er með CDrom 1 í primary boot held ég allveg örugglega. Ætla samt að double checka þetta þegar ég kem heim. og gnarr. ég veit hvar leita skal ef mig vantar nýtt drif, en áður en maður kaupir sér nýjann hlut er náttúrulega skynsamlegt að athuga hvort möguleiki er á að laga þann bilaða. Ég skít ekki peningum, veit ekki með þig

Sent: Fim 15. Mar 2007 19:39
af gnarr
Varstu ekki að segja að þú hefðir tekið geisladrifið í sundur? Þá eru svona 90% líkur á að það sé ónýtt.
Svo ef þú ert með 1000kr í laun á tímann og eyðir 2 tímum í að reyna að fá þetta geisladrif til að virka, þá ertu búinn að eyða meiri pening í tölvuna heldur en ef þú hefðir bara keypt nýtt strax.

Allavega er þetta það sem að ég myndi gera frekar en að vera að vesenast með geisladrif sem mér þætti mestar líkur á að væri ónýtt.

Sent: Fim 15. Mar 2007 20:19
af Blackened
Afhverju eru 90% líkur á að það sé ónýtt?

Ég tók í sundur ófá drifin hér í denn og hreinsaði.. og þau urðu aldrei neitt verri..


..Veit svosem ekki hvernig það er með þessi nýju drif með DVD dæminu

Sent: Fim 15. Mar 2007 20:28
af gnarr
ekki vegna þess að hann opnaði það, heldur vegna þess að fyrst opnaðist það ekki hjá honum og svo las það ekki diskana sem hann setti í.

Sent: Fim 15. Mar 2007 23:47
af smuddi
gæti verið að það sé ónýtt og var nú einnig að leita eftir möguleikum til að athuga það betur.. en vist það er litil hjálp hérna þa bara sleppir maður að posta hér.. takk fyrir