KVM Dual-link DVI og usb

Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

KVM Dual-link DVI og usb

Pósturaf Skrekkur » Sun 11. Mar 2007 21:13

Ég hef verið að reyna að finna einhvern KVM búnað sem styður tvö dvi input og eitt dvi output, en þetta virðist vera ansi vanfundið. Ef þið vitið um slíkan búnað til sölu (innan lands sem utan) endilega látið mig vita.

Þetta verður að vera dual-link dvi (styðja upplausnir uppí amk 2600x1600, og vera með usb tengjum, væri mjög gott að hafa þetta með HDMI passthrough og hljóðinngöngum, en það er samt svona soldið aukatriði.

Einnig ef þið vitið um sæmilega ódýrann VGA-DVI converter (ss. gerir manni kleypt að tengja DVI skjá við vga tengi væri gott að vita af því líka.

Bestu kveðjur




Harvest
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Fim 15. Mar 2007 23:30

Er í svipuðum málum og þú, en ég hef nú gefist upp.

Ég fattaði líka að þessir KVM switcar studdu ekki músina mína (G5) og tala nú ekki um þráðlaust lyklaborð.

Svo ég fór og fjárfesti í skjá sem að er með DVI og VGA tengi. Svo bara skipti ég á milli tölva með skjánum... er svo bara með ódýrt þráðlaust lyklaborð og mús við hina vélina.

Ódýrt og þægileg (flestir flatsjáir eru með báðum tengimöguleikunum)