Síða 1 af 1

Besti ódýri skjárinn.

Sent: Þri 27. Feb 2007 13:11
af IL2
Þetta er eftilvill öfugmæli en mig vantar ódýran LCD skjá. Hann verður bara notaður í netið og Office. Ég er með "21 CRT sem ég nota í leikina.

Er eitthvað vit í þessum.

http://www.tolvulistinn.is/vara/3529

eða frekar þessi

http://www.tolvulistinn.is/vara/3530

Ég er ekkert frekar að binda mig við ákveðið merki eða búð en verðið í kringum 20-25 þúsund kall.

Hef í sjálfu sér nóg borðpláss þannig að það má vera Widescreen, en skiptir mig ekki máli.

Sent: Þri 27. Feb 2007 15:43
af END
Sælir, ég hef líka verið að velta fyrir mér skjákaupum. Ég vil helst ekki eyða meira en 35-40 þús kr. Þessir tveir skjáir falla undir það verðbil:

http://www.att.is/product_info.php?cPath=6_124&products_id=3744

http://www.att.is/product_info.php?cPath=6_124&products_id=3743

Þetta finnst mér ansi gott verð fyrir 22" widescreen skjái en ég geri mér grein fyrir því að þeir teljast til budget skjáa. Það væri kannski meira vit í því að kaupa minni skjá á þessu verðbili sem hefði væntanlega hærri gæðastaðal (eða hvað?). Það væri ekki ókostur ef fleiri en einn gætu fylgst með bíómynd á skjánum án teljandi óþæginda.

Sent: Mið 28. Feb 2007 09:11
af Gilmore
Ég er með 2 stk af þessum 22" Acer. Ég nota þá í leiki og annað í upplausn 1680x1050 sem er hámarksupplausn skjásins. Ég gæti ekki verið ánægðari með þá... :) Ég get ekki séð að ég þurfi meiri upplausn en þetta. Birtan er mjög góð og bara allt er flott við þennan skjá. :) Mæli hiklaust með þeim.

Sent: Fös 16. Mar 2007 00:11
af Harvest
Ég persónulega hata vga tengi... finst svo óþægilegt að horfa á þannig... svo að ég mundi skoða eitthvað annað í þínum sporum.. getur líka fengið 20" skja fyrir 20-30k í elko sýndist mér um daginn.

Skjár

Sent: Þri 20. Mar 2007 23:55
af IL2
Endaði með að fá mér Acer AL1951. Munurinn á litunum í honum og hinum sem ég var að hugsa um (sama og End) var þvílíkur að ég tók þennan frekar.

Re: Skjár

Sent: Mið 21. Mar 2007 13:26
af Mazi!
IL2 skrifaði:Endaði með að fá mér Acer AL1951. Munurinn á litunum í honum og hinum sem ég var að hugsa um (sama og End) var þvílíkur að ég tók þennan frekar.


Góð kaup! :) Elska minn AL1751 (17")

Sent: Mið 21. Mar 2007 13:58
af ÓmarSmith
Össs..
Size DOES matter ;)

20" er bara alveg lágmark í dag þykir mér.


Langar mest að selja minn og ná mér í amk 22"

Sent: Mið 21. Mar 2007 14:53
af Mazi!
ÓmarSmith skrifaði:Össs..
Size DOES matter ;)

20" er bara alveg lágmark í dag þykir mér.


Langar mest að selja minn og ná mér í amk 22"


Ætla að fá mér nýjan í sumar hugsanlega, gæti bara vel verið að ég taka annan ACER! :8)

Sent: Mið 21. Mar 2007 16:58
af wICE_man
Harvest skrifaði:Ég persónulega hata vga tengi... finst svo óþægilegt að horfa á þannig... svo að ég mundi skoða eitthvað annað í þínum sporum.. getur líka fengið 20" skja fyrir 20-30k í elko sýndist mér um daginn.


Ef þú sérð einhverja truflun í myndinni með VGA tengi þá er það annað hvort drasl skjár, drasl skjásnúra eða drasl skjákort (eða skjáútgangur til að vera nákvæmari). Það er hægt að ná alveg jafn góðri mynd á VGA tengi ef þessir hlutir eru allir í lagi.

Sent: Mið 21. Mar 2007 17:54
af ÓmarSmith
Jafngóðri mynd úr VGA og DVI ?

Uhhhh....

Sent: Mið 21. Mar 2007 19:54
af gnarr
jebb. Í sumum tilvikum er jafnvel betri mynd úr VGA en DVI

skjáir

Sent: Fim 22. Mar 2007 09:11
af Hyper_Pinjata
ég skrapp niður í hugver í gærday...og skoðaði þar skjái og fleira

ég sá þar að mig minnir 17" flatskjá með 2 eða 3ms response time á 19þús kall
19" flatskjá, einnig með 2 eða 3ms response time á sirka 20-22þús
og einhvern held ég 20" widescreen skjá með 2 eða 3ms í response time á eg ég man rétt 20-24þús kall

Sent: Fim 22. Mar 2007 10:53
af ÓmarSmith
gnarr skrifaði:jebb. Í sumum tilvikum er jafnvel betri mynd úr VGA en DVI


Uhh..

Og hvaða tilvik eru það ?

Þetta hef ég aldrei heyrt né séð.

tók bara eftir smá skýrleika - sharpness mun þegar ég fór úr VGA í DVI fyrir 3 árum. Hef prufað þetta á 2 af 3 lcd sem ég hef átt og alltaf alveg tekið eftir því hvað DVI er mikið betra en VGA.

Þróun ætti nú heldur ekki að vera backwards í þessum málum..hehe

Sent: Fim 22. Mar 2007 10:59
af Gilmore
Það er engin spurning um að nota DVI, engin ástæða til annars. Skjákort í dag eru ekki með VGA tengjum nema setja millistykki á þau!

Sent: Fim 22. Mar 2007 13:57
af wICE_man
ÓmarSmith skrifaði:
gnarr skrifaði:jebb. Í sumum tilvikum er jafnvel betri mynd úr VGA en DVI


Uhh..

Og hvaða tilvik eru það ?

Þetta hef ég aldrei heyrt né séð.

tók bara eftir smá skýrleika - sharpness mun þegar ég fór úr VGA í DVI fyrir 3 árum. Hef prufað þetta á 2 af 3 lcd sem ég hef átt og alltaf alveg tekið eftir því hvað DVI er mikið betra en VGA.

Þróun ætti nú heldur ekki að vera backwards í þessum málum..hehe


Það hafa líka margir skjáframleiðendur trassað að gera góð VGA tengi og sama má segja um suma skjákorta framleiðendur.

Þróunin í tölvum er ekki alltaf áfram, það er þó logískt að nota digital myndmerki þegar er komið í LCD skjáina, það ætti í raun að gera skjáina ódýrari en ekki dýrari eins og þeir eru núna.

Á meðan að marketing asnarnir hjá skjáframleiðendum halda áfram að okra á DVI eiginleikanum þá mun ég nýta hvert tækifæri til að vera með uppsteyt :P

Sent: Fim 22. Mar 2007 15:41
af ÓmarSmith
Ohh... Guðbjartur Che Guerra ;)



Uppreisnarsinni með meiru...

Sent: Fim 22. Mar 2007 15:54
af Mazi!
ÓmarSmith skrifaði:Ohh... Guðbjartur Che Guerra ;)



Uppreisnarsinni með meiru...


Held nú að hann viti alveg hvað hann er að segja... annas nota ég DVI Snúru, sé annas engan mun :roll: