Síða 1 af 1

SLI

Sent: Mið 21. Feb 2007 12:01
af Gilmore
Mig langaði að forvitnast um hvað SLI er nákvæmlega. Nú er ég með SLI skjákort (Geforce 8800 GTS), en get ég nýtt mér SLI tæknina í kortinu? Þarf ekki sérstakt móðurborð fyrir þetta, eru t.d. MSI P965 og P975 SLI borð??

Sent: Mið 21. Feb 2007 12:08
af @Arinn@
SLi er það þegar þú tengir 2 skjákort saman. Þyrftir að fá þér annnað 8800GTS kort þá.

Sent: Mið 21. Feb 2007 12:13
af ÓmarSmith
Þarft að vera með þartilgert SLI móðurborð ( 2 x 16x pci express raufar )

Svo tengir þú kortin saman með millistykki.

Hafðup samt engar áhyggjur. Með 8800GTS korti hefur þú ekkert að gera með SLi í dag. Nema þú sért að fara að spiila DX10 leiki í 1920x1080 upplausn eða hærra.

Annars er ég ekki einu sinni viss umað þú þurfir SLI í það.

anandtech gerðu þessu mjög góð skil.

Sent: Mið 21. Feb 2007 16:21
af zedro
Hér er góð mynd af 2 kortum í "SLi"

Mynd

Þú tekur eflaust eftir "brúnni" sem tengir kortin saman :)

Sent: Mið 21. Feb 2007 17:34
af hakkarin
ÓmarSmith skrifaði:Þarft að vera með þartilgert SLI móðurborð ( 2 x 16x pci express raufar )

Svo tengir þú kortin saman með millistykki.

Hafðup samt engar áhyggjur. Með 8800GTS korti hefur þú ekkert að gera með SLi í dag. Nema þú sért að fara að spiila DX10 leiki í 1920x1080 upplausn eða hærra.


Ég hef litla trú á að GTS eða GTX kortin þurfi að fara í SLI til keyrast vel
í 1920x1080. Þau er bara það öflug. En það er spurning hverning hlutirnir verða orðnir eftir 2 ár.

Sent: Fim 22. Feb 2007 10:32
af Gilmore
Það er yfirdrifið öflugt fyrir alla vinnslu í dag og vel rúmlega það. Bara spurning eftir kannski 2 - 3 ár þegar maður fær sér eitthvað nýtt og flott og DX10 leikirnir orðnir kröfuharðari þá væri fínt að geta notað "gamla" kortið áfram með þessu nýja sem verður keypt þá.

En verða kortin kannski að vera nákvæmlega eins eða af sömu gerð til að virka saman?? Svo er annað.....getur maður verið alveg crazy og notað 4 skjái?? ;)

Sent: Fim 22. Feb 2007 10:33
af ÓmarSmith
þurfa ekki nauðsynlega að vera nákvæmlega þau sömu en það er vissulega mun betra og meiri líkur á " minna veseni "

Amk þá held ég að það sé alveg sami klukku og minnishraði á kortunum.