Síða 1 af 1

Að flassa bios - án floppydrifs ..

Sent: Þri 20. Feb 2007 14:38
af dadik
Ég keypti nýtt móðurborð í síðustu viku sem er svosem ekki í frásögur færandi. Nema að núna sýnist mér ég þurfa að flassa biosinn, amk. mælir framleiðandinn með því.

Nú áður en þið farið að hlæja að því hvað þetta er auðleysanlegt langar mig að taka fram nokkur atriði:

1 - Ég hef gert þetta allnokkrum sinnum áður, bara ekki á þessari vél
2 - Eina floppydrifið sem ég fann ofan í kassa virðist ekki virka
3 - Mér sýnist ég hafa hent megninu af bootdiskettunum í tiltektinni síðasta haust.

Mér sýnist því að mitt síðasta úrræði sé að boota af cd-drifinu. Þess vegna langar mig að spyrja hvort að það lumi ekki einhver á góðu boot-image sem ég geti skellt á disk? Ég veit, ég veit - ég get svosem googlað þetta, en mér bara datt í hug af einhver pro gaur sem flassar bios oft á dag myndi leyfa mér að berja á viskubrunni sínum.

-- dk

ps. En að boota af usb stick? Hefur einhver prófað það?

Sent: Þri 20. Feb 2007 16:11
af Tappi
Ég á Gigabyte P965 DS3 móðurborð og þar er svona flash utility í biosnum og ef maður er með memorystick í tölvuni þá finnur það hann.

Sent: Þri 20. Feb 2007 17:05
af ManiO
Sum móðurborð leyfa manni að flasha af geisladisk (googlea eitthvað sniðugt), en svo er alltaf "last resort" að nota Winflash.

Sent: Þri 20. Feb 2007 18:29
af GuðjónR
Ég keypti mér USB floppy drif...
Virkar vel.