Síða 1 af 1
Val á skjákorti
Sent: Sun 18. Feb 2007 15:05
af Saphira
Hvaða skjákorti mynduð þið mæla með fyrir 35.000 eða væri betra að bíða? að versla á netinu kemur vel til greina.
Tölvan er aðallega notuð í tölvuleiki og netið.
Tölvan: AMD X64 dual 4200+, 2 gb RAM, K8N Neo4 s939, nVidia 6600gt viftulaust.
Sent: Sun 18. Feb 2007 15:24
af Tappi
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=598
Annars er kannski ekkert vitlaust að bíða þar til ATI kemur út með sín DX10 kort. Þá myndast kannski einhver verðsamkeppni. En hver nennir að bíða endalaust??

Sent: Sun 18. Feb 2007 18:26
af ÓmarSmith
320mb 8800 klárlega. Það er að koma sláandi vel út og í raun gefur það 640mb kortinu ekkert eftir nema í einstaka leik og testum.
Annars er dagsetning á ATI kortunum LOK MARS, En verð og hvaða útgáfur koma veit engin ennþá.
Sent: Sun 18. Feb 2007 19:08
af Mazi!
8800GTS!!! 320MB!!!
þarf að fá mér svona í "SLI" 
Sent: Sun 18. Feb 2007 19:57
af ICM
Það má búast við að hlutirnir breytist í byrjun apríl þá muniði sjá alvöru DX10 kort...
Sent: Sun 18. Feb 2007 20:09
af Cikster
Nú, er nvidia búið að tilkynna aðra gerð af kortum?

Sent: Sun 18. Feb 2007 20:27
af Mazi!
Cikster skrifaði:Nú, er nvidia búið að tilkynna aðra gerð af kortum?

Neibbs ATI R600

Sent: Sun 18. Feb 2007 20:59
af Tjobbi
Tappi skrifaði:http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_35_77&products_id=598
Annars er kannski ekkert vitlaust að bíða þar til ATI kemur út með sín DX10 kort. Þá myndast kannski einhver verðsamkeppni. En hver nennir að bíða endalaust??

Er það þess virð að fá bfg kortið í staðinn fyrir þetta evga?
Er einhver munur fyrir utan þessa smávægilegu klukkun
