Sennheiser HD 555 heyrnatól
Sent: Fös 16. Feb 2007 19:06
Ég fjárfesti í einum slíkum í dag, var búinn að lesa ekkert nema góða dóma um þá. Þetta eru líka brilliant heyrnatól, fyrir utan stóran galla!!! Það heyrist svo gríðalega mikið í þeim utan frá að ég get ekki notað þau seint á kvöldin og á nóttunni þegar aðrir eru sofandi, en það var aðalástæðan fyrir kaupunum. Ég vissi auðvitað að það mundi eitthvað heyrast í þeim vegna þess að þau eru ekki lokuð, en þessu átti ég ekki von á. Það er varla hægt að kalla þetta heyrnatól þegar volumið er hækkað eitthvað, hljómar bara eins og þegar ég er með hátalarana nokkuð hátt stillta. Lítið notagildi í þessu þegar maður þarf að passa sig á hljóðstyrknum þegar maður er að nota HEYRNATÓL. :/
Alltaf þarf maður að taka rangar ákvarðanir. Ég er búinn að vera að skoða review í marga daga til að velja örugglega rétt. Ég ætlaði ekki að kaupa heyrnatól/hátalari. Bara heyrnatól.
Alltaf þarf maður að taka rangar ákvarðanir. Ég er búinn að vera að skoða review í marga daga til að velja örugglega rétt. Ég ætlaði ekki að kaupa heyrnatól/hátalari. Bara heyrnatól.
