Síða 1 af 1

Sennheiser HD 555 heyrnatól

Sent: Fös 16. Feb 2007 19:06
af Gilmore
Ég fjárfesti í einum slíkum í dag, var búinn að lesa ekkert nema góða dóma um þá. Þetta eru líka brilliant heyrnatól, fyrir utan stóran galla!!! Það heyrist svo gríðalega mikið í þeim utan frá að ég get ekki notað þau seint á kvöldin og á nóttunni þegar aðrir eru sofandi, en það var aðalástæðan fyrir kaupunum. Ég vissi auðvitað að það mundi eitthvað heyrast í þeim vegna þess að þau eru ekki lokuð, en þessu átti ég ekki von á. Það er varla hægt að kalla þetta heyrnatól þegar volumið er hækkað eitthvað, hljómar bara eins og þegar ég er með hátalarana nokkuð hátt stillta. Lítið notagildi í þessu þegar maður þarf að passa sig á hljóðstyrknum þegar maður er að nota HEYRNATÓL. :/

Alltaf þarf maður að taka rangar ákvarðanir. Ég er búinn að vera að skoða review í marga daga til að velja örugglega rétt. Ég ætlaði ekki að kaupa heyrnatól/hátalari. Bara heyrnatól.

Sent: Fös 16. Feb 2007 19:08
af ÓmarSmith
Skilaðu þeim þá, átt fullann rétt á því ;)

Veldu þér bara LOKUÐ headphones. Ekki alveg eins góð hljómgæði skilst mér en ætti ekki að muna það gríðarlega miklu.

Sent: Sun 18. Feb 2007 21:05
af prg_
Sennheiser HD25 (26.900) og HD25-SP (14.900) eru industry standard í lokuðum og hljóðlausum heyrnatólum. T.d. nota útvarpsmenn þetta á slíkum styrk að þeir heyra ekki í sjálfum sér hugsa en samt "lekur" ekkert út í hljóðnemann (sem myndi orsaka feedback).

Semsagt, lokuð heyrnatól sem eru samt létt á hausnum (hylja ekki allt eyrað) og lúkka gríðarlega vel. Útlitslega er aðalmunurinn sá að dýrari týpan er með splittuðum armi, þannig að hægt er að skorða þau betur (fyrir höfuðhreyfingar).

Mynd