Síða 1 af 1
S-Video
Sent: Fim 15. Feb 2007 14:37
af Gilmore
Ég er með G8800 GTS kortið og á því er 7 pinna S-Video out tengi. En á TV-Tunernum er 4 pinna S-Video in tengi. Svo er líka 4 pinna Video Out tengi á Acer fartölvunni minni. Er 7 pinna tengi einhver nýr standard í staðinn fyrir 4 pinna?
Og þarf þá ekki millistykki á annan endann?
Svo er annað! Er Video Out fídusinn farinn að virka með núverandi Forceware driverum fyrir Vista??
Sent: Fim 15. Feb 2007 15:14
af Stebet
Þetta er ekki standard SVHS tengi heldur ætti að vera millistykki með kortinu þínu sem splittar þessu í SVHS og Composite allavega. Kíktu í kassann sem fylgdi með skjákortinu þínu.
Sent: Fim 15. Feb 2007 15:20
af Gilmore
Ég sé að þú ert með sama kortið. Fylgdi það með hjá þér. Ég fékk ekki kassann með þegar ég fékk tölvuna úr samsetningu. Kannski þeir hafi gleymt að láta það með.
Sent: Fim 15. Feb 2007 15:28
af ÓmarSmith
S-video = Crap gæði.
Reyndu að nota allt annað.
DVI - HDMI t.d ef þú ert að tengja þetta í LCD.
Kostar rétt rúmlega 2000 kall í
http://www.sm.is held ég.
Sent: Fim 15. Feb 2007 15:32
af Gilmore
Ég er með tvo 22" Acer skjái tengda við bæði DVI tengin. Ég ætlaði að tengja S-Video við Plasma skjáinn í stofunni með langri snúru. Veit vel að það eru ekki súper gæði.
En annars virkar líka vel að nota lappann og tengja hann við VGA tengið í plasmanum fyrir góð gæði. Það er bara leiðinlegt að vera að tengja þetta og aftengja í sífellu.
Sent: Fim 15. Feb 2007 15:48
af Stebet
Gilmore skrifaði:Ég sé að þú ert með sama kortið. Fylgdi það með hjá þér. Ég fékk ekki kassann með þegar ég fékk tölvuna úr samsetningu. Kannski þeir hafi gleymt að láta það með.
Bara man ekki hvort snúran kom með.. það hlýtur samt að vera. Skal tékka þegar ég kem heim (er í vinnunni).
Sent: Fim 15. Feb 2007 19:26
af Taxi
Stebet skrifaði:Gilmore skrifaði:Ég sé að þú ert með sama kortið. Fylgdi það með hjá þér. Ég fékk ekki kassann með þegar ég fékk tölvuna úr samsetningu. Kannski þeir hafi gleymt að láta það með.
Bara man ekki hvort snúran kom með.. það hlýtur samt að vera. Skal tékka þegar ég kem heim (er í vinnunni).
Snúran fylgir með öllum 6.stk af 8800 kortum sem ég hef installað.
Sent: Fim 15. Feb 2007 23:47
af Gilmore
Reyndar tók ég eftir því að á Fartölvunni er líka 7 pinnatengi og ég hef notað 4 pinna tengi við hana lengi, þannig að 4 pinna snúra virkar alveg með þessu tengi. En ég setti snúru í Geforce8800 kortið og tengdi við sjónvarpið en ekkert gerðist. Það eru heldur engir möguleikar fyrir sjónvarp í nvidaia control panel. Greinilega ekki komið support fyrir það í núverandi driverum.