Síða 1 af 1
Er það satt að xbox 360 styðji ekki hærri upplausn?
Sent: Mán 12. Feb 2007 21:00
af hakkarin
Er það satt að xbox 360 styðji ekki hærri upplausn en 1280x1024?
Ég tími ekki penning í HD sjónvarp þannig að ég var að pæla í að skella mér á einn 22 tommu tölvuskjá en málið er það að hann er merktur 1600x1000,
væri þá ekki hægt að nota hann, hann er með bæði dvi og vga tengi þannig að það ætti að vera tenga hann og svo er skárin með hátalara.

Sent: Mán 12. Feb 2007 21:33
af Mazi!
Smá skot á Ómar
fáðu þér PC :)
Sent: Mán 12. Feb 2007 22:11
af ICM
Hún styður reyndar 1920 × 1080 en flestir leikir eru 1280x720. Hún er samt vel fær up að upscale-a þá upp í 1920x1080 ólíkt PS3
Mæli með að þú finnir þér CRT skjá (þú getur þá kramið myndina í rétt hlutföll) þar sem LCD tölvuskjáir eru í 16:10 en ekki 16:9 eins og Widescreen sjónvörp.
Mazi skot á Ómar? Hann er núna converted yfir í console kirkjuna eftir að hafa verið þræll stöðugra uppfærslna og kostnaðar við PC viðhald.
Sent: Þri 13. Feb 2007 08:45
af ÓmarSmith
Nákvæmlega. Leikir í dag eru mikið betri í alla staði á Xbox360 en á PC OG þeir eru flottari OG ég er að spila þá í 720p á 32" TV
Auk þess á ég líka Töluvert öfluga PC vél sem ræður við alla leiki í botni sem ég spila ennþá í dag SBR BF2 - BF2141 - Cs: S Ghost Recon :AW og fleiri
Enda hef ég hætt við söluna á vélinni eins flestir hafa séð. Hún er alveg meira en næginlega góð í bili og tými ég ekki að selja hana á skít og kanel til að eyða fáránlegum pening í uppfærslu fyrir hvað ?? 1 til 2 kannski 3 leiki á þessu ári sem þurfa OFUR vélar og DX10, sem við vitum í raun ekki einu sinni. Ætla að sjá hvernig vélin hjá mér Höndlar Crysis í botni. Ef það verður erfitt þá mun ég líklegas fara í DX10 kort og í framhaldi kannski skoða Core 2
U can put that in your pipe and smoke it Herr Mazi

Sent: Þri 13. Feb 2007 12:53
af Stebet
ÓmarSmith skrifaði:Ætla að sjá hvernig vélin hjá mér Höndlar Crysis í botni. Ef það verður erfitt þá mun ég líklegas fara í DX10 kort
Nema hvað þú getur ekki haft hann "í botni" nema vera með DX10 kort fyrir.

Sent: Þri 13. Feb 2007 12:56
af ÓmarSmith
Jújú.
Hann keyrir mjög vel á DX9 og er modified fyrir það líka en þú færð öðruvísi effecta og fleira goodies með DX10.
Æji .. þú veist.. botna hann með DX9
En í raun er þetta rétt hjá þér. Sama gildir með Ghost Recon : AW
Hann komst ekki í HIGH nema með X1900 ATI korti. 7900GTX gat ekki farið í High þar sem að þau styðja ekki HDR og FSAA á sama tíma

Sent: Þri 13. Feb 2007 13:01
af ICM
það er álíka gáfulegt að kaupa DX10 kort núna og það var að kaupa GeForce 3 í gamladaga fyrir Doom 3

Vissulega studdi það alla eiginleika sem Doom var hannaður fyrir en það var eins og slideshow. Samt var það kort sem leikurinn var hannaður fyrir.
Nú eru gífurlega fáir stórir alvöru DirectX 10 leikir, væri ekki fúlt að blæða pening núna í eitthvað kort sem mun bara nýtast í örfáa DirectX 10 leiki áður en það fer að koma eitthvað af þeim að ráði og kortið orðið úrelt...
Sent: Þri 13. Feb 2007 13:40
af ÓmarSmith
well, DX10 kortin í dag eru öll betri en öll DX9 kortin sem eru í boði held ég alveg örugglega.
Sumir vilja bara vera með það besta líklegast. Annars er ég alveg sammála þér að bíða með DX10 kort þar til að þessir leikir fara að detta inn af alvöru.SBR í sumar og haust.
Sjá hvernig DX9 kortin höndla þá, ef illa að þá uppfæra í það kort sem ræður vel við þetta
SKynsamlegasti kosturinn vissulega.
Ekki gleyma að menn VERÐA að vera með VISTA líka til að DX10 kortin virki.(semDX10 kort)
Sent: Þri 13. Feb 2007 13:49
af Stebet
Mér fannt orðinn tími á að skipta út 6800 GT kortinu mínu þannig að ég ákvað að taka bara 8800 GTS þar sem ég átti nú eintak af Vista Ultimate og DX9 performanceið í 8800 kortunum er sjúkt fyrir. "Neyddist" líka til að upgradea þar sem bróðir minn bræddi úr tölvunni sinni þannig að ég seldi honum gamla draslið

Sent: Þri 13. Feb 2007 13:55
af ÓmarSmith
Fínt að finna með sér innri afsökun til að uppfæra

Sent: Þri 13. Feb 2007 14:29
af Stebet
ÓmarSmith skrifaði:Fínt að finna með sér innri afsökun til að uppfæra

Segðu. Það er möst.
Sent: Þri 13. Feb 2007 20:29
af hakkarin
ICM skrifaði:Hún styður reyndar 1920 × 1080 en flestir leikir eru 1280x720. Hún er samt vel fær up að upscale-a þá upp í 1920x1080 ólíkt PS3
Mæli með að þú finnir þér CRT skjá (þú getur þá kramið myndina í rétt hlutföll) þar sem LCD tölvuskjáir eru í 16:10 en ekki 16:9 eins og Widescreen sjónvörp.
Mazi skot á Ómar? Hann er núna converted yfir í console kirkjuna eftir að hafa verið þræll stöðugra uppfærslna og kostnaðar við PC viðhald.
en þetta er widescreen skjár eða er allavega merktur sem einn slíkur

Sent: Þri 13. Feb 2007 20:32
af ICM
Málið er að Widescreen á tölvum er bara PLAT það er ekki 16:9
Sent: Þri 13. Feb 2007 20:36
af Birkir
Yfirleitt (eða alltaf?) eru widescreen tölvuskjáir í hlutföllunum 16:10, en sjónvörpin 16:9.
Sent: Þri 13. Feb 2007 22:21
af kemiztry
Birkir skrifaði:Yfirleitt (eða alltaf?) eru widescreen tölvuskjáir í hlutföllunum 16:10, en sjónvörpin 16:9.
Sést einhver munur?
Sent: Þri 13. Feb 2007 22:25
af ÓmarSmith
já.
sérð þetta best í HL2.. Ef skjárinn er á 16:9 þá færðu t.d ekki rétta upplausn eins og 1680 x 1050,
færð einhverjar fáránlega upplausnir í staðinn.
Leið og hann fer í 16:10 þá lagast það.
Sent: Þri 13. Feb 2007 22:49
af hakkarin
ÓmarSmith skrifaði:já.
sérð þetta best í HL2.. Ef skjárinn er á 16:9 þá færðu t.d ekki rétta upplausn eins og 1680 x 1050,
færð einhverjar fáránlega upplausnir í staðinn.
Leið og hann fer í 16:10 þá lagast það.
þannig að tölvuskjáir hennta þá ekkert í nexgen tölvur? ég veit allavega ekki um neinn 16:10 skjá

En verður þetta að vera á widescreen? er ekki bara hægt að nota 1280x1024 17 tommu skjá sem þá kassalaga(en samt LCD)?
Vinnur minn er með xbox360 á venjulegu sjónvarpi og það er ekkert að myndini þó að hún sé ekki í HD
Sent: Þri 13. Feb 2007 23:08
af Birkir
HD er samt mun flottara.
Ég held líka að allt sjónvarpsefni sé gert fyrir 16:9, þess vegna nýtir maður ekki allan skjáinn þegar maður horfir á það í 16:10.
Sent: Mið 14. Feb 2007 19:20
af hakkarin
Birkir skrifaði:HD er samt mun flottara.

Ég held líka að allt sjónvarpsefni sé gert fyrir 16:9, þess vegna nýtir maður ekki allan skjáinn þegar maður horfir á það í 16:10.
Ég meinna er ekki hægt að spila á tölvuskjá í HD án sem er ekki 16:10 án þess að myndin fari í klessu?
Sent: Mið 14. Feb 2007 22:50
af ICM
Veit ekki hvort það er búið að laga það en ef þú ert með 4:3 skjá þá verða sumir leikir teygðir. Aðrir sýna svarta borða fyrir ofan og neðan en sumir fylla alveg út í skjáin, eina skilirðið sem var sett við leikjaframleiðendur að þeir væru í Widescreen.
Sent: Fim 15. Feb 2007 11:02
af Stebet
ICM skrifaði:Veit ekki hvort það er búið að laga það en ef þú ert með 4:3 skjá þá verða sumir leikir teygðir. Aðrir sýna svarta borða fyrir ofan og neðan en sumir fylla alveg út í skjáin, eina skilirðið sem var sett við leikjaframleiðendur að þeir væru í Widescreen.
360 supportar 4:3 alveg jafn vel og 16:9 og leikirnir þurfa að gera það líka. Þetta er stillingaratriði á consoleinu. Ég keyrði 360 minn á 20" 4:3 1600x1200 flatskjá í nokkurn tíma í 1280x1024. Smá quote af review síðu:
For those that are using a 4:3 LCD monitor, you’re in luck here. You can set your 360 to 1280×1024 and it’ll look great! Those of us at 16:10 aren’t so lucky. As I mentioned previously, most widescreen televisions are 16:9 and there’s no 16:10 resolutions present in the 360. The closest being 1280×768 - the 16:10 variant is 1280×800, so you’ll get 32 pixels worth of stretching
Sent: Fim 15. Feb 2007 11:12
af ICM
þetta er ekkert stillingaratriði í vélinni, prófaðu að keyra eitthvað af launch leikjumum á 1280x1024 þeir verða teygðir yfir allan skjáin nema það hafi verið lagað á síðustu mánuðum með patch.
Sent: Fim 15. Feb 2007 22:36
af hakkarin
Stebet skrifaði:ICM skrifaði:Veit ekki hvort það er búið að laga það en ef þú ert með 4:3 skjá þá verða sumir leikir teygðir. Aðrir sýna svarta borða fyrir ofan og neðan en sumir fylla alveg út í skjáin, eina skilirðið sem var sett við leikjaframleiðendur að þeir væru í Widescreen.
360 supportar 4:3 alveg jafn vel og 16:9 og leikirnir þurfa að gera það líka. Þetta er stillingaratriði á consoleinu. Ég keyrði 360 minn á 20" 4:3 1600x1200 flatskjá í nokkurn tíma í 1280x1024. Smá quote af review síðu:
For those that are using a 4:3 LCD monitor, you’re in luck here. You can set your 360 to 1280×1024 and it’ll look great! Those of us at 16:10 aren’t so lucky. As I mentioned previously, most widescreen televisions are 16:9 and there’s no 16:10 resolutions present in the 360. The closest being 1280×768 - the 16:10 variant is 1280×800, so you’ll get 32 pixels worth of stretching
hvar fékkstu þessar upplýsingar?