Síða 1 af 1

Losa örgjörva kælingu!

Sent: Fim 01. Feb 2007 19:28
af Arkidas
Hvernig get ég losað örgjörvann frá cooler stykkinu sem er undir örgjörva viftinu án þess að skemma örgjörvann? Þetta kælikrem virkar alveg eins og lím. Hvernig losa ég hann? Er að skipta í Zalman viftu.

Sent: Fim 01. Feb 2007 19:34
af Mazi!
Núnú :? notaðiru helvítis Hvíta jukkið?... þegar ég lenti í þessu fór ég með örrann undir sæng og pillaði hann af með hníf, þarft að passa að hann skjótist ekki neitt :lol:

Sent: Fim 01. Feb 2007 19:38
af Arkidas
nei, ég gerði ekki neitt. það er þetta krem sem festir örgjörvann við gömlu kælinguna og ég er að reyna að taka það af vegna þess að þetta gráa dótt undir stock viftunni á ekkert að vera þarna lengur er það?
Hvar á ég að pikka af? Það er þunn járnplata milli örgjörvans og gráa draslins, er hún á örgjörvanum eða á ég að pikka hana af?

Sent: Fim 01. Feb 2007 19:45
af @Arinn@
Losaðiru viftuna úr og örgjörvinn er fastur núna við viftuna ? Ef svo er er bara að stinga hníf eða einhverja álíka á milli og losa bara passa sig rosalega vel að hann skjótist ekki í burtu.

Sent: Fim 01. Feb 2007 21:25
af HemmiR
það kom svona rugl fyrir hérna meginn um daginn.. ég var að nota retail viftuna á amd3200 örranum minumm og ég náði ekkert viftuni af.. svo ætlaði ég að massa e-ð i þessu þá kom örrin bara með örgjöfa viftuni án þess að ég hafði e-ð opnað fyrir socket-ið það var enðá lokað enda beygluðust pinnarnir en ég náði að stilla þá til þannig þeir voru nokkurnveginn beinir og örrin virkar allveg enðá :wink: en allavega kælikremið sem fylgdi retail viftuni það var einsog bara tonnatak eða e-ð rugl

Sent: Fim 01. Feb 2007 23:42
af @Arinn@
Hann er búinn að redda essu :D

Sent: Fös 02. Feb 2007 09:32
af Stutturdreki
Aldrei að troða neinu á milli! Það er nóg að hita þetta aðeins, td. með hárþurku.