Síða 1 af 1

TV-out tengi

Sent: Þri 30. Jan 2007 00:08
af END
Sælir,

Nú fyrir stuttu bilaði mitt gamla Abit AV8-3rdEye móðurborð og þar sem það var enn í ábyrgð fékk ég nýtt móðurborð í staðinn (Abit KN8 SLI). Þar sem nýja borðið styður ekki agp skjákort fékk ég einnig Sparkle 7300GS til að koma í staðinn fyrir mitt gamla Ati Radeon 9550.

Allavega, ég held að þetta sé bara óþarfi sem ég er búinn að telja upp hér á undan :D Málið er að TV-out tengið á nýja kortinu er öðruvísi en á því gamla þ.a. ég get ekki tengt snúruna sem fer í sjónvarpið beint við.

Svona lítur gamla, hefðbundna tengið út:
Mynd

Svona lítur nýja tengið út (held þetta sé rétt mynd):
Þetta var ekki rétt mynd.

Er þessa nýja gerð uppfærsla á eldri gerðinni eða hvað? Þarf ég að fá mér millistykki til að geta tengt og hvar fæ ég slíkt stykki?

EDIT I
Myndin er ekki alveg rétt, þetta er 9 pinna tengi, fann mynd af einhverju sem lítur út fyrir að vera breytisnúra:
Mynd

EDIT II
Hérna er líka góð mynd af korti með svona tengi:
Mynd

Sent: Þri 30. Jan 2007 00:59
af gumol
Efra er allavega 7 pinna S-video tengi. Hitt held ég að sé eitthvað óstaðlað tengi svo ég veit ekki hvort þú finnur eitthvað þannig nema frá framleiðanda skjákortsins.

Sent: Þri 30. Jan 2007 02:31
af Demon
Mér finnst nú frekar illa gert af þeim sem sá um ábyrgð á þessu móðurborði þínu að láta þig fá borð sem styður ekki sama skjákort og hið fyrra gerði.
Í raun þá hefði ég ekki viljað sætta mig við það.
Nógu óþolandi að geta ekki fengið sömu gerð aftur.

Sent: Þri 30. Jan 2007 02:40
af zedro
Þegar þú fékkst þetta nýja skjákortið fékkstu það uppsett í tölvunni?
Var kassinn utan um skjákortið með? Það eru oft snúrur oth. í honum.
Tölvuverslanir eiga til að skella nýjum íhlutum í án þess að láta kassa og alla fylgihluti fylgja með.

Sent: Þri 30. Jan 2007 14:37
af END
Zedro skrifaði:Þegar þú fékkst þetta nýja skjákortið fékkstu það uppsett í tölvunni?
Var kassinn utan um skjákortið með? Það eru oft snúrur oth. í honum.
Tölvuverslanir eiga til að skella nýjum íhlutum í án þess að láta kassa og alla fylgihluti fylgja með.


Já þetta var allt uppsett og kassinn fylgdi með. Skjákortinu fylgir snúra til þess að tengja beint í sjónvarp sem hefur slíkt tengi. Þ.e. bara pinnar til að fara inn í annað tengi (ekki tengi fyrir pinna).

Og já ég sætti mig við þetta þar sem ég er nú ekki mikið í leikjum og býst ekki við að Radeon 9550 sé betra kort heldur en 7300GS þó hvorugt sé merkilegt og fannst fínt að fá nýrra móðurborð sem styður þá við PCI-E skjákort. Hins vegar get ég ekki sætt mig við að geta ekki tengt tölvuna við sjónvarpið þar sem ég geri mikið af því að keyra video á sjónvarpinu.

---

Ég er búinn að finna svona millistykki, fæst í Tökkum, reyndar ekki til en verður líklega komið á morgun. Ætli ég þurfi ekki sjálfur að punga út þúsundkallinum fyrir því :? ;)