Krassar þegar ég keyri video

Skjámynd

Höfundur
Lazylue
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Þri 01. Júl 2003 23:16
Reputation: 0
Staðsetning: veitekki
Staða: Ótengdur

Krassar þegar ég keyri video

Pósturaf Lazylue » Mán 15. Jan 2007 16:20

Þegar ég keyri videofæla af t.d. youtube þá krassar vélinn alltaf hjá mér og í sumum tilvikum þá ákveður hún að finna ekki eina sata diskinn sem er með á vélinni(wd raptor 74gb system diskurinn). Hélt fyrst að raptorinn væri ónýtur eða dottinn úr sambandi og reif vélinni í sundur, tjekka allar snúrur og allt virðist vera í lagi prufa að kveikja á henni og hún ríkur upp og ekkert vesen.
Síðan kemur að því að ég ætla að horfa á eitthvað video rusl í gegnum netið þá krassar hún fljótlega eftir að ég byrja. Ekkert mál að spila venjulega mpeg og avi fæla sem ég er með.

Prufaði að keyra quickbench og þar fékk ég 68 og 55mb/s sem ég hefði haldið að væri allt í lagi. Er með sama vélbúnað og er í undirskriftinni nema hún er alveg í stock núna.

Hélt fyrst að þetta væri eitthvað codec vesen en þetta með harða diskinn finnst mér frekar skrítið. Væri gott að geta fengið einhverjar tillögum um hvað sé að.


venice 3800@2.8ghz - corsair 2x512mb - Radeon x800xl - dfi lanparty - Ocz powers. 420W


Dabbz
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Fös 15. Des 2006 00:24
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dabbz » Mán 15. Jan 2007 16:33

prófa að uppfæra driver á skjákortinu ?


Lappi=Mitac, Intel Cereon 2gz duo, 2gb RAM, ATI X1600 512 mb, 120gb HDD.