Síða 1 af 1

Flash drif í staðinn fyrir HD

Sent: Mið 10. Jan 2007 13:22
af dabbi2000
eins og flestir vita eru flash drifinn á hraðri uppleið og jafnvel búist við að á Q4/2007 séu komin drif sem jafnast á við minni laptop drifin. Stærsta flash drifið sem ég hef séð er 128gb en verðið væntanlega eftir því...

http://www.theinquirer.net/default.aspx?article=36841


Hafið þið eitthvað spáð í að skipta á árinu - það væri amk. hægt að nota boot drifið sem flash og tengjast svo stærri hd yfir LANið?

Veit einhver hvernig Flash drifin munu tengjast, verður það IDE, SATA eða eitthvað svoleiðis?[/url]

Sent: Mið 10. Jan 2007 13:51
af gnarr
það eitt drif þarna í linknum sem þú komst með sem er 1024Gb, semsagt 1Tb.

Sent: Mið 10. Jan 2007 13:59
af dabbi2000
[quote="gnarr"]það eitt drif þarna í linknum sem þú komst með sem er 1024Gb, semsagt 1Tb.[/quote]

neeh 128gb, 1024 er nú heldur of stórt! Hins vegar hef ég verið of fljótfær að skoða þetta því þessi drif eru SATA-II, þá er þeirri spurningu svarað!

Önnur spurning er svo hvort USB drif verði betri en flash þegar þau ná sömu stærðum... hefur einhver svör við því?

Sent: Mið 10. Jan 2007 14:28
af gnarr
ertu þá að tala um flakkara? USB2 er náttúrulega bara 480Mbps á meðan SATA2 er 3000Mbps, svo að það svarar spurningunni. Hinsvegar eru flash drif yfirleitt alveg gífurlega hæg, svo að líklega mun USB2 ekki einusinni vera nógu hægt til að hægja á þeim.

Og jú, þetta drif þarna er 1024Gb.

Sent: Mið 10. Jan 2007 14:48
af Tappi
gnarr skrifaði:ertu þá að tala um flakkara? USB2 er náttúrulega bara 480Mbps á meðan SATA2 er 3000Mbps, svo að það svarar spurningunni. Hinsvegar eru flash drif yfirleitt alveg gífurlega hæg, svo að líklega mun USB2 ekki einusinni vera nógu hægt til að hægja á þeim.

Og jú, þetta drif þarna er 1024Gb.


Ég sé nú ekkert 1024GB drif þarna...

En ég er ekki alveg sammála þér að flash drif séu svona hæg. Tomshardware fjallaði nýlega um 32GB flash drif og tók benchmark.
hér er td read/write transfare rates:
http://www.tomshardware.com/2006/09/20/ ... page5.html

Þú ert líka miklu fljótari að boota windows:
http://www.tomshardware.com/2006/09/20/ ... page6.html

En kostirnir eru augljóslega að þeir taka rúmlega helmingi minna rafmagn og endist því rafhlaðan mikið lengur, síðan eru þeir alveg hljóðlausir!!!

Sent: Mið 10. Jan 2007 18:54
af gnarr
jæja, það er greinilega búið að vera þróunnar stökk í þessu. Ekki svo langt síðan þessi drif fóru ekki yfir 5-10MBps.

hver var annars að tala um 1024GB drif? ég var að tala um 1024Gb.

Sent: Mið 10. Jan 2007 23:38
af Zaphod
Þetta er verður snilld , finally að losna við þessa leiðinlegu "moving parts" sem ábyggilega eiga mesta sök á bilunum í tölvum í dag

Sent: Fim 11. Jan 2007 00:00
af Taxi
gnarr skrifaði:jæja, það er greinilega búið að vera þróunnar stökk í þessu. Ekki svo langt síðan þessi drif fóru ekki yfir 5-10MBps.

hver var annars að tala um 1024GB drif? ég var að tala um 1024Gb.

Gigabit eða Gigabyte, ég var smástund að fatta. :D

Sent: Fim 11. Jan 2007 02:24
af biggi1
hvað ætli svona 128Gb drif kosti?