Síða 1 af 1
Vandræði með Nvidia 6200
Sent: Mið 20. Des 2006 20:48
af arro
Mikið væri ég til í smá hjálp núna -- málið er að ég keypti mér MSI NX6200AX kort með Nvidia G-Force 6200 kubbi að ég held.
Allavega var ég bara að sækjast eftir DVI tengingu og Dual Screen dæminu. Er ekki að spila leiki eða nota þetta í neina extreme grafík eða þannig.
Allavega næ ég ekki að stilla helv. kortið úr 640x480. Prófaði að fara í safe-mode og þá er ekkert mál að stilla þetta.
Endilega komið með hugmyndir ég er að verða gráhærðari á þessu.
Sent: Mið 20. Des 2006 20:52
af @Arinn@
ertu búinn að installa driver ?
Sent: Mið 20. Des 2006 20:57
af arro
Já , ég installaði bara drivernum sem kom með á diski. NVidia VGA Drivers.
Málið er að ég sé núna að ATI driverinn fyrir onboard skjákortið sem ég var með fyrir virðist hanga inni. Var búinn að uninstalla honum og reboota. Ég býst við að það sé málið.
Sent: Mið 20. Des 2006 21:23
af Heliowin
Hefurðu nokkuð innbyggða skjákortið enabled í BIOS?
Sent: Mið 20. Des 2006 21:55
af arro
Það er ekki hægt að disable það í biosnum -- allavega sé ég ekki hvar það ætti að vera gert --
Málið er að þegar ég start upp í safe-mode þá hangir tölvan í smá stund á atisgkaf.sys sem mér sýnist á smá googli að sé einhver ati radeon driver.
En síðan heldur þetta áfram og startar fínt upp í safe-mode.
Allavega virðist sem safe-mode útiloki þennan driver og þannig verður allt í lagi með þetta þar. Er að leita að leið til að útiloka þennan ati driver úr startup sequencinu.
kv/
Sent: Mið 20. Des 2006 23:21
af Heliowin
Ég veit ekki hvort ég hefði farið út í að útiloka atisgkaf.sys en þú getur reynt á eigin ábyrgð í run>msconfig og litið eftir ósómanum.
Það getur líka verið einhverskonar ATI utility sem sé ennþá í tölvunni og eigi eftir að uninstall-a og standi í veginum. Þetta er kannski ástæðan.
Þetta með að finna möguleikan í BIOS að disable-a onboard graphic finst mér vert að reyna aftur ef hitt hefur ekki virkað.
Að setja nýtt skjákort í tölvu sem hefur onboard graphic gerist held ég best með að
1. uninstall-a drivernum fyrir onboard kortið og hugsanlegum meðfylgjandi skjákortsforritum.
2. og svo fara í BIOS og finna möguleikann að disable-a onboard graphic.
3. setja nýja kortið í
4. og setja inn viðeigandi driver fyrir kortið.
Ef þú hefur þegar fylgt þessu eftir, þá biðst ég afsökunnar.
Update: þú getur reynt að finna atisgkaf.sys í Control Panel>Administrative tool>Services og disable-að það.
Sent: Lau 23. Des 2006 00:09
af arro
Sælir,
ég fékk þetta í gang fyrir rest.
Var búinn að gera það sem þú telur upp hér að framan.
En núna er ég með nýtt vandamál. Ég var s.s. með Hauppauge 8x8 kort í vélinni sem virkaði fínt alltaf. Eftir að ég skipti um skjákort þá frýs alltaf tölvan þegar ég starta einhverju forriti sem nýtir sér 8x8 kortið.
Ég prófaði að uninstalla því og henda í vélina Hauppauge PVR 250 korti sem ég átti uppi í hillu. En það sama gerist þar, eftir að ég er búinn að skanna inn stöðvar og ætla að kíkja á eina smellfrýs tölvan gersamlega.
Þetta virðist eitthvað tengt display dæminu, hefur einhver hugmyndir um hvernig hægt sé að leysa þetta ?
Ég er alvarlega að pæla í að henda þessu skjákorti orðið, þetta er náttúrelga bara rugl.
kv/
Sent: Lau 23. Des 2006 03:40
af viggib
Ertu búinn að prófa aðra rauf, (pc) þetta virkar eins og conflict á milli korta.
Sent: Lau 23. Des 2006 16:28
af arro
Ég var búinn að prófa að færa bæði Hauppauge á milli PCI slottanna. Það breytti engu.
Allavega er ég búinn að skila Skjákortinu og notast bara við innbyggða ATI dæmið núna. Því miður er það bara VGA þannig að ég þarf að skoða þetta betur eftir jól.
Takk allavega fyrir pointerana.