Síða 1 af 1
8800 GTX vandamál
Sent: Sun 10. Des 2006 18:20
af hakkarin
Ég keypti GF 8800 GTX og lét setja það upp fyrir mig. Fyrsta daginn virkaði það fínt en núna hrynur öll tölvan ef ég reyni að keyra enhvern leik. Ég notaði system restore til að fara einn dag aftur í tíman og það virkaði en daginn eftir þá kom vandamálið upp aftur og þetta sinn þá virkaði ekki að nota system restore. Er búinn að nota disk defragmenter en það hafði heldur enginn áhrif. Hefur enhver lent í svipuðum vandamálum? Endilega þeir sem vita ehvað að hjálpa.

Sent: Sun 10. Des 2006 18:42
af sveik
Gæti verið að þú sért ekki með nógu stóran aflgafan? Hvað ertu með stóran?
Sent: Sun 10. Des 2006 19:08
af Alcatraz
Lýstu því aðeins hvernig hún hrinu í leikjum. Aflgjafinn gæti vel verið málið, eða einfaldlega eitthvað tengt kortinu?
Sent: Sun 10. Des 2006 19:29
af hakkarin
Ég veit það ekki. Ég keypti tölvuna fyrir svona 1 1/2 ári. Það einna sem gaurinn í verslunini sagði að ég þyrfti að bæta við var vifta svo að kortið myndi ekki ofhitna og ég gerði það. Oftast kemst ég inn í leikina og get spilað þá í smástund en svo bara frýs leikurinn og öll tölvan. Fæ stundum skilaboð
Your computer has just recoverd from a serios error. Fékk líka 2 bláan skjá
þar sem mér var sagt að það hefði verið slökt á widowsinu til að hindra skemdir á tölvuni. Tölvan stakk meðal annars að ég slökkti eða skipti út vélbúnaði eða ehvað þegar ég fékk blá skjáin.
Sent: Sun 10. Des 2006 19:31
af Alcatraz
En hversu stór er aflgjafinn þinn?
Sent: Sun 10. Des 2006 19:36
af hakkarin
Ég veit ekki hversu stór aflgjafin er en ef hann væri of líttill þá held ég að gaurinn sem setti þetta allt upp hefði vitað það þar sem að hann tók til í tölvuni og svona.
Sent: Sun 10. Des 2006 20:49
af Mumminn
mjög líklega aflgjafinn, hef lennt í mjög svipuðu
Sent: Sun 10. Des 2006 20:57
af Alcatraz
Ég hef reynslu af tveimur "frjós-í-leikjum" vandamálum. Eitt vandamálið var skjákortið, gat ekki keyrt það á fullu án þess að frjósa, en hitt var aflgjafinn. Annað hvort "laggaði" allt og skrítið hljóð kom frá aflgjafanum eða tölvan fraus.
Sent: Sun 10. Des 2006 22:51
af hakkarin
aflgjafin minn er spartpower 2.0 500 wat ég held að það sé alveg nóg.
Sent: Sun 10. Des 2006 23:40
af Yank
"frjósa í leikjum" er oftast driver vandamál. Hvaða skjákorts driver ertu að nota?
Sent: Mán 11. Des 2006 16:33
af hakkarin
leikirnir frjósa ekkert bara það að öll tölvan hrynur.Ég veit ekki hvaða drif ég er með.
Sent: Mán 11. Des 2006 17:36
af Tjobbi
ábyggilega aflgjafinn. er ekki mælt með 410w eða stærri fyrir kortið?
ef hann er með minni en það þá er þetta ekkert skritið.
Getur prufað að checka inni tölvuna og lesa utan á aflgjafann, stendur oftast watta stærðin þar

Sent: Þri 12. Des 2006 02:15
af kristjanm
Þetta hljómar eins og skjákortið sé að ofhitna.
Prófaðu að opna tölvukassann á meðan tölvan er í gangi og athugaðu hvort að viftan á kortinu snýst.
Sent: Þri 12. Des 2006 21:43
af hakkarin
Bingo!!! Skjákortið ofhitnaði. Gaurarnir frá tölvuvirkni (fékk skjákortið þar) sögðu að það væri ekki nóg og góður kælibúnaður í tölvuni. Ég er frekar bitur
yfir því að gaurinn sagði mér ekki frá þessu þegar ég keypti kortið en ég spurði hvort að tölvan réði ekki öruglega við kortið. Hefði þetta haldið áfram hefði kortið eyðilagst sagði hann en hann segir að kortið sé í lagi núna, ég vona bara að það hafi ekki skemmst

Sent: Fim 14. Des 2006 02:49
af fallen
gafstu þeim ítarlega útskýringu á kælilausnum í kassanum þínum ?
ef ekki, hvernig áttu þeir þá að vita að kortið myndi hitna í kassanum _þínum_ ?
eitt að spurja hvort tölvan höndli það og annað að ræða um hvaða viftur blása inn og út
Sent: Fim 14. Des 2006 08:35
af ÓmarSmith
fyrir utan það , að ef Skjákortið er að soðna í vélinni hjá þér vegna hita ( þá kælir það mjöööög illa )
OG þá er mikil hætta á því að restin í kassanum þínum sé að grillast líka. HD mega t.d ekki vera mikið yfir 50° lengi því þá geta tapast gögn og diskarnir hreinlega hrunið.