Síða 1 af 1

Firewire vesen

Sent: Fim 07. Des 2006 18:22
af Meso
Málið er að ég er með Sony Vaio lappa sem er eingöngu með 4 pinna firewire
en ég er með hljóðkort sem notar 6 pinna firewire (verður að vera 6 pinna
því það dregur straum í gegnum firewire).

Ég keypti mér Trust PCMCIA 6 pin firewire kort, en það sendir ekki straum
þrátt fyrir að vera með 6 pinna tengi. Ég hef notað þetta með heimilisvélinni
minni sem er með PCI firewire kort og virkar það fínt.

Þannig að mín spurnig er þessi:
Eru PCMCIA firewire kortin yfir höfuð ekki með straum þrátt fyrir að vera
6 pinna eða var kortið sem ég keypti bara drasl?

Sent: Fim 07. Des 2006 19:08
af Voffinn
Ég held bara að málið sé bara að straumurinn sem er á PCMCIA sé takmarkaður, þ.e.a.s. að þú getir bara ekki fengið jafn mikinn straum útúr PCMCIA tenginu og þú myndir fá úr 6 pinna firewire tengi.

(Ég er samt ekki alveg 100% á þessu - nenni ekki að fletta upp hvað þú átt að geta fengið mikinn straum úr PCMCIA, ég held samt að það sé eitthvað sáralítið.)