Síða 1 af 1

KVM Switch spurningar

Sent: Þri 07. Nóv 2006 19:56
af ManiO
Er svona að pæla í að fá mér KVM Switch en er ekki alveg nógu fróður um þá.

Er nauðsynlegt að nota skjátengið á þeim? Eða get ég notað DVI tengið og svo VGA tengið á skjánum mínum og skipt sjálfur á honum?

Er eitthvað vit í þessum Intellinet "switchum" hjá tölvulistanum?

Hvernig er ef maður er með USB mús eða bæði með USB mús og lyklaborð?

Er eitthvað annað sem þarf að hafa í huga?

Mun sennilega ekki nota fyrir fleiri en 2 tölvur, en kannski skaðar ekki að hafa 4 port ef verðið er ásættanlegt.

Sent: Mið 08. Nóv 2006 13:26
af ManiO
Enginn sem er til í að fræða mig?

Sent: Mið 08. Nóv 2006 13:50
af Pandemic
Ég er sjálfur með IoGear miniview switch það virkar alveg að sleppa því að tengja skjáinn.
Sjálfur get ég ekki notað hann vegna þess að hann hermir bara eftir lyklaborðinu s.s switchar ekki raunverulega lyklaborðinu á milli sem gerir G15 borðið mitt frekar glatað(allir media takkar ónothæfir).
Já hann er með 2 USB port fyrir bæði lyklaborð og mús s.s eitt USB sem tengist í tölvurnar sjálfar og 2 input sem músin og lyklaborðið fara í.
Hann er líka með audio port sem virðist minnka gæðin allsvakalega að mínu mati.

Veit ekkert um þessa Intellinet switcha en þeir virðast vera allt í lagi.

Sent: Fim 16. Nóv 2006 14:38
af ManiO
Hmm, fann forrit, Synergy sem hljómar afskaplega vel. Eini gallinn er að maður þarf að hafa kveikt á báðum vélum.

Sent: Fim 16. Nóv 2006 18:19
af Snorrmund
4x0n skrifaði:Hmm, fann forrit, Synergy sem hljómar afskaplega vel. Eini gallinn er að maður þarf að hafa kveikt á báðum vélum.
Synergi er samt ótrúlega einfalt og otrúlega þægilegt! var akkurat að setja það upp fyrir svona 5 min á tveimur vélum hjá mér

Sent: Fös 05. Jan 2007 00:54
af Harvest
Hvar er þetta forrit að finna og hvað er svona gott við það?

Googlaði það og ég var ekki að fá hressandi niðurstöður.

Sent: Fös 05. Jan 2007 01:01
af ManiO
http://sourceforge.net/projects/synergy2/

T.d. ef þú ert með HTPC í stofunni tengda við þráðlausan router og ferðatölvu geturu notað lyklaborðið og músina á ferðatölvunni fyrir HTPC, en getur þó haft sitthvort stýrikerfið, t.d. OSX á ferðatölvunni og XP á HTPC. Þægilegra heldur en remote desktop. Getur líka kóperað texta á einni tölvunni og peistað á hinni :8)

Sent: Fös 05. Jan 2007 01:03
af Harvest
Þakka þér :)

Sent: Fös 05. Jan 2007 01:10
af ManiO
Harvest skrifaði:Þakka þér :)


Það var nú lítið. :D