Síða 1 af 1

Vinnsluminni

Sent: Mán 16. Okt 2006 07:44
af gunnargolf
Ég var að hugsa um að bæta við vinnsluminnið í tölvunni minni en veit ekki hvað ég má kaupa. Ég er með K8N neo nForce 4 móðurborð fyrir AMD 939: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 8854db9641
Og ég er með 2*512mb corsair xms: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 6f13261681

Hvernig minni má ég kaupa? Verður það að vera alveg eis og hitt eða þarf það bara að ver sami hraði eða hvað?

Sent: Mán 16. Okt 2006 11:49
af wICE_man
Þarf helst að vera jafn hraðvirkt en það þarf ekkert að vera sama tegund eða neitt svoleiðis, gætir alveg keyrt t.d. þessi með:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=22

En þau eru reyndar aðeins hraðari (þéttari timings) svo þú þyrftir að hafa þau í aftari minnisraufunum, þ.e. hægari minnin þurfa að vera í aðal minnisraufunum til að þau stýri ferðinni.

DAnke

Sent: Mán 16. Okt 2006 14:37
af gunnargolf
Flott, þetta var allt sem ég vildi vita. En hversu miklu máli skiptir það hvort maður er með 2 af þessum gæða XMS minnum og svo einhver drasl minni t.d. http://computer.is/vorur/5825

Sent: Mán 16. Okt 2006 15:45
af Yank
Það er best að allir 4 kubbarnir séu nákvæmlega eins.
Það er best að að ef þú vilt ná 2Gb þá hafa það 2x1Gb kubba.

Annars áttu á hættu að geta ekkir keyrt á T1.

??

Sent: Mán 16. Okt 2006 17:47
af gunnargolf
En er ekki annars alveg í lagi að hafa 2*512mb + 2*1gb = 3gb ef öll minnin eru eins?

Re: ??

Sent: Mán 16. Okt 2006 17:58
af gnarr
gunnargolf skrifaði:En er ekki annars alveg í lagi að hafa 2*512mb + 2*1gb = 3gb ef öll minnin eru eins?


hvernig geta öll minnin verið eins ef þau eru mismunandi að stærð?

Sent: Mán 16. Okt 2006 18:26
af HemmiR
ég held að hann sé að meina ef t.d þetta er 2x 512mb 400mhz corsair xms cl 2.0 og svo 2x 1gb 400mhz corsair xms cl 2.0 :wink:

Sent: Mán 16. Okt 2006 18:53
af ManiO
Yank skrifaði:Það er best að allir 4 kubbarnir séu nákvæmlega eins.
Það er best að að ef þú vilt ná 2Gb þá hafa það 2x1Gb kubba.

Annars áttu á hættu að geta ekkir keyrt á T1.


Er það ekki þannig að ef maður er með fleiri en 1 sett af dual channel kitti þá getur maður ekki verið með T1?

Sent: Mán 16. Okt 2006 19:19
af gunnargolf
4x0n skrifaði:
Yank skrifaði:Það er best að allir 4 kubbarnir séu nákvæmlega eins.
Það er best að að ef þú vilt ná 2Gb þá hafa það 2x1Gb kubba.

Annars áttu á hættu að geta ekkir keyrt á T1.


Er það ekki þannig að ef maður er með fleiri en 1 sett af dual channel kitti þá getur maður ekki verið með T1?


Getur einhver sagt mér hvað í andsk...... T1 er?

Sent: Mán 16. Okt 2006 19:37
af Yank
4x0n skrifaði:
Yank skrifaði:Það er best að allir 4 kubbarnir séu nákvæmlega eins.
Það er best að að ef þú vilt ná 2Gb þá hafa það 2x1Gb kubba.

Annars áttu á hættu að geta ekkir keyrt á T1.


Er það ekki þannig að ef maður er með fleiri en 1 sett af dual channel kitti þá getur maður ekki verið með T1?


Jú AMD64 eru þekktir fyrir það.

T1

Sent: Mán 16. Okt 2006 20:38
af gunnargolf
Virkar þetta T1, hvað sem það nú er, ef maður er með 2*512mb Corsair XMS og svo t.d. tvær 512 mb ddr 400mhz Kingston einingar

p.s, vill einhver segja mér hvað T1 er

Sent: Mán 16. Okt 2006 20:59
af gnarr
Það er reyndar 1T en ekki T1. Það virkar á einhvejrum borðum með einhverjum ákveðnum bios útgáfum að keyra tvö pör í dualchannel á 1T. Annars er sáralítill raun-munur á 1T og 2T.