Síða 1 af 1

Er rapsody spilarinn góður?

Sent: Fös 06. Okt 2006 13:55
af nessinn
Var að spá í að fá mér svona rapsody spilara í bílinn og kaupa skjá.. er hann eitthvað góður?

Linkur á task.is


Langar svo að hafa skjá til að horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.. þó aðallega með tónlist.

Var að spá hvort interface-ið er gott til að skoða lög og svona, annars var ég að spá líka í að kaupa bara ódýrt móðurborð og örgjörva og soleiðis dót og integrate-a það bara við bílinn :P

Sent: Fös 13. Okt 2006 08:56
af ÓmarSmith
Þetta er SNILLDAR græja

ég nota þetta asnalega mikið fyrir bíómyndir og music.

eina sem hefur böggað mig er að hann á að spila HD myndir en það hefur ekki virkað so far.

Sent: Fim 19. Okt 2006 13:24
af GTi
Ég er mjög ánægður með minn RapSody sem að ég keypti hjá Task.is
Get nú ekki borið hann saman við aðra sjónvarpsflakkara.

En með þessum fylgir fjarstýring sem er mjög þægilegt þegar hann t.d. frýs, sem gerist stundum.
En það er eini gallinn sem ég hef séð við hann.
Hef samt heyrt að AviX spilarinn frjósi meira en hann og það sé ekki fjarstýring með honum sem er hægt að nota til að restarta.

En já, minn frýs stundum. En þá aðalega þegar ég er að horfa á þætti.
Kemur bara hljóð og black screen. Á milli 5-15 sekúndu frýs hann.
Virkar oft að spóla fram á 20 sekúndu.
Held að þetta sé bara útaf göllum í skránni.
En stundum, samt mjög sjaldan, ef ég spóla hratt og langt fram í myndini á hann til að frjósa. (samt yfirleitt sömu myndirnar, sumar virka alltaf í svona hraðspóli)

Hef ekki nennt að búa til þráð um þetta, en hefur einhver annar lent í þessu?

Sent: Fim 19. Okt 2006 14:12
af ÓmarSmith
Niebb.. hann frýs ekki. En ég hef lennt oft í því að hljóð syncar ekki alveg við myndina. Hvort það tengist því eitthvað að ég nota Component fyrir mynd og vengjulegt rca-audio en ekki optical audio möguleika.

Heimabíoið mitt bara hefur ekki optical tengi því miður.

Sent: Fim 19. Okt 2006 16:12
af GTi
Já, ég hef einnig lent í því að hljóðið Syncar ekki.
Steingleymdi því áðan þegar ég skrifaði þennan póst.
Það eru "Sync" takkar á fjarstýringuni. Ég hef bara ekki hugmynd um hvernig á að nota þá. Hef allavega ekki tekið eftir neinum mun þegar ég er að reyna notast við þá.
En oft virkar fyrir mig að smella á "OK" til að jafna hljóðið.


En veistu hvort að það sé hægt að hafa fleiri en einn disk tengdan í þetta.
Fór að pæla í því þegar ég ýtti á "Back" þar til það var ekki hægt meira.
Þar stóð: "HDD1". Ætli það sé hægt að tengja annan flakkara í gegnum USB/FireWire til að ná honum þarna inn eða e-ð? (kannski heimskuleg spurning)
http://www.dacostech.co.kr/eng/img/prod ... rsh100.gif

USB OTG Backup?

Veistu hvað það er?

Sent: Lau 23. Des 2006 14:01
af Sidious
Maður er ekkert að eyða í RSH-300 er ekki 100 alveg að gera sig? Eða er einher annar sem maður ætti frekar að spandera í?

Sent: Mið 03. Jan 2007 08:52
af ÓmarSmith
Mediagate hljómar vel, en hann er svipaður og RS300.

Gott að geta nettengt græjuna. þá þarf maður aldrei að færa hann og tengja með usb.


ég þoli ekki samt þegar soundið syncar ekki .

Sent: Fim 04. Jan 2007 00:22
af ÓmarSmith
Minn er til sölu ef þið hafið áhuga.