Síða 1 af 1
X1900XT og Kæling
Sent: Mið 04. Okt 2006 11:11
af ÓmarSmith
Sælir.
Þeir sem eru með svona kort, hvaða kælingu hafið þið notað og hvernig hefur það komið út ?
Soldið hávært kort þegar það er í blússandi vinnslu en annars er það nokkuð save.
Spurning líka með hvað það er hægt að klukka það með annari en stock kælingu.
endilega látið ykkar ljós skína.
Sent: Mið 25. Okt 2006 14:44
af ÓmarSmith
Beeríng-Öpp-Mæ-Póst
Og það hlítur e-r að vera með nýlegt HighEnd ATI kort og bætta kælingu.
Sent: Mið 25. Okt 2006 16:14
af stjanij
ómar hvenær ætlarðu að fara yfir í vatnskælingu

endar þetta ekki þannig?
Sent: Mið 25. Okt 2006 16:15
af corflame
Er með x1950xtx með stock kælingu, er að keyra á ~69°C í idle og fer upp í svona 78°C undir load (eftir að ég lagaði loftflæði í kassanum).
Hávaði er slatti þegar það fer að hitna, en samt alveg ásættanlegur, tek t.d. aldrei eftir þessu þegar ég er kominn í leikinn sjálfann. Get alveg fullyrt það að þetta er besta skjákort sem ég hef nokkurn tíman átt (duh!).
Drulluflott grafík, góður hraði í þeim leikjum sem ég spila og NÚLL vesen eins og var alltaf með Nvidia skjákort hjá mér. Þetta bara virkar.
En ertu búinn að kíkja á þessar artic cooling kælingar?
http://www.arctic-cooling.com/vga2.php?idx=90
nú, eða Zalman?
http://www.zalman.co.kr/eng/product/code_list.asp?code=013
Sent: Mið 25. Okt 2006 16:23
af Runar
Ég er með X1900XT kort og er að nota Zalman VF900 skjákortskælingu á það, er með það á lægasta snúningi til að heyra alls ekkert í viftunni og það fer upp í svona 65°c í fullri vinnslu.. en þá get ég náttúrlega hækkað hraðann á viftunni og lækkað ennþá meira.
Sent: Mið 25. Okt 2006 16:41
af ManiO
stjanij skrifaði:ómar hvenær ætlarðu að fara yfir í vatnskælingu

endar þetta ekki þannig?
Hvað er vatnskæling fyrir skjákort að kosta hérlendis? Með þeim möguleika að bæta öðru korti inn.
Sent: Mið 25. Okt 2006 22:16
af stjanij
er ekki viss, ég fæ allt frá USA

Sent: Fim 26. Okt 2006 11:16
af ÓmarSmith
Kkortið mitt er ekki að hitna mikið. Held að það fari í mest 70 í botn vinnslu ef það nær því.
Það heyrist bara alveg Djöfullega hátt í því þegar maður er spilandi BF2 í lengri tíma.
Skoða Zalmann kælingu eða Artic Colling. Það er reyndar betri kæling held ég þar semað hún sogar loftið frá kortinu líka og losar það úr kassanum