Síða 1 af 1

LCD skjár og sjónvarpskort

Sent: Fim 28. Sep 2006 20:14
af dabbi2000
sælir,
getið þið gefið mér nokkur góð ráð... Ég er búinn að vera með litla Shuttle vél tengda við sjónvarpið sl. 2 ár og þetta er algjörlega framtíðin. Nú langar mig að stækka sjónvarpið og stefni á góða LCD græju. Svo var verið að benda mér á að ef ég kaupi LCD skjá fái ég mun ódýrari vöru hlutfallslega vegna lægri tolla á "tölvuskjái". Ef ég svo set utanáliggjandi sjónvarpskort við Shuttle vélina (minna interference; betri gæði) er ég þá ekki kominn með klassagott sjónvarp?

Hvernig er með þessar nýju útsendingar í gegnum ADSL - mun ég ekki alveg eins geta notað LCD skjá í slíkt?

Veit annars einhver muninn á tollinum??

Sent: Fös 29. Sep 2006 10:22
af wICE_man
Tollar og gjöld á sjónvörp eru ef ég man rétt um 36% ofan á virðisaukan.

Tölvuskjáir eru aftur með miklu hærri upplausn og því dýrari fyrir vikið, 24 tommu skjár er þannig í kringum 100.000kr.

Sent: Fös 29. Sep 2006 11:10
af ÓmarSmith
Ef þú ert með TV tuner á Tölvuskjánum jú.

En annars fatta ég ekki hvernig þú ætlar að tengja ADSL myndefni í gegnum Tölvuskjá.

Þetta samanstendur af :

Router --TV lykill --- Sjónvarp

og þetta tengist með scart tengi only.

ÉG hef ekki enn séð Scart tengi á Tölvuskjám þannig að.


En myndgæðin engu að síður á ADSL TV er alveg fáránlega góð. Hef aldrei séð annað eins.

Sent: Fös 29. Sep 2006 23:06
af hagur
Ef þú kaupir LCD skjá sem er með fleiri input möguleikum, t.d S-video, þá er lítið mál að fá SCART -> S-Video snúru til að tengja úr sjónvarpsmóttakara/afruglara yfir í skjáinn.

Það er rétt að tölvuskjáir eru ódýrari en sjónvörp í sömu stærð, en þú vilt varla fara í minna sjónvarp en 27" til 32"? Þú færð ekki svoleiðis LCD tölvuskjá undir 150-200 þús. Þá ertu jafnvel betur settur bara með LCD sjónvarp.