Síða 1 af 1

USB2.0 Flakkari með; SATA vs. IDE

Sent: Fös 22. Sep 2006 23:15
af GTi
Ef að ég er með tvo eins flakkara að öllu leyti nema að einn þeirra er fyrir IDE hdd en hinn er fyrir SATA.
Diskarnir væru báðir t.d. 300gb, 7200rpm og með 8mb buffer.

Væri einhver munur á flutningi á milli tölvunar og flakkarans?
Er flöskuhálsinn á milli tölvu og disks, USB2 drifið eða liggur munur á vinnslunni á diskunum?

USB 2.0 er gefið upp í 480 Mbps en mig minnir að ég hafi séð á einhverri síðu einhverntíman að flutningshraði inná disk væri 300Mbps, leiðréttið mig ef það er ekki rétt.

Sent: Fös 22. Sep 2006 23:32
af Ripper
flöskuhálsinn er USB tengið þannig að þú græðir lítið á að hafa SATA disk í flakkaranum.

USB2 er gefið upp allt að 480Mbit/s á meðan SATA2 er 300MB/s sem er ca 6 sinnum hraðvirkara.

ps. það er fínt að nota http://www.wikipedia.org til að virka gáfaður :wink:

Sent: Lau 23. Sep 2006 00:07
af GTi
Ég var nú búinn að google'a hraðann á USB2.0 og FireWire.
Svo fór ég að leita að síðu sem ég rakst á um daginn þar sem voru góðir specs um hdd.
Fattaði bara ekki að google'a eftir SATA/IDE speed.

Hélt það væri kannski misjafnt eftir diskum.