TiVo


Höfundur
arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Reputation: 0
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

TiVo

Pósturaf arro » Þri 19. Sep 2006 01:24

Sælir,

ég reddaði mér amerísku TiVo boxi (ver. 1) og er búinn að installa á það hökkuðum hugbúnaði fyrir PAL, ég er kominn með dagskránna fyrir flestar stöðvarnar sem eru á Breiðbandinu inn þannig að ég get valið að taka alltaf upp ákveðna þætti osfrv.

Hinsvegar er eina vandamálið sem ég hef ekki náð að leysa að IR blasta þennan Handan (Zenega) afruglara þannig að hann skipti um stöð þegar við á. Veit einhver hver besta leiðin er til að fá InfraRed kóðann sem fjarstýringin sendir frá sér ?

Mér skilst að einhverjar handtölvur sem hægt er að nota sem universal fjarstýringu geti lesið og lært IR kóða og hægt sé að sjá stillingarskránna á handtölvunni. Þekkir einhver hér til þessar mála ?

Einnig ef einhverjir sem eru að nota MythTV hafi náð að blasta Breiðbandsboxið. MytTV kóði ætti að virka fyrir TiVo.

kv / Arro