Síða 1 af 1
					
				Tvix & Seagate...hjálp
				Sent: Mið 13. Sep 2006 12:30
				af nafn31
				Góðan daginn...
málið er að ég keypti mér þetta tvennt hérna:
http://www.computer.is/vorur/5998 og
Seagate Barracuda 7200.10 400 gb nr. ST3400620A
en ég get ekki fengið þetta til að virka saman 
 
Þetta virkar í sitthvoru lagi þ.e.a.s. ég get notað gömlu wd diskana mína í tvix boxið og barracuda diskinn beint í tölvuna.
Computer.is segir að þetta eigi að virka fínt saman en hvað er ég þá að gera vitlaust??
Búinn að gera partition og format og jumper á réttum stað.. en ekkert skeður!!
Endilega skjótið á mig hugmyndum.. allt vel þegið..
 
			
					
				
				Sent: Mið 13. Sep 2006 15:15
				af gnarr
				prófaðu að setja jumperinn á aðra staði og að sleppa honum alveg.
			 
			
					
				
				Sent: Mið 13. Sep 2006 17:39
				af nafn31
				Prófaði það, breytir engu.. það að diskurinn er Ultra ATA, breytir það einhverju?
			 
			
					
				
				Sent: Mið 13. Sep 2006 17:57
				af urban
				margir af þessum spilurum stiðja bara ákveðið stóra diska.
það gæti verið að það sé vandamálið
			 
			
					
				
				Sent: Mið 13. Sep 2006 18:02
				af Blackened
				Já.. er ekki hægt að updeita Firmware í svona græjum? það gæti svosem kannski gert trikkið
			 
			
					
				
				Sent: Fim 14. Sep 2006 09:18
				af stjanij
				ef ekkert gengur, farðu til computer.is og láttu þá sýna þér að þetta virki saman, oft er manni selt dót sem er erfitt að tengja og virka.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 16. Sep 2006 16:33
				af Runar
				Hef séð svona box virka með 500 GB disk.. en það gæti verið samhæfnisvandamál bara.. getur gerst.. mæli einfaldlega með að fara með þetta í verslunina og láta þá henda þessu saman til öryggis og ef þetta er samhæfnismál.. fá þá mögulega aðra tegund af disk.. hef alveg heyrt um mörg venjuleg tengibox að þau hafa t.d. verið að virka illa með Western Digital.. sum virka illa með Seagate.. bara mjög misjafnt..
			 
			
					
				
				Sent: Þri 26. Sep 2006 16:21
				af nafn31
				jæja þetta er komið á hreint. Ég sendi þeim mail og þeir sögðu að þetta ætti alveg að virka, þeir hefðu ekki lent í neinu veseni með þetta.
Var ekki alveg sáttur og fór með þetta til þeirra... daginn eftir kemur upp úr kafinu að boxið virkar bara ekkert með segate diskum sem eru 400gb eða meira. 
Get ekki kvartað yfir þjónustunni, nema svarinu sem ég fékk úr mailinu.. hefði haldið að þeir myndu tékka á hvort þetta virkaði saman ekki bara skjóta út í loftið og giska.
Þakka hjálpina frá ykkur samt 

 
			
					
				Hæ
				Sent: Þri 18. Des 2007 17:41
				af RobertQrn
				ertu að segja mér að þessi hýsing virki ekki með 
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 959b324d29 þessum disk..

 var að kaupa mér svona og lét bróðir minn kaupa þetta fyrir mug  og virkar hýsingin ekki með diskum sem eru stærri en 400gb :O:O 

 
			
					
				
				Sent: Fim 20. Des 2007 13:07
				af start
				Þetta box virkar fínt með Seagate 7200.10 500GB IDE, búinn að setja mörg saman..
			 
			
					
				Hæ
				Sent: Fim 20. Des 2007 23:02
				af RobertQrn
				er flókið að setja þetta saman en já ég er svolítill nýliði en er ekki enþá búinn að fá þetta hvernig begir maður þetta rétt svo þetta passi ég er ekki búinn að prufa geturu útskýrt aðeins fyrir ungling sem veit ekki neitt um þetta..

 plz man
Kv. RobertQrn
 
			
					
				
				Sent: Fös 21. Des 2007 00:29
				af zedro
				Láttu þá bara skella disknum í fyrir þig hjá versluninni sem þú kaupir flakkarann. Ættu að gera það ókeypis. Minnsta mál í heimi (ef þú veist hvað þú ert að gera).
			 
			
					
				
				Sent: Fös 21. Des 2007 22:26
				af RobertQrn
				ég er nefnilega búinn að kaupa þetta og bróðir minn nær ekki að skreppa upp í kópavog með þetta til að skella þessu inn fyrir jól og mig langar svo að fá þetta þá en ég held ég reddi þessu annars fer ég með þetta niður í tölvulistann hér á ak og læt þá setja þetta í fyrir mig eða frændur mína..

 
			
					
				Ég hér í gömlu umræðuefni
				Sent: Sun 23. Des 2007 23:28
				af RobertQrn
				Þetta er frekar gamalt en ég ætla að láta alla vita sem fá sér svona diska þetta eru frábærir diskar og virka mjögvel með  500GB, Seagate Barracuda og er ekkert vandamál ..
