Síða 1 af 1

Skrýtið hljóð

Sent: Fim 24. Ágú 2006 14:15
af GTi
Ég er með Seagate Barracoda 300 gb disk.
Í gærkvöldi þegar ég kveikti á flakkaranum, sem diskurinn er í heyrðist eitthvað skrýtið hljóð.
Það heyrast einhver tvö mismunandi hljóð... en samt voða svipuð.
Segjum að hljóðin séu X og Y og eitt S er ein sekúnda.

S S S X S S Y S S S X S S Y S S S X S S Y S S S X S S Y .... o.s.frv.

Þegar diskurinn er ekki tengdur við tölvu. Heldur látinn ganga án þess að tölvan sé tengd við er allt í góðu og ekkert aukahljóð.
En ef að honum er síðan stungið í samband byrjar hljóðið um leið og tölvan fer að reyna lesa.

Hún btw finnur hann ekki. :(

Sent: Fim 24. Ágú 2006 17:12
af Pandemic
er þetta icy box frá tölvulistanum?

Sent: Fim 24. Ágú 2006 21:51
af GTi
Ég er/var með diskinn í þessu boxi.
http://computer.is/vorur/1770

Svo byrjaði snúran sem liggur í spennubreytinn að verða léleg.
Hún hætti að virka öðru hverju, eitthvað sambandsleysi. Svo skipti ég um þessa snúru og kveiki á honum eftir að hann hefur ekki verið notaður í nokkra daga. Þá heyrist þetta hljóð. Ég prófaði það að tengja diskinn við tölvuna, kveiki á henni. Það heyrist að diskurinn byrjar að snúast eðlilega en um leið og ég er kominn inn í Windowsið byrjar þetta hljóð.

Ég veit ekki alveg hvernig þessir diska funcera, en það er eins og nálin sé brotin, ( ef það er nál í svona diskum. :) ).

Gæti svona komið fyrir ef það kemur spennufall t.d.?

Sent: Fös 25. Ágú 2006 11:11
af Mazi!
GTi skrifaði:Ég er/var með diskinn í þessu boxi.
http://computer.is/vorur/1770

Svo byrjaði snúran sem liggur í spennubreytinn að verða léleg.
Hún hætti að virka öðru hverju, eitthvað sambandsleysi. Svo skipti ég um þessa snúru og kveiki á honum eftir að hann hefur ekki verið notaður í nokkra daga. Þá heyrist þetta hljóð. Ég prófaði það að tengja diskinn við tölvuna, kveiki á henni. Það heyrist að diskurinn byrjar að snúast eðlilega en um leið og ég er kominn inn í Windowsið byrjar þetta hljóð.

Ég veit ekki alveg hvernig þessir diska funcera, en það er eins og nálin sé brotin, ( ef það er nál í svona diskum. :) ).

Gæti svona komið fyrir ef það kemur spennufall t.d.?


sennilega ekki spennufall...
hefuru eitthvað misst diskinn í gólfið?

Sent: Fös 25. Ágú 2006 12:42
af GTi
Hann hefur aldrei dottið í gólfið.
Nema einhver leyni mig einhverju... allavega hefur hann ekki dottið eða fengið skell að minni vitund.

Sent: Fös 25. Ágú 2006 14:19
af Pandemic
Það er alþekkt vandamál að vírarnir sem tengjast í rofan eru of grannir og þess vegna hafa diskar spinnað upp og slökkt á sér innan skamms og komið með svona svipað hljóð og þú lýsir.

Sent: Fös 25. Ágú 2006 16:47
af GTi
Þú ert s.s. að segja að flakkarinn hafi skemmst og skemmt út frá sér?

En ef það er það sem þú talar um, er hægt að bjarga disknum?

Sent: Fös 25. Ágú 2006 18:06
af link
GTi held ég viti hvað er að hjá þér ? hefur hann einhverntímann dottið? bara t.d 30cm hæð? minn datt og það heyrðist alltaf nákvæmlega svona hljóð og flakkarinn+hdd var ónýtur

Sent: Fös 25. Ágú 2006 18:22
af GTi
Eins og ég segi þá veit ég allavega ekki til þess að hann hafi dottið í gólfið.

Ég ætla allavega að senda hann í viðgerð og sjá til hvað gerist.

Skóladót og annað sem maður vill helst ekki missa. :(