Síða 1 af 1

Diskurinn dó?

Sent: Mið 23. Ágú 2006 00:41
af Viggeh!
Ég keypti fyrir ekki svo alls fyrir löngu 300 GB SeaGate disk til að skipta út tveimur eldri diskum. Allt gengur vel; Windows smellur inn og ég afrita öll gögnin af þessum tveimur eldri diskum og gengur það eins og í sögu. Rétt eftir að öll gögn hafa millifærst, endurræsir vélin sér.. og heldur áfram að endurræsa sig í einhverju rugli og hefur mér ekki tekist síðan að komast inná diskinn. Ég hef reynt að setja diskinn í flakkara og aðrar vélar en ekkert gerist.

Það væri gríðarlega vel þegið ef einhver hérna gæti leiðbeint mér hvað ég geti gert í þessari aðstöðu. Ég hef fengið nýjan disk, en þessi fer ekkert á meðan.

Með kveðju,

Sent: Mið 23. Ágú 2006 01:35
af Viggeh!
Vona að þetta séu góðar fréttir en ég setti diskinn í flakkara og tengdi hann við Makka og nær vélin að finna stærð disksins en segir eitthvað að honum. Vona að einhver hérna geti sagt mér hvort það sé góður hlutur eða hvað :roll: