Síða 1 af 1

Tölva Frýs, Ekki Software Tengt

Sent: Fim 10. Ágú 2006 21:33
af Arkidas
Fjölskyldu vélin frýs annaðhvort í startup eða stuttu eftir það. Temperatures eru í lagi, mætti jafnvel yfir klukka. Var að hreinsa örgjörva viftuna, Virðist ekki hafa hjálpað. Öll óþarfa kort og annar vélbúnaður er ekki tengdur við power supply. Ég formataði einu sinni útaf þessu en það virtist ekki hafa áhrif heldur. Ég reyni að koma upp DxDiag af tölvunni í kvöld en það er frekar mikið vesen að starta henn isvo að það verður að bíða.

Sent: Fim 10. Ágú 2006 21:41
af notendanafn
Ætli þetta sé ekki bara móðurborðið sem er að stríða þér.

Sent: Fim 10. Ágú 2006 21:42
af Arkidas
Er eitthvað hægt að gera í því?

Sent: Fim 10. Ágú 2006 21:45
af Yank
Ertu búinn að keyra memtest á minnið?

Sent: Fim 10. Ágú 2006 21:47
af Arkidas
Ég veit ekki hvernig ég gert get það. Það væri gott ef þú gætir gefið mér leiðbeiningar um hvernig ég get gert það, ég ætti að geta skilið þær :)


EDIT: Prófaði MemTest upp í 200%, engar villur. Hér er DXDiag.