Síða 1 af 1

Upplýst Lyklaborð?

Sent: Fim 03. Ágú 2006 12:40
af ErectuZ
Undanfarið hef ég verið að leita að lyklaborði með upplýstum tökkum, þeas. lyklum með einskonar "backlight" sem gerir lyklana sjáanlega í myrkri. Ég hef aðeins fundið eitt þangað til núna (Þetta hér), en ég er ekki alveg að sætta mig við það því að mér sýnist það ekki vera með íslenskum stöfum. Hins vegar hef ég heyrt að íslenskir límmiðar fylgja, en ég er ekki viss um hvort að þeir hindra ljósið í að fara í gegnum lyklana.

Getur einhver bent mér á gott lyklaborð með upplýstum lyklum og íslenskum stöfum?

Sent: Fim 03. Ágú 2006 13:05
af Fumbler
Að vísu er ekki farið að selja þetta lyklaborð en.
http://www.artlebedev.com/portfolio/optimus/
En það er upplýst og getur verið með íslenskum stöfum :P

Sent: Fim 03. Ágú 2006 13:11
af ErectuZ
Hehe, ég veit nú alveg um þetta lyklaborð en eins og þú bentir á er lítið gagn í að kaupa þetta fyrst það er ekki komið í verslanir ennþá :lol:

Sent: Fim 03. Ágú 2006 14:03
af urban
Fumbler skrifaði:Að vísu er ekki farið að selja þetta lyklaborð en.
http://www.artlebedev.com/portfolio/optimus/
En það er upplýst og getur verið með íslenskum stöfum :P

djöfulli ætla ég að fá mér svona græju þegar að hún kemur á markað

Sent: Fim 03. Ágú 2006 15:19
af goldfinger
Snilldar lyklaborð! :8)

Sent: Fim 03. Ágú 2006 15:23
af beatmaster
Snilld dauðans, pant kaupa mér svona :idea:

Sent: Fös 04. Ágú 2006 16:44
af Mazi!
færð þér auðvitað G15 :P snildar dót!

Sent: Fös 04. Ágú 2006 17:17
af gumol
Ég myndi ekki fá mér lyklaborð með útlendri stafsetningu, ótrúlega óþægilegt að hafa ekki <> takka

Sent: Sun 06. Ágú 2006 23:58
af ICM
Fyrir þá sem ekki vita af því þá er að koma BláTannar lyklaborð með baklýsta takka frá Microsoft fljótlega... Það mun samt kosta mikið enda málmur í því en ekki eitthvað ódýrt gervi úr plasti.