Síða 1 af 1

Pinni brotinn í snúrunni á skjánum mínum.

Sent: Mán 31. Júl 2006 20:21
af nessinn
Ég á 19" venjulegan skjá sem ég lánaði vini mínum en honum tókst að brjóta pinna á snúrunni fyrir skjáinn..

Ég er að fara að kaupa mér Mac Mini (engin skítköst, búið að vera planað leengi), og mig vantar skjá til að setja við tölvuna.

Hvernig getur maður lagað pinnana, er ekki einhver staður sem maður getur farið með hann í viðgerð og látið laga þetta?

takk fyrir fram :wink:

Sent: Mán 31. Júl 2006 21:42
af Fumbler
Þegar ég fékk skjáinn sem ég er með hjá félaga mínum fyrir nokrum árum þá var einn pinnin brotin.*sjá mynd*
en ég ákvað að sjá hvort ég gæti ekki lagað það. Ég notaði miðlungs stórt hefti og kramdi það þannig að það passaði vel í og er búið að virka í nokkur ár svona, *sjá hina myndina*

ps. svo er bara að vera ekkert að taka snúruna alltaf úr sambandi. Gætir þurft að stilla heftinu upp aftur. :shock:

Sent: Þri 01. Ágú 2006 13:20
af ManiO
Góður reddingur Fumbler =D>

Sent: Þri 01. Ágú 2006 15:00
af ÓmarSmith
svona snúra kostar ekki rass ;)

auðveldasta lausnin

Sent: Þri 01. Ágú 2006 15:33
af Fumbler
4x0n skrifaði:Góður reddingur Fumbler
Takk :roll:

ÓmarSmith skrifaði:svona snúra kostar ekki rass ;)
auðveldasta lausnin


Það getur verið satt, en eitthvað verður maður að gera þegar ekki er hægt að taka snúruna úr aftaná skjánum.
Annars hefði maður verslað sér snúru fyrir löngu síðan. :P