Síða 1 af 1

Hjálp með minni

Sent: Mið 28. Jún 2006 19:59
af mannsi
Ég er að pæla í að bæta minni í tölvuna mína en ég er frekar mikill newbie í svona tölvuveseni.

Móðurborðið mitt styður víst þetta
Memory Type 333- and 400-MHz DDR SDRAM

og er með fjórar raufir og í tveimur þeirra eru
DIMM Synchronous SDRAM 256/64 @ 333Mt/s

Nú ætlaði ég að vita hvort einhver vildi vera svo vænn að ráðleggja mér hvað sé best að kaupa.

takktakk

Re: Hjálp með minni

Sent: Mið 28. Jún 2006 20:47
af Stutturdreki
mannsi skrifaði:Nú ætlaði ég að vita hvort einhver vildi vera svo vænn að ráðleggja mér hvað sé best að kaupa.
Define 'best'?

Hvað stefnirðu á að hafa mikið minni í tölvunni?

Það er sennilega 'best' að kaupa par af 512MB 400mhz minni, kannski tvö ef þú stefnir á meira en 1GB í minni. Þá er það 'bara' spurning um hvaða timings þú vilt fá, skiptir þig hugsanlega engu máli.. fer eftir notkun.

Sent: Fim 29. Jún 2006 09:27
af mannsi
ég stefni á að hafa 1-2 gb - er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég tími miklu

er betra að kaupa t.d. tvö 512mb en eitt 1 gb?

er einhver tegund betri en önnur?

get ég haft minnin sem fyrir eru áfram í tölvunni?

takktakk

Sent: Fim 29. Jún 2006 10:35
af Yank
mannsi skrifaði:ég stefni á að hafa 1-2 gb - er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég tími miklu

er betra að kaupa t.d. tvö 512mb en eitt 1 gb?

er einhver tegund betri en önnur?

get ég haft minnin sem fyrir eru áfram í tölvunni?

takktakk


Það fer svolítið eftir því hvaða móðurborð þú ert með. Sum móðurborð geta verið picky á minni.

En almennt má segja að það sé betra að vera með 2x512 = 1 Gb eða 2x1Gb = 2 Gb til þess að fá Dual channel til þess að virka. Einnig eiga sum móðurborð og örgjörvar t.d. 939 socket erfitt með að keyra minni í 4 raufum t.d. 4x512 = 2 Gb á alvöru timings. Þ.e. T1. Þetta skiptir þó ekki öllu máli. Þannig ef þú sleppir ódýrast frá þessu með því að bæta við 2x512 þá skaltu kaupa parað. Best væri að kaupa 2 kubba eins og þú ert með fyrir, það ætti að passa best saman.

Þannig ef þú ert með Dual Channel móðurborð þá er best að kaupa 2 kubba paraða. En ef þú ert single channel (t.d. 754 socket) þá er best að vera bara með 1 kubb.

Og já ein tegund af minni getur verið betri en önnur en almennt er þetta mjög svipað.

Til þess að ráðleggja þér sem best þarftu að gefa betur upp hvaða vélbúnað þú ert með og hvað þú ert mest að nota hann.

Sent: Fim 29. Jún 2006 10:44
af Stutturdreki
mannsi skrifaði:er betra að kaupa t.d. tvö 512mb en eitt 1 gb?
Eh, já. Ef þú ætlar td. að hafa 1GB í tölvunni þá er betra að hafa par af 512MB í Dual Channel heldur en einn 1GB kubb. What is Dual Chanell í boði Google.

mannsi skrifaði:er einhver tegund betri en önnur?
Já og nei. Getur keypt fínasta minni fyrir lítinn pening. Ef þú ert hinsvegar að leita af einhverju súper dúper minni til að yfirklukka þá þarftu að borga. Munurinn í daglegri vinnslu er sára lítill og þú tekur einna helst eftir honum í benchmarks.

mannsi skrifaði:get ég haft minnin sem fyrir eru áfram í tölvunni?
Mæli ekki með því ef þú ætlar að fá þér nýtt minni á annað borð og ef þú ætlar að fara í 2GB þá er hvort eð er ekki pláss fyrir gamla. Ef þú notar gamla minnið áfram og fengir þér 400mhz minni í til viðbótar myndi nýja minnið bara keyra á 333mhz þar sem minni keyrir alltaf á hæsta sameiginlega hraða. Þú myndir þá bæði tapa hraða aukningunni og möguleikanum á Dual Channel.