Síða 1 af 1

Stafrænar myndaélar, hvar?

Sent: Mið 28. Jún 2006 09:51
af dabbi2000
sælt veri fólkið
hverjir selja *góðar* (er að tala um t.d. Canon Rebel o.þ.h.) myndavélar hér á Íslandi á betra verði en Hans Petersen (tilboðsvélar hjá þeim eru 2x dýrari en í USA!) ?

Sent: Mið 28. Jún 2006 14:09
af Cary
Canon EOS á 80 þús hingað komna á ebay. Ekkert vit í að kaupa þetta hér.

Sent: Mið 28. Jún 2006 14:43
af audiophile
Canon EOS 350D (Rebel XT) kostar 89.995kr í Elko sem er ódýrasti staðurinn til að kaupa hana hérna eins og er. Hún kostaði 79.995 fyrir ekki löngu síðan en Canon vélar hafa hækkað undanfarið í verði hér á landi.

Og jú, það er sko mikið vit að kaupa þetta hér því þú færð ekki ábyrgð ef þú kaupir þetta erlendis og ábyrgð er sko mjög gott að hafa því svona vélar geta bilað auðveldlega og það kostar slatta að gera við þetta. (Eigin reynsla)

En ef þér er nett sama um 2ja ára ábyrgðina og tekur áhættuna á að ekkert komi fyrir vélina og að það sé enginn framleiðslugalli á þeirri vél sem þú fengir að utan, þá ekki hika við það.

Sent: Mið 28. Jún 2006 14:46
af dabbi2000
ég kaupi hana í gegnum rekstur svo það er mínus VSK og kostnaður líka. Þetta með ábyrgðina er mjög mikilvægt finnst mér og ef hún er ekki nema 90þ í Elko þá held ég það sé alveg málið. Ég hélt reyndar það væri international ábyrgð frá flestum stærri fyrirtækjum í dag?

Sent: Mið 28. Jún 2006 14:48
af Gestir
Hvernig ætlaðir þú ananrs að fá vsk til baka ef þú kaupir þetta að utan.??

Hvernig virkar það .. Er það ekki eitthvað bögg að versla á Ebay og borga svo VSK sérstaklega .. og láta svo draga hann af. ??

Sent: Mið 28. Jún 2006 15:40
af Amything
Maður hefur séð marga mæla á móti því að kaupa svona vélar á Ebay eða sambærilegu.

Ég keypti mína 350d (rebel) í gegnum http://www.adroma.com sem margir íslendingar hafa notað. Enn fleiri hafa síðan notað http://www.bhphotovideo.com.

Fyrir peningin sem þú sparar geturðu sent þessa vél til USA og baka nokkrum sinnum ef eitthvað bilar. Það var þannig í mínu tilviki amk, fyrir 6 mán síðan, gengið er nú ekki eins gott núna.

Tékkaðu á spjallinu http://www.ljosmyndakeppni.is - þar hefur annar hver maður keypt dótið sitt á netinu.

Sent: Mið 28. Jún 2006 16:39
af Baldurmar
audiophile skrifaði:Canon EOS 350D (Rebel XT) kostar 89.995kr í Elko sem er ódýrasti staðurinn til að kaupa hana hérna eins og er. Hún kostaði 79.995 fyrir ekki löngu síðan en Canon vélar hafa hækkað undanfarið í verði hér á landi.

Og jú, það er sko mikið vit að kaupa þetta hér því þú færð ekki ábyrgð ef þú kaupir þetta erlendis og ábyrgð er sko mjög gott að hafa því svona vélar geta bilað auðveldlega og það kostar slatta að gera við þetta. (Eigin reynsla)

En ef þér er nett sama um 2ja ára ábyrgðina og tekur áhættuna á að ekkert komi fyrir vélina og að það sé enginn framleiðslugalli á þeirri vél sem þú fengir að utan, þá ekki hika við það.


eftir að Nýherji tóku við umboðinu.. :(
Dæmi um að prosumer vél kostaði 100k meira eftir það hjá Beco

Sent: Mið 28. Jún 2006 17:46
af CraZy
Ég keypti mér mína eos rebel XT (350d) + linsu + 1gb kort +tösku í london á 80k, veit ekkert um þetta hérna á Íslandi annað en þetta er overpriced

Sent: Mið 28. Jún 2006 18:54
af audiophile
Já ég mæli með ljósmyndakeppni.is, mjög góður ljósmyndavefur. Ég er notandi þar og kannast einmitt við Amything. Kalla mig reyndar annað þar. :8)

Sent: Mið 28. Jún 2006 23:58
af Baldurmar
audiophile skrifaði:Já ég mæli með ljósmyndakeppni.is, mjög góður ljósmyndavefur. Ég er notandi þar og kannast einmitt við Amything. Kalla mig reyndar annað þar. :8)


Kanski til í að uppljóstra því? er notandi þar líka.. þar er ég reyndar ekki með "ar" í baldurmar

Sent: Fim 29. Jún 2006 04:53
af Cary
canonvélin er víst með ábyrgð. Eitthvað svona dæmi um að ég geti sent hana út ef hún bilar.

Sent: Fim 29. Jún 2006 13:14
af audiophile
Baldurmar skrifaði:
audiophile skrifaði:Já ég mæli með ljósmyndakeppni.is, mjög góður ljósmyndavefur. Ég er notandi þar og kannast einmitt við Amything. Kalla mig reyndar annað þar. :8)


Kanski til í að uppljóstra því? er notandi þar líka.. þar er ég reyndar ekki með "ar" í baldurmar


Kalla mig djagger þar og er einn af umræðustjórunum.

Sent: Fim 29. Jún 2006 18:26
af Baldurmar
ahh,, hlaut að vera.. Þorlákshöfn.