Síða 1 af 1

Minni fyrir K8N Diamond Plush

Sent: Fös 23. Jún 2006 15:40
af IL2
Ég keypti mér þetta borð í Singpore og var að velta fyrir mér hvaða minni hérna heima væru góð fyrir það.

Sent: Fös 23. Jún 2006 22:45
af mjamja
öll ddr.............

....... fer voðalega mikið eftir því hvað þú ert tilbúinn að eyða

Sent: Fös 23. Jún 2006 23:46
af audiophile
Hvaða DDR 400 minni eða betra virkar fínt.

Sent: Lau 24. Jún 2006 00:38
af Cikster
Mæli með að þú farir á heimasíðuna hjá framleiðandanum og skoðir hvaða minni þeir hafa prófað við þetta móðurborð.

Sent: Lau 24. Jún 2006 01:05
af Mazi!
mæli með g.skill minnunum í kísildal http://www.kisildalur .is

Sent: Lau 24. Jún 2006 14:15
af IL2
Ég er opin fyrir öllu í verði. Var að hugsa um 2gb fyrst maður er að þessu á annað borð.

Minnin voru ekki það mikið ódýrari þarna úti og svo það ef þú lendir í einhverju veseni þá er það betra hérna heima.

Cikster, búinn að því og var ekki að sjá neitt af viti svona þannig séð.

Sent: Lau 24. Jún 2006 15:20
af GuðjónR
2? farðu í 4.

Sent: Lau 24. Jún 2006 15:40
af IL2
Kanski orðið í það dýrasta. Án þess að hafa kannað það væri það ekki um 40 þúsund?

Sent: Lau 24. Jún 2006 19:52
af GuðjónR
IL2 skrifaði:Kanski orðið í það dýrasta. Án þess að hafa kannað það væri það ekki um 40 þúsund?

Jú...
En hvað er það....menn eru að spreða upp undir 80k í skjákort sem eru svo orðin úrelt eftir 3 mánuði...
Og aðrir eru ennþá vitlausari og kaupa AMD örgjörva sem eru ónýtir frá upphafi...

Sent: Lau 24. Jún 2006 20:15
af hahallur
GuðjónR skrifaði:2? farðu í 4.


Af hverju... hættu að ruggla fólk svona ... hefuru séð bench fyrir leiki þar sem 1 gb 2 gb og 4 gb eru borinn saman ?

Sent: Lau 24. Jún 2006 20:25
af GuðjónR
hahallur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:2? farðu í 4.


Af hverju... hættu að ruggla fólk svona ... hefuru séð bench fyrir leiki þar sem 1 gb 2 gb og 4 gb eru borinn saman ?

Ég var ekkert að tala um leiki...

Sent: Sun 25. Jún 2006 13:04
af audiophile
Hefur ekkert við 4GB að gera í venjulegri notkun. Ég nota Photoshop mikið og vinn með stórar skrár í því og mín 2GB eru meira en nóg fyrir það. Nota sjaldan meira en helming af minninu. Einnig er ég oft í þungri vinnslu í Cubase og sama sagan þar, nota ekki nema helming af minninu í mesta lagi.

Ef að hann hefur mjög góða ástæðu fyrir að fá sér 4GB þá gerir hann það, annars er það algjör peningasóun.

Og hvaða AMD fordómar eru þetta í þér Guðjón, það er lélegt að stjórnandi á þessu spjalli sé að láta út úr sér svona fáránlega fordóma.

Amd er góðir örgjörvar og eiga fullan rétt á sér. Ef það væri ekki fyrir Amd64, væri Intel ennþá að reyna að endurbæta Pentium 4 draslið sitt í staðinn fyrir að hanna nýjan örgjörva frá grunni eins og Conroe.

Samkeppni er góð, sama hvorum aðilanum þú heldur með.

Sent: Sun 25. Jún 2006 13:56
af Mazi!
audiophile skrifaði:Hefur ekkert við 4GB að gera í venjulegri notkun. Ég nota Photoshop mikið og vinn með stórar skrár í því og mín 2GB eru meira en nóg fyrir það. Nota sjaldan meira en helming af minninu. Einnig er ég oft í þungri vinnslu í Cubase og sama sagan þar, nota ekki nema helming af minninu í mesta lagi.

Ef að hann hefur mjög góða ástæðu fyrir að fá sér 4GB þá gerir hann það, annars er það algjör peningasóun.

Og hvaða AMD fordómar eru þetta í þér Guðjón, það er lélegt að stjórnandi á þessu spjalli sé að láta út úr sér svona fáránlega fordóma.

Amd er góðir örgjörvar og eiga fullan rétt á sér. Ef það væri ekki fyrir Amd64, væri Intel ennþá að reyna að endurbæta Pentium 4 draslið sitt í staðinn fyrir að hanna nýjan örgjörva frá grunni eins og Conroe.

Samkeppni er góð, sama hvorum aðilanum þú heldur með.
einhvern vegin verð ég að vera samála þessu :?

Sent: Sun 25. Jún 2006 16:07
af GuðjónR
audiophile skrifaði:Og hvaða AMD fordómar eru þetta í þér Guðjón, það er lélegt að stjórnandi á þessu spjalli sé að láta út úr sér svona fáránlega fordóma.
Ef það væri ekki fyrir Amd64, væri Intel ennþá að reyna að endurbæta Pentium 4 draslið sitt

Ertu svo að tala um að ég sé með fordóma?

Sent: Sun 25. Jún 2006 16:39
af Gestir
Sammála.

Hvaða reynslu hefur þú af AMD í ?? Veit ekki betur en að þú sért með hundgamlan 2.6 Intel ;)

Amd er klárlega málið í dag verðlega og kraftlega séð. Hafa iðulega komið betur út í leikjum ( sem flestir okkar hérna spila talsvert af )

Þetta eru fordómar með engan hljómgrunn í bakið hjá þér.

Og að benda nýgræðingum á 4Gb af minni.. he he he ..

Ætli Bill Gates sé að nota 4Gb af minni....

Sent: Sun 25. Jún 2006 16:40
af Baldurmar
ÓmarSmith skrifaði:Ætli Bill Gates sé að nota 4Gb af minni....


neibb, 64KB

Sent: Sun 25. Jún 2006 17:03
af GuðjónR
ÓmarSmith skrifaði:Amd er klárlega málið í dag verðlega og kraftlega séð. Hafa iðulega komið betur út í leikjum


Ef þetta snýst bara um leiki og ekkert annað, af hverju fáið þið ykkur ekki bara xbox?

Sent: Sun 25. Jún 2006 17:08
af Rusty
audiophile skrifaði:Hefur ekkert við 4GB að gera í venjulegri notkun. Ég nota Photoshop mikið og vinn með stórar skrár í því og mín 2GB eru meira en nóg fyrir það. Nota sjaldan meira en helming af minninu. Einnig er ég oft í þungri vinnslu í Cubase og sama sagan þar, nota ekki nema helming af minninu í mesta lagi.

Þá hefur þú ekki verið að vinna með það stórar skrár...

Sent: Sun 25. Jún 2006 17:11
af GuðjónR
Ekki gleyma að VISTA er að koma á markað...og það eitt og sér étur upp tæplega 1GB.

Sent: Sun 25. Jún 2006 17:14
af @Arinn@
http://kisildalur.is/?p=2&id=23

Þarft ekkert betra en þetta hugsa ég mjög fín minni.

Sent: Mán 26. Jún 2006 07:23
af stjanij
IL2, ertu að hugsa um minni í mikið OC?
Hvaða örgjörva ertu með?

Sent: Þri 27. Jún 2006 20:32
af IL2
Nei ég hef ekkert verið að yfirklukka. Eg keypti líka 3800 duo core þarna úti.