Síða 1 af 1

nýtt skjákort.

Sent: Mán 19. Jún 2006 18:30
af HemmiR
yo. þarna ég var að spá í að fá mér nytt skjákort eftri mánaðar mótin..
hverju mæliði með? ég er með AsrockDualSata2 móðurborð sem tekur bæði agp8x og pci-express 16x og svo amd 3200+ venice örgjöfa sjálfur var ég farinn að íhuga að fá mér eVga 7900gt skjákort pci-express.. er það ekki bara nokkuð magnað kort? en svo var bróðir minn eithvad að bulla um að ég myndi ekki fá allveg fullt útur kortinu útaf ég væri með þennan 3200 örgjöfa er það rétt? þarf ég að fá mér einhvern súper dualcore örgjöfa lika?
svo þarf ég lika að fá mér tölvu kassa hvernig kassa mæliði með? ég hef verið að skoða aspire kassana sem wice_man er að selja og mig hefur litist bara ágætlega á þá eru þeir góðir? vil helst svona kassa sem er hægt að fleygja nokkrum harðadiskum í og vera bara þægilegur.. jæja? :roll:

Sent: Mán 19. Jún 2006 18:36
af gnarr
Þú færð alveg fullt afl úr kortinu þótt þú sért með 3200+. Hinsvegar mindiru auðvitað fá enþá meira útúr því ef þú værir með superduperultamegadekagígariðs örgjörfa. Þannig er það bara með allt í tölvum.

Sent: Mán 19. Jún 2006 22:51
af HemmiR
alltílagi.. en er einhver með hugmynd um kassa?

Sent: Mán 19. Jún 2006 23:25
af ErectuZ
HemmiR skrifaði:alltílagi.. en er einhver með hugmynd um kassa?


Mynd

Sent: Mán 19. Jún 2006 23:34
af HemmiR
ErectuZ skrifaði:
HemmiR skrifaði:alltílagi.. en er einhver með hugmynd um kassa?


Mynd


... fyndinn marr :?

Sent: Þri 20. Jún 2006 01:07
af Rusty
i laughed :sleezyjoe

Sent: Þri 20. Jún 2006 10:39
af wICE_man
Í stuttu máli, kostirnir við Aspire kassana er nóg pláss, það er hægt að koma 6 x 3.5" drifum og 4 x 5.25" drifum fyrir í þeim, þeir eru vel kældir bæði viftur sem fylgja og pláss fyrir fleirri og þeir hafa gott "functionality", þ.e. þeir eru með skemmtilega hluti eins og hitamæla, viftustýringu, hljóðúttökum, USB og Firewire tengjum, feluhurðum fyrir ósamlit drif.

Ókostirnir eru þeir að þeir eru ekki "tool-less", það eru þumalskrúfur sem halda hliðinni en fyrir flest annað þarftu venjulegt stjörnuskrúfjárn, svörtu kassarnir eru gljáandi sem þýðir að kám og ryk sést betur á þeim, hurðirnar á þeim kössum sem þær hafa oppnast "rétta" átt sem hentar ekki þeim jafn vel sem vilja hafa tölvuna hægra megin við sig og dáðst að gluggahliðinni og það fylgja þeim engar leiðbeiningar að ráði.

Þá er allt upptalið sem ég man eftir.

Jú svo er það einn kosturinn sem ég gleymdi og það er útlitið, þeir eru með flottari kössum sem ég hef séð, en þetta er að sjálfsögðu smekksatriði.

Sent: Þri 20. Jún 2006 13:32
af audiophile
Bíddu er hurðin hægra megin á Aspire kössunum, öfugt á við t.d. Chieftec kassana? Það væri mikill ókostur fyrir mig þar sem tölvan er hægra megin við mig og þá snéri hurðin upp að vegg :?

Sent: Þri 20. Jún 2006 20:07
af Mazi!
audiophile skrifaði:Bíddu er hurðin hægra megin á Aspire kössunum, öfugt á við t.d. Chieftec kassana? Það væri mikill ókostur fyrir mig þar sem tölvan er hægra megin við mig og þá snéri hurðin upp að vegg :?


já frændi minn er með aspire kassa sem er svona :? (stór furðulegt)

mæli samt með þeim.

mæli samt mest með dragon kössunum á sjálfur tvo dragon kassa og þeir eru frábærir :twisted:

Sent: Þri 20. Jún 2006 22:26
af HemmiR
hehe.. ég er hvortið er svo vondu vanur að ég þarf engar þumal skrúur :)
er orðinn ágætlega lipur með skrújárnið þannig ég mun sennilega skella mér á aspire kassa :8)