Síða 1 af 1

LAGAÐ:Hjálp með TV-out

Sent: Mið 26. Apr 2006 21:30
af hundur
Ég er með Geforce4 Ti 4200 skjákort og var að prófa að tengja það í sjónvarpið. Eftir dálítið þref tókst mér það og fékk lit á myndina. En þá kom nýtt vandamál. Það er nefnilega þannig að þegar ég horfi á video þá er ein frekar þykk lína á sjónvarpinu sem er blörruð, og hún vill ekki fara. Það er eitthvað mismunandi eftir myndum hvar og hvernig línan er, á einum þætti er þetta t.d. grænt dæmi sem blikkar endalaust en annars staðar er þetta bara þessi blörraða lína.

Veit einhver hvað er hægt að gera í þessu, er með allar snúrur vel festar og þess háttar.
.....
Edit: Mér tókst að laga þetta, fór í TV output og valdi þar Flicker Filter og stillti þar til þetta passaði.

Sent: Fim 27. Apr 2006 12:20
af Viktor
Þú ert ekki lengi að þessu :)