Síða 1 af 2

Hjálp með tövukaup.

Sent: Mán 17. Apr 2006 18:19
af Alcatraz
Nú er komið að því að ég fari að kaupa mér tölvu. Sú gamla orðin einfaldlega of gömul :( . Málið er að ég er enginn sérfræðingur í þessu þó ég viti eitthvað. Stefnan er sett á að kaupa verulega öfluga tölvu nokkuð sama hvað hún kostar. Ég fór í Tölvulistann og lét þá setja saman nokkurs konar tilboð sem kemur hér:

Ace Margmiðlunartölva P4

Örgjörvi - Intel PD 920 DualCore 2.8GHz, 2x2MB cache, SpeedStep, VT, EM64T

Móðurborð - MSI P4N SLI-FI - nForce4, 4xSATA2 Raid, 4xDDR2 800, 2x PCI-E 16X, GB lan, FW, 7.1 hljóð, S775

Minni - 2GB - pöruð 2stk. 1GB DDR2, 667MHz, 240pin PC2-5300, CL5 Corsair Value Select vinnsluminni

Harðdiskur - 320 GB WD Caviar SE16 - SATA II 300MB/s, 7200RPM og 16MB buffer

Skrifari - 16xDVD±/DL 8x skrifari 16x DVD skrifari, 48x CD og DVD drif

Skjákort - MSI GeForce7 NX7900GT-VT2D256E, 256MB 1,32GHz DDR3, 450MHz Core, 256-bit, Dx2, T, V, PCI-E 16X

Skjár - 17" Acer AL1751AS Gamers Edition, Slimline LCD, CrystalBrite, 1280X1024, 500:1, 8ms, VGA, DVI,

Netkort - Innbyggt 10/100/1000 Gigabit Lan

Aflgjafi – Antec Sonata 2 svartur miðturn M/450W P

Hátalarar - 5.1 Altec Lansing hátalarakerfi, 5 öflugir hátalarar og risa bassabox

Svo er lyklaborð og mús og þannig dót, einnig er KWORLD sjónvarpskort í tölvunni.


Verðið er hvorki meira né minna en 189.900 kr.
Nú koma spurningarnar: Ætti ég kaupa þetta? Gæti ég kannski fengið betri hlut ódýrari annars staðar?

Endilega komið með svör þar sem ég er enginn sérfræðingur í þessum efnum.

Sent: Mán 17. Apr 2006 18:48
af SolidFeather
Ég myndi biðja http://www.kisildalur.is/ um að gefa mér tilboð ef ég væri þú. Gætir sparað nokkrar krónur.

Sent: Mán 17. Apr 2006 19:29
af Yank
Þetta er fín vél.

Edit: Eina sem er að þessu er Intel

Sent: Mán 17. Apr 2006 19:30
af zverg
já hun er allt ilæ

Sent: Mán 17. Apr 2006 21:19
af Gúrú
Þetta er fín tölva en fyrst þú ert með SLI móðurborð og peningur er ekki vandamál er þá ekki upplagt að fá sér 2x MSI GeForce7 NX7900GT-VT2D256E, 256MB 1,32GHz DDR3, 450MHz Core, 256-bit, Dx2, T, V, PCI-E 16X? Eða er það ekki möguleiki?

Sent: Mán 17. Apr 2006 21:44
af Alcatraz
Pældi í því um tíma en sannfærði sjálfann mig um að ég þyrfti það ekki (veit ekki hvernig ég fór að því). En ef ég myndi versla við t.d. Kísildal eða Att, gæti ég þá fengið öflugri tölvu á sama pening?

Sent: Mán 17. Apr 2006 21:50
af mjamja
já mæli líka með http://www.tolvuvirkni.is

Sent: Mán 17. Apr 2006 23:40
af Veit Ekki
Alcatraz skrifaði:Pældi í því um tíma en sannfærði sjálfann mig um að ég þyrfti það ekki (veit ekki hvernig ég fór að því). En ef ég myndi versla við t.d. Kísildal eða Att, gæti ég þá fengið öflugri tölvu á sama pening?


Alveg örugglega. Tékkaðu allavega á því.

Sent: Þri 18. Apr 2006 10:26
af Arnarr
.....ég verslaði mína tölvu í tölvulistanum og gæti ekki verið ósáttari með þessa **** sem vinna þar

Sent: Þri 18. Apr 2006 11:59
af zedro
LOL svipað með mig og mína reynslu af Task :lol:

Sent: Þri 18. Apr 2006 17:49
af Alcatraz
Nú er ég búinn að skoða http://www.att.is og http://www.kisildalur.is en er ekki alveg viss hvort ég ætti frekar að versla þaðan í staðinn fyrir þessa úr tölvulistanum. Gæti einhver komið með tillögu af tölvu fyrir þá í kringum þennan pening, 190.000 kr.? Ég mun líka kaupa mér nýjann skjá og hann verður að vera inní verðinu.

Sent: Þri 18. Apr 2006 18:06
af Veit Ekki
Alcatraz skrifaði:Nú er ég búinn að skoða http://www.att.is og http://www.kisildalur.is en er ekki alveg viss hvort ég ætti frekar að versla þaðan í staðinn fyrir þessa úr tölvulistanum. Gæti einhver komið með tillögu af tölvu fyrir þá í kringum þennan pening, 190.000 kr.? Ég mun líka kaupa mér nýjann skjá og hann verður að vera inní verðinu.


Best að senda tölvupóst á búðirnar og biðja þær að setja saman fyrir þig.

Sent: Mið 19. Apr 2006 02:57
af Silly
um að gera að biðja um tilboð. Ég gerði það áður enn ég ákvað að kaupa nýju vélina mína frá Tölvuvirkni. Ég er prívat og persónulega ekki hrifinn af Tölvulistanum finnst þér of dýrir og oft með lakar tölvur. T.d að vera með tölvu á 270k og vera með 7900Gt kort. Þvílíkt bull er það??

Sent: Mið 19. Apr 2006 12:54
af gnarr
vegna þess að það er meira í tölvum en skjákort?

Sent: Mið 19. Apr 2006 15:30
af Alcatraz
Nú er ég búinn að fá tilboð frá Tölvuvirkni.

Stk Skýring: Verð pr/ein Verð
1 Stk Kassi - Án aflgjafa - Chieftec Dragon 3 LCX Middle Djúpur Turn 9.730 Kr. 9.730 Kr.
1 Stk Aflgjafi - 500w - Solytech ATX Retail P4 2,01 /2 ljósaviftu viftu hljó 7.000 Kr. 7.000 Kr.
1 Stk Móðurborð - AMD - Socket 939 - Abit KN8 SLI NF4 GB-Lan PCI-Xpr 14.896 Kr. 14.896 Kr.
1 Stk Örgjörvi - AMD64 S939- CPU AMD Athlon 64Bit X2 3800+ Retail 34.452 Kr. 34.452 Kr.
1 Stk Kæling - Örgjörvavifta - Thermaltake Blue Orb 2 120mm Kopar P4/K8/K7/7 4.990 Kr. 4.990 Kr.
1 Stk Minni - DDR Minni - MDT Twinpacks 2048MB 400MHz PC3200 CL2,5 2x1024 18.688 Kr. 18.688 Kr.
1 Stk Harður Diskur - 3.5" - S-ATA - Seagate Barracuta 250GB 7200RPM 11.126 Kr. 11.126 Kr.
1 Stk Geisladrif - DVD±RW - NEC DVD Skrifari 16x Svartur 6.220 Kr. 6.220 Kr.
1 Stk Skjákort - PCI-E - NVIDIA - Sparkle Geforce 7900GT 256MB GDDR3 PCI-E 36.975 Kr. 36.975 Kr.
1 Stk Lyklaborð - Chicony margmiðlunarlyklaborð svart PS2 2.500 Kr. 2.500 Kr.
1 Stk Mús - Logitech MX518 1600dpi For expert Gamers Optical Mús 4.800 Kr. 4.800 Kr.
1 Stk Hátalarakerfi - Logitech X-230 2,1 Sett 32W RMS 6.400 Kr. 6.400 Kr.
1 Stk Hugbúnaður - Windows XP Home - OEM 10.000 Kr. 10.000 Kr.
1 Stk Þjónusta - Samsetning & Stilling á bios 3.000 Kr. 3.000 Kr.
1.5 Stk Þjónusta - Tími vinna við Tölvu 4.860 Kr. 7.290 Kr.
1 Stk Skjár - LCD - 19" Samsung 913N 8 MS 700/1 Cont 1280*1024 300CD 33.625 Kr. 33.625 Kr.
Samtals 211.692 Kr.
Tilboðsafsláttur -3% -6.351 Kr.
Greiðsluleið/Staðgreiðsluafsláttur -6.351 Kr.
VSK 24.5% 39.161 Kr.
Samtals Alls 198.990 Kr


Ætti ég að velja þetta tilboð framyfir Tölvulistatölvuna?

Sent: Mið 19. Apr 2006 21:06
af Alcatraz
Svo eru komin tilboð frá @tt og Kísildal:

Kísildalur:

Örgjörvi: Athlon64 X2 4200+ 2.2GHz 2x512KB L2 Dual-Core
Kælivifta: TR2TT M14 (19dB)
Móðurborð: Abit KN8-SLI
Minni G.Skill 2x1GB DDR400 CL2.5 með kæliplötum
Harður diskur: Seagate Barracuda 7200.8 400GB
Geisladrif: NEC 16xDVD-RW Dual-layer Skrifari
Skjákort: GeForce 7900GT (einhver Nvidia authorized framleiðandi)
Kassi: Aspire X-Cruiser (þetta er aðalega smekksatriði hvers og eins)
Aflgjafi: Turbolink 420W hljóðlátur ATX2.0 aflgjafi

Samtals: 150.000kr
Með Windows XP Home: 159.500kr


Og @tt tilboðið er á screenshoti:

Sent: Mið 19. Apr 2006 21:46
af ErectuZ
Alcatraz skrifaði:Nú er ég búinn að fá tilboð frá Tölvuvirkni.

<Tölvuskvaldur>

Ætti ég að velja þetta tilboð framyfir Tölvulistatölvuna?


Pottþétt :)

Sent: Mið 19. Apr 2006 21:51
af Veit Ekki
Þú ættir að kaupa tölvuna sem Kísildalur eða Tölvuvirkni bauð þér.

Spurning hvort þú viljir fá þér þetta aukadót sem fylgir með tölvunni hjá Tölvuvirkni. Eða bara að fá sér þessa hjá Kísildal og þá kaupa einhvern skjá og dót ef þú vilt.

Sent: Mið 19. Apr 2006 22:21
af Alcatraz
Já, meir leist nokkuð vel á Tölvuvirknis tilboðið en þar sem ég er enginn "expert" á þessu sviði gæti einhver ,sem nennti, að koma með nokkurs konar samanburð á Tölvulistatölvunni og þeirri tölvu sem hann mælir með? Bara svona svo ég viti betur af hverju ég ætti að velja "tölvu nr. 1" fram yfir "tölvu nr. 2" eða öfugt.

Sent: Mið 19. Apr 2006 22:31
af SolidFeather
Ég tæki Kísildals vélina, betri örgjörfi og betra minni. Svo er hún líka ódýrari.

Sent: Mið 19. Apr 2006 22:40
af Veit Ekki
Alcatraz skrifaði:Já, meir leist nokkuð vel á Tölvuvirknis tilboðið en þar sem ég er enginn "expert" á þessu sviði gæti einhver ,sem nennti, að koma með nokkurs konar samanburð á Tölvulistatölvunni og þeirri tölvu sem hann mælir með? Bara svona svo ég viti betur af hverju ég ætti að velja "tölvu nr. 1" fram yfir "tölvu nr. 2" eða öfugt.


Örgjörvin sem Kísildalur og Tölvuvirkni eru með í tilboðinu er betri en í tilboðinu hjá Tölvulistanum. Minnið sem Kísildalur er með er held ég betra en þetta sem Tölvuvirkni er með

Sent: Mið 19. Apr 2006 22:52
af Silly
hvaða ást er þetta við Kísildal SolidFeather?? Þú virðist vera ofur hrifinn af þeim :wink:

Sent: Mið 19. Apr 2006 23:55
af Alcatraz
hvaða ást er þetta við Kísildal SolidFeather?? Þú virðist vera ofur hrifinn af þeim


Nú hvað? Kannski starfsmaður þarna? :roll: :D

Annars lýst mér best á Kísildalstölvuna, en er eitthvað sem mönnum finnst að ég ætti að bæta henni? Eða er hún kannski bara fín eins og hún er?

Sent: Fim 20. Apr 2006 00:12
af Yank
Alcatraz skrifaði:
hvaða ást er þetta við Kísildal SolidFeather?? Þú virðist vera ofur hrifinn af þeim


Nú hvað? Kannski starfsmaður þarna? :roll: :D

Annars lýst mér best á Kísildalstölvuna, en er eitthvað sem mönnum finnst að ég ætti að bæta henni? Eða er hún kannski bara fín eins og hún er?


Ja vantar þig ekki skjá!!. Annars hljóta tilboð frá hinum að verða allt öðruvísi ef þú tekur LCD, mús, lyklaborð, hátalara ofl. út úr tilboðinu.
Þ.e. biður þá um að setja saman Dual Core vél með 7900GT korti

Sent: Fim 20. Apr 2006 01:04
af Alcatraz
Jú jú, mig vantar vissulega skjá, lyklaborð, mús og hátalara en ég er bara ekki viss hvort ég kaupi það allt saman frá Kísildal... Bý það langt frá búðinni að ég var að spá hvort það væri ekki einfaldara að kaupa allt þetta dót úr búð nær mér :roll: . Heimskuleg pæling eða ekki, veit ekki.