Síða 1 af 2

15. nóvember 2002 --- P4 2.533GHZ

Sent: Sun 16. Apr 2006 10:33
af GuðjónR
Ég var að fletta í gegnum gamlar nótur þegar ég rak augun í reikning fyrir örranum mínum. Ég keypti hann 15.11.2002 á krónur 36.005.-
Þessi örri var með þeim betri á þeim tíma og ákvað ég uppfæra ekki fyrr en að tveim árum liðnum og fara þá í 5 ghz.
Núna eru að verða liðin 4 ár og það öflugasta 3.8ghz. Örri sem er varla þess virði að uppfæra í.
Spurningin er hvort að nútíma tölvan sé orðin 5-10 ára fjárfesting? Ekki eitt til tvö ár eins og áður fyrr?

Sent: Sun 16. Apr 2006 12:34
af gumball3000
nei sennilega ekki :roll: allavega ekki með skjákort, og svo er nottla alltaf að koma nýjar tæknir eins og núna t.d. dual core :D þannig ég meina þessi 3.8 er svona 200 sinnum betri en gamli sem þú átt

Sent: Sun 16. Apr 2006 12:50
af @Arinn@
gumball3000 skrifaði:nei sennilega ekki :roll: allavega ekki með skjákort, og svo er nottla alltaf að koma nýjar tæknir eins og núna t.d. dual core :D þannig ég meina þessi 3.8 er svona 200 sinnum betri en gamli sem þú átt


uuuuu nei hann myndi ekki finna svakalegann mun á nýjum þannig og nýjum eins og hann er með.

Sent: Sun 16. Apr 2006 13:03
af CendenZ
@Arinn@ skrifaði:
gumball3000 skrifaði:nei sennilega ekki :roll: allavega ekki með skjákort, og svo er nottla alltaf að koma nýjar tæknir eins og núna t.d. dual core :D þannig ég meina þessi 3.8 er svona 200 sinnum betri en gamli sem þú átt


uuuuu nei hann myndi ekki finna svakalegann mun á nýjum þannig og nýjum eins og hann er með.



Hmm.. :-s

Ertu að segja að maður finnur ekki munin á 2 ghz 533 fsb örgjörva og

3,8 ghz 800 fsb dual core, á minni með keyrt á dual channel ?

:-k

Sent: Sun 16. Apr 2006 13:28
af hahallur
CendenZ skrifaði:
@Arinn@ skrifaði:
gumball3000 skrifaði:nei sennilega ekki :roll: allavega ekki með skjákort, og svo er nottla alltaf að koma nýjar tæknir eins og núna t.d. dual core :D þannig ég meina þessi 3.8 er svona 200 sinnum betri en gamli sem þú átt


uuuuu nei hann myndi ekki finna svakalegann mun á nýjum þannig og nýjum eins og hann er með.



Hmm.. :-s

Ertu að segja að maður finnur ekki munin á 2 ghz 533 fsb örgjörva og

3,8 ghz 800 fsb dual core, á minni með keyrt á dual channel ?

:-k


lol...word

Sent: Sun 16. Apr 2006 13:42
af @Arinn@
hahah ég sá ekki að hann skrifaði dualcore. :lol:

Sent: Sun 16. Apr 2006 13:45
af GuðjónR
Dualcore er sölutrix dauðans...svona svipað og þegar þetta buffer dæmi í hdd tröllreið öllu.
Dual core er lítið annað en "advanced hyper threading"...dual cpu virka margfalt betur en dual core.
3.8 dualcore er ekki 200 sinnum öflugri en 2.533 hann er kannski 2x öflugri...en ég efast samt um að hann nái því.
Ég væri kannski 1 sec sneggri að opna Word og Exel með svoleiðis örgjörva.

Sent: Sun 16. Apr 2006 13:53
af hahallur
GuðjónR skrifaði:Dualcore er sölutrix dauðans...svona svipað og þegar þetta buffer dæmi í hdd tröllreið öllu.
Dual core er lítið annað en "advanced hyper threading"...dual cpu virka margfalt betur en dual core.
3.8 dualcore er ekki 200 sinnum öflugri en 2.533 hann er kannski 2x öflugri...en ég efast samt um að hann nái því.
Ég væri kannski 1 sec sneggri að opna Word og Exel með svoleiðis örgjörva.


Þetta er bara svona orða tiltæki þú veist...ég er 1000 sinnum myndalegri en Smith þó ég sé bara 3x myndalegri.

Sent: Sun 16. Apr 2006 14:34
af GuðjónR
lol

Sent: Sun 16. Apr 2006 14:34
af ICM
Dualcore er ekkert sölutrix, hyperthreading var það. Vissulega eru Dual CPU betri kostur en DualCore hefur verðið með sér. Það sem gerðist á þessu tímabili síðan þú keyptir þennan örgjörva er að Intel viðurkenndi að MHz hefur ekkert með performance að gera og allt hefur breyst eftir það.

Ef þú ert sáttur með þennan örgjörva þá er það gott mál og um að gera að láta hann endast sem lengst... t.d. eru Intel að koma með 15% hraðari örgjörva á árinu og á næsta ári verða spennandi tímar.

Sent: Sun 16. Apr 2006 14:50
af GuðjónR
ICM skrifaði:Ef þú ert sáttur með þennan örgjörva þá er það gott mál og um að gera að láta hann endast sem lengst... t.d. eru Intel að koma með 15% hraðari örgjörva á árinu og á næsta ári verða spennandi tímar.

Sáttur og ekki sáttur...hann gerir vissulega allt sem ég ætlast til af honum...en þú veist hvernig þetta er...manni langar alltaf að uppfæra til að uppfæra...
Ekki endilega að maður þurfi þess...ég hef verið að prófa tölvur með nýjustu örrunum og ég finn sáralítinn mun á þeim og minni tölvu.

Sent: Sun 16. Apr 2006 16:00
af hahallur
Eina fólkið sem þarf að vera að uppfæra eru leikjaspilendur.

Sent: Mán 17. Apr 2006 00:38
af ICM
Það er rétt að fyrir venjulegt fólk gerir dual core/cpu kanski ekki mikið en fyrir fólk sem stundar multi tasking að einhverju ráði og þau forrit sem hönnuð eru fyrir dual+ vinna mun hraðar. Fyrir venjulegt fólk skiptir það litlu máli og leikir eru mjög lítið farnir að nýta þetta og verður ekkert að ráði fyrr en Unreal vél v.3 fer í notkun. Vissulega er hyperthreading betra en ekki neitt en það kemur aldrei í stað alvöru kjarna.

Sent: Mán 17. Apr 2006 02:19
af gnarr
í flestum benchmörkum sem ég hef séð hafa dualcore opteron verið að vinna "nákvæmlega eins" dual cpu. hinsvegar er dual cpu að vinna í forritum sem krefjast mjög mikillar minnisbandvíddar.

Sent: Mán 17. Apr 2006 13:21
af audiophile
Ef þú ert ekki grafíkvinnslu, myndvinnslu, videovinnslu, hljóðvinnslu eða mikið í tölvuleikjum, hefur þú ekkert við það nýjasta og öflugasta að gera.

Það er nú bara þannig að það eru þeir sem nýta kraftinn í tölvunum út í það ysta sem krefja öflugri og öflugri tölvur.

Meðaljón sem surfar netið, hlustar á tónlist, sækir einstaka mynd eða mp3 á netinu, spilar kapal á leikjanet.is, skrifa ritgerð í Word og kannski spilar Sims á hátíðis dögum getur alveg notað 2-3 ára tölvu án þess að finna nokkuð fyrir því.

Ég reyndar verð að viðurkenna að mér finnst farið að hægja á þörfinni fyrir það nýjasta besta í örgjörvunum og því. Ég man þegar ég átti AMD Xp1800 á sínum tíma og hann varð þreyttur og slappur miðað við það nýja mjög fljótt þegar Barton æðið kom, en núna er ég búinn að eiga amd64 3200 frekar lengi og finn enga þörf að uppfæra. Ég spila alla leiki vel og allt annað sem ég geri gerist jafnhratt og þegar ég fékk hann fyrst.

Vissulega fyndi ég mun að fá mér feitasta dual core örrann, en ég finn ekki þörfina að fá mér svoleiðis eins og ég fann þörf að skipta út xp1800 á sínum tíma.

Sent: Mán 17. Apr 2006 13:55
af ICM
Verið bara rólegir þar til Vista kemur...

Sent: Mán 17. Apr 2006 14:34
af hahallur
audiophile skrifaði:Ef þú ert ekki grafíkvinnslu, myndvinnslu, videovinnslu, hljóðvinnslu eða mikið í tölvuleikjum, hefur þú ekkert við það nýjasta og öflugasta að gera.

Það er nú bara þannig að það eru þeir sem nýta kraftinn í tölvunum út í það ysta sem krefja öflugri og öflugri tölvur.

Meðaljón sem surfar netið, hlustar á tónlist, sækir einstaka mynd eða mp3 á netinu, spilar kapal á leikjanet.is, skrifa ritgerð í Word og kannski spilar Sims á hátíðis dögum getur alveg notað 2-3 ára tölvu án þess að finna nokkuð fyrir því.

Ég reyndar verð að viðurkenna að mér finnst farið að hægja á þörfinni fyrir það nýjasta besta í örgjörvunum og því. Ég man þegar ég átti AMD Xp1800 á sínum tíma og hann varð þreyttur og slappur miðað við það nýja mjög fljótt þegar Barton æðið kom, en núna er ég búinn að eiga amd64 3200 frekar lengi og finn enga þörf að uppfæra. Ég spila alla leiki vel og allt annað sem ég geri gerist jafnhratt og þegar ég fékk hann fyrst.

Vissulega fyndi ég mun að fá mér feitasta dual core örrann, en ég finn ekki þörfina að fá mér svoleiðis eins og ég fann þörf að skipta út xp1800 á sínum tíma.


Það er vegna þess að þróunin eftir Clawhammer er búin að vera lítil sem enginn, bara 200 mhz increasements og dualcore, vonandi verður Conroe eitthvað allmennilegt svo þér langi að uppfæra ;)

Sent: Mán 17. Apr 2006 14:59
af audiophile
Vissulega er Conroe spennandi.

Ég er AMD maður í gegn þar sem ég hef einungis átt AMD síðan AMD K6 500, en Conroe er fyrsti örgjörvinn frá Intel sem gæti fengið mig til skipta.

En það verður ekki fyrr en hann er kominn í búðir og kominn töluverð reynsla á hann. Svo er bara að sjá hvort hann er eins góður og menn halda.

Sent: Mán 17. Apr 2006 16:47
af hahallur
Það er sammt eitt með Conroe sem ég er ekki að fatta og það er að hann er verður gefinn út í 2.66 ghz og 3.0 ghz útgáfum við launch og báðir eru öflguri en FX-60.

Hvað mun þetta kosta ? :?

Sent: Mán 17. Apr 2006 17:42
af audiophile
Mikið.

Annars er AMD kominn með 3ghz Opteron :8)

Sent: Mán 17. Apr 2006 17:52
af @Arinn@
Hvað kostar þannig ?

Sent: Mán 17. Apr 2006 18:31
af audiophile
Opteron 256 sem er gerður fyrir Dual CPU setup verður $700 og Opteron 856 fyrir 4-8 CPU setup er um $1500.

Þetta eru ekki Dual Core örgjörvar.

Sent: Mán 17. Apr 2006 22:19
af stjanij
Hvenær kemur Vista?

Sent: Mán 17. Apr 2006 22:55
af hahallur
stjanij skrifaði:Hvenær kemur Vista?


Veistu ég held að William vita það ekki einusinni.

Sent: Mán 17. Apr 2006 22:56
af Viktor
stjanij skrifaði:Hvenær kemur Vista?

Google is your best friend...