Síða 1 af 1
Verð á diskum
Sent: Sun 16. Apr 2006 02:52
af appel
Skrýtið hvað þessir hörðu diskar virðast standa í stað hvað verð varðar. Ég keypti einn 250GB í ágúst í fyrra og þá kostaði hann 8.900 kr. Núna kostar 250GB diskur það sama. Ég hefði haldið að þetta myndi lækka um a.m.k. 1000 kr á tæpu ári.
500GB diskarnir virðast ekkert lækka í verði heldur.
Ekki það að diskapláss sé mjög dýrt í dag miðað við það sem það var fyrir mörgum árum síðan, heldur virðist vera mjög lítil hreyfing á þessum markaði. Doldið langt síðan 500GB diskarnir litu dagsins ljós, og ekkert bólar á stærri diskum.
Erum við að sjá fram á endimörk í diskaþróun og stöðnun á verði? Virðist gerast á sama tíma og með örgjörvana, núna pælir enginn í megariðunum lengur...heldur tækninni.
Sent: Sun 16. Apr 2006 10:41
af GuðjónR
Er þetta ekki bara spurning um framboð og eftirspurn? Ef erftirspurning er næg þá helst verðið hátt.
Annars lækkar það. Ég myndi halda að það virkaði þannig.
Sent: Sun 16. Apr 2006 14:07
af Rusty
Er það ekki einnig þannig að engar nýjungar í hörðum diskum hafa komið á markaðinn í langan tíma..
Sent: Sun 16. Apr 2006 19:32
af Taxi
Í dag fást 150 GB Raptor diskar á 30 þús sem kostuðu minnst 30-50% meira
fyrir c.a. 12-18 mán og eru fljótari en 36 og 74 GB Raptor,3,3 ms í stað
4,2 ms ef ég man rétt.
Semsagt=Hraðari og Ódýrari háhraðadiskar.
Keypti svona 150 GB Raptor í Kísildal nýlega og allt virkar hraðar,sérstaklega
XP-ið og forrit sem eru lengi að ræsast eins og myndvinnsluforrit.
Endilega leiðréttið mig ef eitthvað er rangt í þessu.
Sent: Sun 16. Apr 2006 21:09
af goldfinger
Það er svo lítil álagning á þessum venjulegu Hdd diskum.
Sent: Sun 16. Apr 2006 23:05
af GuðjónR
Taxi skrifaði:Keypti svona 150 GB Raptor í Kísildal nýlega og allt virkar hraðar,sérstaklega
XP-ið og forrit sem eru lengi að ræsast eins og myndvinnsluforrit.
En er hávaði í honum? Ef ekki þá væri flott að vera með svona disk sem system og vera svo með 500GB Seagate undir annað.
Sent: Mán 17. Apr 2006 02:39
af gnarr
Taxi skrifaði:Í dag fást 150 GB Raptor diskar á 30 þús sem kostuðu minnst 30-50% meira
fyrir c.a. 12-18 mán
Taxi skrifaði:Endilega leiðréttið mig ef eitthvað er rangt í þessu.
150GB raptorinn kom í janúar á þessu ári..
Sent: Mán 17. Apr 2006 03:24
af Taxi
GuðjónR skrifaði "En er hávaði í honum?"
Nei,ég heyri ekki í honum,EN það getur verið að ég heyri bara ekki fyrir stock kælingunni á 7900GT skjákortinu sem er alltof hávær að mínu mati.
gnarr skrifaði "150GB raptorinn kom í janúar á þessu ári.."
Mikið rétt gnarr en fyrir 12-18 mán kostaði c.a. 120 þús að kaupa 2x74GB
Raptor í Start eða Task þegar ég gáði að svoleiðis og 36 GB á 40 þús.
þessar upplýsingar eru eftir minni,mig hefur lengi langað í Raptor svo að tímasetningarnar eru ekki nákvæmar.
Bottom line,mágur minn borgaði meira fyrir sinn 36 GB Raptor fyrir 2 árum
en ég gerði fyrir minn 150 GB í apríl 2006 og það kalla ég framfarir í Hd.
Sent: Mán 17. Apr 2006 10:12
af wICE_man
Ég er núna að rembast við að halda sama verði á Hörðu diskunum og þegar Kísildalur opnaði fyrst í Nóvember á síðasta ári og rétt tekst það með því að lækka álagninguna. Harðir diskar eins og t.d. Samsung SATA2 250GB hefur lækkað um ca. 20% erlendis en gengið á dollar hefur hækkað frá 62.50kr upp í 76.70kr sem er 23% hækkun, fluttningskostnaður hefur líka hækkað enda er hann oftast reiknaður út í dollurum, Þannig hef ég þurft að minnka álagninguna sem er ekki mikil til að byrja með svo að þeir færu ekki hreinlega að hækka í verði.
En núna er vonandi þessi genginsfelling krónunar yfirstaðin að mestu og því ætti að fara að bera á verðlækunum innan fárra mánaða aftur.
Sent: Þri 18. Apr 2006 13:04
af appel
Bölvuð sé hin íslenska króna.
Er einhver tilgangur með henni eiginlega? Allir kvarta undan henni, sama þótt krónan sé sterk eða veik.
Sent: Þri 18. Apr 2006 15:08
af Veit Ekki
appel skrifaði:Bölvuð sé hin íslenska króna.
Er einhver tilgangur með henni eiginlega? Allir kvarta undan henni, sama þótt krónan sé sterk eða veik.
Já, alltaf einhverjir sem kvarta. En þannig er það bara með gjaldmiðla.
Ef krónan er lág miðað við dollaran eða aðra gjaldmiðla, þá eru neytendurnir sáttir.
Ef hún er há miðað við dollaran eða aðra gjaldmiðla, þá eru útflytjendur sáttir.
Það er vonandi að hún haldist nokkuð stöðug á einhverjum góðum punkti sem allir ættu að geta verið nokkuð sáttir við.