PC í LCD Sjónvarp


Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

PC í LCD Sjónvarp

Pósturaf Gestir » Fim 06. Apr 2006 15:08

Sælir.

Nú var ég að fjárfesta í 32" Phillips LCD tæki sem er alveg þræltengt með HDMI og öllum þessum tengjum ( reyndar ekki vga eða dvi ) en er ekki líitið mál að tengja PC við svona tæki og fá flott gæði ?

ég var að hugsa um að prufa BF 2 um helgina í tækinu með Heimabíóið í hvínandi botni með Xi-Fi græjunni :8)

Hafið þið reynslu ..plz share..



Skjámynd

Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Silly » Fös 07. Apr 2006 12:25

Ekki taka því illa enn það er frekar skrítið að það er ekki vga eða dvi. Lágmark að vera með annað hvort. :D



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 07. Apr 2006 18:03

HDMI er bara DVI með hljóðrás svo hann getur nú auðveldlega keypt sér breytir annars geta mörg skjákort átt erfitt með widescreen.




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Fös 07. Apr 2006 20:56

Battlefield 2 er dáldið spes hvað þetta varðar... þú getur fengið 'native' upplausn, en þú getur ekki stillt FOV í þessar 104° sem það ætti að vera í widescreen skjá heldur helst það 90°.

Ég hef líka bara fengið 1:1 'pixel mapping' í gegnum VGA tengið en ekki DVI (ekki mikill munur á því, en samt), og mér skilst að það sé miserfitt eftir tækjum. Veit reyndar ekki hvernig HDMI staðalinn er með það, held hann styðji bara 'official' upplausnir eins og 720p, 480p, 1080i og 1080p, en það gæti verið þannig með HDMI í HDMI. Ég held að DVI í HDMI eigi að leyfa hinar upplausnirnar sem ættu að hlífa þér við 'overscan' sem scalar myndina á skjánum og gerir hana verri.

Annars er hérna allt/flest sem þú þarft að vita um að spila leiki í widescreen:

http://www.widescreengamingforum.com/

Þú fyrirgefur enskusletturnar.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Lau 08. Apr 2006 02:46

Silly skrifaði:Ekki taka því illa enn það er frekar skrítið að það er ekki vga eða dvi. Lágmark að vera með annað hvort. :D


Nei, þvert á móti viltu frekar vera með HDMI en DVI meira að segja. HDMI þýðir yfirleitt að sjónvarpið er líka með HDCP stuðning sem verður NAUÐSYNLEGUR til þess að spila t.d. HD-DVD efni. VGA eða DVI koma til með að skala HD efni niður í standard DVD gæði, því miður.

Það er hins vegar hægt að fá sér DVI->HDMI breytir til þess að tengja tölvuna við HDMI tengið ´asjónvarpinu. Sá svoleiðis í BT um daginn á einhvenr 2000 kjell.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Lau 08. Apr 2006 13:21

Stebet flest sjónvörp nema frá Sony hafa HDMI tengi ásamt VGA og eða DVI og Component tengjum.
Það verður hrikalega leiðinlegt í framtíðinni að vera alltaf að taka allt úr sambandi til að komast að HDMI tenginu eða kaupa sér eitthvað kostnaðarsamt fjöltengi.




Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Lau 08. Apr 2006 17:43

Ég prudfaði þetta aðeins áðan en gat bara notað S video snúru yfir í TV og það var svona frekar ekki spes.

Prufaði að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) FEAR og hann var helvíti nettur.

Ég hugsa að með DVI --> HDMI verði þetta sweet.


Svo er spurning hvernig er best að tengja X-Fi kortið beint í Heimabíóið ?

Endilega segið mér hvað er best að gera.




mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mjamja » Lau 08. Apr 2006 18:36

hugsa......... þú varst að hugsa :evil:



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Lau 08. Apr 2006 20:18

S-VHS býður uppá hrikalega léleg myndgæði...

Til að tengja X-Fi við heimabíó og fá fullan EAX stuðning og DVD-Audio stuðning þá held ég að þetta sé besta lausnin...
http://creative.com/products/product.as ... duct=14191




Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Lau 08. Apr 2006 22:26

þetta er ekki selt sér.

auk þess nota ég aldrei tölvuna við sjónvarpið.. mun bara leika mér með það einstaka sinnum þegar konan verður ekki heima ;)


Og takk fyrir ábendinguna um að S video sé léleg myndgæði.


Ég verð þá að redda mér HDMI // DVI plöggi.

annað.

Er mikill munur á scart snúrum ? Það er hægt að nota svona 900 kall snúru eins og ég er með.. og svo er hægt að fá alveg 2-7000 kr scart snúrur.

Er myndgæðamunur á þessu ?



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Lau 08. Apr 2006 22:31

Ég tók ekki eftir því að það er bara hægt að kaupa þetta stakt í USA en það eru mörg tæki sem þjóna sama tilgangi, flytja analog hljóð yfir á digital heimabíó.

Ég átti bara við að S-VHS býður bara uppá SDTV en ekki HDTV svo þú ert ekki að nýta sjónvarpið þitt til fulls.

Held að gæði scart kapla hafi aðalega með hljóðið að gera.




Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Lau 08. Apr 2006 22:44

Ég er þá aðallega að pæla,

Hvernig fæ ég bestu mögulegu myndgæði úr DVD spilaranum(Heimabíóinu)

og MediaGate græjunni minni..

??



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Lau 08. Apr 2006 23:00

Ef þér er alvara um myndgæði þá þarftu líklega að fjárfesta í nýjum DVD spilara með up-scaler og composite eða HDMI out en þeir eru stækka myndina upp í 720p/1080i. Heldur betri mynd en ef spilarin þinn sendir bara frá sér 480p þó myndin á DVD diskum sé bara 480p/480i. Ef þér er sama um gæðin gætiru svosem beðið eftir að það komi HD-DVD/Blu-Ray/DVD combo með up-scaler en það gæti orðið löng bið eftir slíku combo og þá væri það upphæð sem veskið fengi að finna fyrir. Annars eru það SCART eða S-VHS sem er bestu gæðin fyrir SDTV ef spilarin þinn býður upp á það.

MediaGate virka best með composite köplum á 720p eða 1080i.




Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Lau 08. Apr 2006 23:25

Og þessa Composite kapla fæ ég bara í Sjónvarpsmiðstöðinni TD ?

ég er með sony heimabío ( sirka 2 ára gamalt ) DAV-SB200.

Það dugar mér alveg í bili :)



Finnst reyndar alltaf eins og að það vanti smá bassa í Sony kerfin.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Lau 08. Apr 2006 23:56

OMFG ég get ekki trúað því að ég hafi virkilega skrifað component :oops: Haha sorry composite er drasl...

ég átti auðvitað við component. það eru 3 analog kaplar fyrir mynd. rauður grænn og blár, ef þú átt Xbox 360 þá hlýturðu að kannast við þá.




Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Sun 09. Apr 2006 12:30

Á ekki Xbox360 en langar í þannig til prufu.

gæti verið að maður taki þannig þegar það verður hægt að modda hana eins og gömlu.

annars langar mig að sjá Ps3 líka.

Held að hún eigi eftir að vera meira kick ass ( þó ég sé sjálfur Xbox maður )




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Sun 09. Apr 2006 14:59

Reyndar held ég að moddað Xbox væri ódýrara en DVD spilari með upscaler. Ég er með þannig og það getur outputtað DVD í 720p eða 1080i, og lítur miklu betur út en 480i sem er það eina sem þú getur fengið í gegnum SCART og S-VHS.

Líka, SCART og S-VHS líta mun verr út á LCD sjónvörpum en CRT. Ef þú ert samt að spá í að fá þér SCART kapal, hafðu þá á bakvið eyrað að SCART getur annars vegar stutt composite/RGB og hins vegar bara composite. Ef þú ert með tvö SCART tengi aftan á sjónvarpinu styður væntanlega bara annað þeirra RGB, og kapallinn þarf þá væntanlega að gera það líka. Alla vega, SCART er engu betra en composite nema það sé RGB SCART, og það er alveg spurning hvort það sé þess virði þegar þú getur notað mun betri tengi í staðinn.

Það gætir jafnvel hafa fylgt component kapall með skjákortinu þínu. Þú færð reyndar bara official upplausnirnar sem ég minntist á að ofan (480p, 720p, 1080i) ef þú tengir tölvuna þannig, en það er það næstbesta sem þú kemst að native upplausn sjónvarpsins án þess að tengja með DVI/HDMI.

Edit: Samkvæmt heimasíðu BFG stendur að "HDTV dongle" eigi að vera í pakkanum með skjákortinu þínu. Það ætti að líta einhvern veginn svona út:
Mynd

Í versta falli vantar þig bara kaplana sjálfa, og ég held þú getir notað venjulega RCA til þess.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 09. Apr 2006 19:39

Ég lofa þér Ómar að ef þú ert að búast við að PS3 verði eitthvað meira kick ass en Xbox 360 þá áttu eftir að verða fyrir svakalegum vonbrygðum. Vélarnar eru gífurlega líkar með sína kosti og galla en það er mikið minni munur á vélunum en var í síðustu kynslóð, í síðustu kynslóð var PS2 ófært um pixel shaders og bump mapping en nú eru 360 og PS3 með nánast sömu grafík tækni útlistlega séð þó útfærslan sé ólík.

PS3 er tilraun Sony til að reyna að þvinga Blu-Ray uppá viðskiptavini sína sem hafa flestir engan áhuga á Blu-Ray heldur sækjast eftir leikjum og ég get lofað þér að hún á eftir að kosta mikið meira en 360, sértaklega þar sem líklegt er að Microsoft muni lækka verðið hjá sér fyrir jól. Sony einfaldlega hefur ekki sama fjármagn og Microsoft. ef Sony ætla að selja vélarnar sínar á sambærilegu verði og Microsoft munu þeir missa allan hagnað sinn frá síðasta ári á fyrstu milljón vélunum.

Enda er tími Sony komin... 10 ár... Nintendo 9 ár og Atari 10 ár nr.1 eitthvað pattern?




Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Sun 09. Apr 2006 21:02

Það er svona göndull sem fylgir skjákortinu.

En nota bene..

núna er ég aðallega að pæla með Heimabíoið (DVD spilarann ) í LCD tækið.

Talaði við Hanz sem seldi mér tækið og hann sagði að nota bara Component kapla.. þennan græna bláa og rauða. Það væru bestu m ögulega gæðin úr DVD í sjónvarp.

en nota HDMI ef það er til staðar.

Ég þarf bara að sjá hvað er í boði aftan á Sony heimabíóinu.

P.S Þá er ég ekkert að reikna svo sem með því að PS3 verði eitthvað mikið flottari en það litla sem ég hef seð af Xbox 360 heillar mig ekkert.

PC leikir eru flottari í dag þannig að .... (SBR FEAR, QUAKE 4, COD 2 )

Eða hef ég kannski séð of lítið af Xbox360 ?



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 09. Apr 2006 21:52

Þú hefur séð of lítið af 360 :roll:

Það sem Sony er með í gangi er HYPE HYPE HYPE og LYGAR. Nánast allt sem þeir hafa sýnt er pre-rendered CG og tech demo. PS3 er búið að vera ekkert nema erfiðleikar fyrir Sony enda eru þeir að taka gífurlega áhættu með Cell og Blu-Ray. Það er EKKERT að marka það sem Sony segja og hefur aldrei verið.

PSP átti að vera jafn öflug og PS2... Samkvæmt þeim er PS2 öflugari en Xbox og samkvæmt þeim er PS3 helmingi öflugari en Xbox 360 (Sem þeir kalla Xbox 1.5) nenni ekki að röfla um þetta en ef þú trúir því að PS3 sé mikið öflugri en 360 þá áttu eftir að verða fyrir gífurlegum vonbrygðum sérstaklega þar sem það verða komnir yfir 80 x360 leikir þegar PS3 kemur út og þá verða framleiðendur farnir að læra almennilega að nota vélina en flestir sem eru að gera PS3 leiki verða enn í erfiðleikum með að nýta kraft vélarinnar. PS3 var ekki seinkað til að gera hana betri, henni var seinkað vegna tæknilegra erfiðleika og engin græðir á því nema Microsoft.




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Sun 09. Apr 2006 23:00

hmm er ekki psp öflugri en ps2 ?
allavega eftir að maður hefur "overclockað" hana með því að stilla mhz í emulator-unum.. (eða þegar maður runnar erfiða leiki..)
eða er ég í ruglinu?



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 09. Apr 2006 23:44

CraZy ég á PSP og treystu mér grafíkin er miklu lélegri en í PS2 en jú þú getur overclockað hana en það virkar bara fyrir homebrew.




Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Reputation: 0
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Rusty » Mán 10. Apr 2006 00:16

PS2 mun geta renderað Toy Story í realtime




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mán 10. Apr 2006 09:04

ICM skrifaði:Stebet flest sjónvörp nema frá Sony hafa HDMI tengi ásamt VGA og eða DVI og Component tengjum.
Það verður hrikalega leiðinlegt í framtíðinni að vera alltaf að taka allt úr sambandi til að komast að HDMI tenginu eða kaupa sér eitthvað kostnaðarsamt fjöltengi.


Mörg HD sjónvörp sem ég hef séð hafa ekki bæði HDMI og VGA/DVI. Yfirleitt bara annaðhvort. Ég á HD Philips sjónvarp sem er með Component, 2xHDMI og 2xSCART. Ég sá nánast sama sjónvarp nema með VGA eða DVI þá hefði ég þurft að gefa bæði HDMI tengin upp á bátinn. Annars er þetta afar mismunandi eftir framleiðendum.

HDMI er eiginlega ekkert annað en DVI nema með hljóðrás og í endabúnaðinum (sjónvarpinu) er kubbur sem tekur við authentication frá HDCP compatible spilurum (HD-DVD spilarar).

Þar sem DVI -> HDMI millistykki kosta aftar lítið þá er augljóst að DVI/VGA er mun lakari kostur en HDMI sérstaklega þar sem HDMI er REQUIRED til að sjónvarpið sé HD Ready (fyrir spilara).
Síðast breytt af Stebet á Mán 10. Apr 2006 09:14, breytt samtals 2 sinnum.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mán 10. Apr 2006 09:10

ICM skrifaði:Ég lofa þér Ómar að ef þú ert að búast við að PS3 verði eitthvað meira kick ass en Xbox 360 þá áttu eftir að verða fyrir svakalegum vonbrygðum. Vélarnar eru gífurlega líkar með sína kosti og galla en það er mikið minni munur á vélunum en var í síðustu kynslóð, í síðustu kynslóð var PS2 ófært um pixel shaders og bump mapping en nú eru 360 og PS3 með nánast sömu grafík tækni útlistlega séð þó útfærslan sé ólík.

PS3 er tilraun Sony til að reyna að þvinga Blu-Ray uppá viðskiptavini sína sem hafa flestir engan áhuga á Blu-Ray heldur sækjast eftir leikjum og ég get lofað þér að hún á eftir að kosta mikið meira en 360, sértaklega þar sem líklegt er að Microsoft muni lækka verðið hjá sér fyrir jól. Sony einfaldlega hefur ekki sama fjármagn og Microsoft. ef Sony ætla að selja vélarnar sínar á sambærilegu verði og Microsoft munu þeir missa allan hagnað sinn frá síðasta ári á fyrstu milljón vélunum.

Enda er tími Sony komin... 10 ár... Nintendo 9 ár og Atari 10 ár nr.1 eitthvað pattern?


Gríðarlega sammála þér þarna :)

XBOX360 er töluvert öflugri en fólk gerir sér grein fyrir sérstaklega þar sem það er lítið a fleikjum komnir sem nýta sér hana ti lfulls (enda ekki skrítið þar sem það er svo stutt síðan hún kom út). En að sjá hversu flottir leikir verða í High-def má nefna Burnout Revenge á X360. Hann er hreint út sagt stórkostlegur í High-def og samt var ekki svo mikið gert við hann (upgradeuð textures og módel fyrir X360 útgáfuna).

Mæli með að þið fylgist með leik sem heitir Gears of War. Hann á væntanlega eftir að nýta sér afl X360 mjög vel og þá fyrst fer fólk að sjá hversu stórkostlegir leikir geta orðið :D