Reyndar held ég að moddað Xbox væri ódýrara en DVD spilari með upscaler. Ég er með þannig og það getur outputtað DVD í 720p eða 1080i, og lítur miklu betur út en 480i sem er það eina sem þú getur fengið í gegnum SCART og S-VHS.
Líka, SCART og S-VHS líta mun verr út á LCD sjónvörpum en CRT. Ef þú ert samt að spá í að fá þér SCART kapal, hafðu þá á bakvið eyrað að SCART getur annars vegar stutt composite/RGB og hins vegar bara composite. Ef þú ert með tvö SCART tengi aftan á sjónvarpinu styður væntanlega bara annað þeirra RGB, og kapallinn þarf þá væntanlega að gera það líka. Alla vega, SCART er engu betra en composite nema það sé RGB SCART, og það er alveg spurning hvort það sé þess virði þegar þú getur notað mun betri tengi í staðinn.
Það gætir jafnvel hafa fylgt component kapall með skjákortinu þínu. Þú færð reyndar bara official upplausnirnar sem ég minntist á að ofan (480p, 720p, 1080i) ef þú tengir tölvuna þannig, en það er það næstbesta sem þú kemst að native upplausn sjónvarpsins án þess að tengja með DVI/HDMI.
Edit: Samkvæmt heimasíðu BFG stendur að "HDTV dongle" eigi að vera í pakkanum með skjákortinu þínu. Það ætti að líta einhvern veginn svona út:
Í versta falli vantar þig bara kaplana sjálfa, og ég held þú getir notað venjulega RCA til þess.