Síða 1 af 1

Lenovo Legion 24-10 vs. Samsung Odyssey G4

Sent: Mán 19. Jan 2026 12:05
af hydroverde
Ég er milli þessa tveggja skjáa:
https://tolvutek.is/Leikjadeild-Tolvute ... 797.action

og

https://www.computer.is/en/product/gami ... ips-g-sync

Ég veit lítið um skjái nú til dags annað en að IPS er gott og að 240Hz sé nógu hratt fyrir CS2/League. Budgetið er í kringum 30k svo þessir tveir virðast koma til greina. Er einhver með reynslu af þessum skjám eða er annar hvor skjárinn afburða betri en hinn? Eða laumast kannski einhver þriðji kostur einhversstaðar á Íslandi?

Takk

Re: Lenovo Legion 24-10 vs. Samsung Odyssey G4

Sent: Mán 19. Jan 2026 14:32
af rostungurinn77
Svarandi sem besservisser sem veit ekkert um þessa skjái.

Finnst áhugavert að Lenovo skjárinn er sagður með HDR10 stuðning en ekkert tekið fram um það fyrir Samsung skjáinn, líklega er Samsung ekki HDR10.

Síðan er spurningin hvort HDR10 á 240 Hz á ódýrum skjá komi vel út eða hvort það sé kannski betra bara að hafa það ekki.

Þú ættir samt að íhuga að fara og kíkja á skjáina. Ég man að ég var pínu skotinn í Lenovo fyrir nokkrum árum þegar ég var að kaupa mér nýjan skjá en hætti við þegar ég sá hvað birtan var ójöfn yfir skjáinn. Man ekki hvað þetta er kallað.