Síða 1 af 1
Elsti SSD á vaktinni
Sent: Sun 18. Jan 2026 23:53
af Kruder
Ég var að grafa fram tölvu frá 2012, i5 2500k eðal örri í henni og Intel 120gb SSD, virkar enn, þá dettur mér í hug að spyrja ykkur hvað elsti SSD diskurinn ykkar er gamall og er hann búinn að vera í fullri notkun öll árin?
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mán 19. Jan 2026 00:17
af Cepheuz
Samsung SSD 850 EVO 250GB.
Byrjaði sem stýriskerfisdiskur en hefur starfað í ~6 ár sem cache diskur á unRAID server.
9 Power on hours 0x0032 086 086 000 Old age Always Never 70230 (8y, 4d, 6h)
241 Total lbas written 0x0032 099 099 000 Old age Always Never 845012732888 (433 TB
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mán 19. Jan 2026 00:22
af DJOli
Ég var með 60 og 120gb corsair diska sem ég setti í vél sem ég byggði fyrir frænda minn 2010. Hann henti í mig gumsinu úr þeirri tölvu þegar hann uppfærði 2018. Sá stærri hrundi í fyrra. Hef ekki athugað með hinn minni.
Er svo með 180gb intel ssd árg. sirka 2014 (fyrsti ssd sem ég keypti handa sjálfum mér) sem eina drif gamallar og ódýrrar fartölvu sem ég nota.
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mán 19. Jan 2026 09:12
af oliuntitled
500gb samsung evo 840, fyrsti SSD'inn sem ég keypti mér og hann lifir enn góðu lífi sem aukadiskur
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mán 19. Jan 2026 09:21
af rostungurinn77
Var að fatta að ég á einn ssd disk sem er mögulega frá árinu 2010.
Var í Thinkpad 410s vél sem ég átti. Ekki hefðbundinn 2.5" heldur minni en það. Snögg leit segir mér að þetta heiti 1.8"
Man ekki hvort hann er 60gb eða 120gb.
Ekki verið í notkun síðan svona 2021-2
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mán 19. Jan 2026 09:49
af olihar
OCZ Vertex 2 - 3.5 tommu diskar, notaði þá sem cache diska í Mac Pro turni sem keyrði Windows.
Þetta er 2010, fékk þá beint frá OCZ sem early test.
Ég notaði þá svo mikið að heildar stærðin á þeim er minni heldur en nýjir, eru báðir 120GB en sýna bara milli 60 og 70GB ef ég man rétt, þar sem Nand-ið hefur brunnið og klárast.
Þeir virka báðir ennþá og ég notaði 1 um daginn til þess að bjarga eldgamalli IBM iðnaðartölvu.
Minnir að það séu 24 NAND kubbar á PCB sem gerir 5GB per kubb.
Eg væri mikið til í að fá aftur stóra SSD 3.5” sata diska. Þyrfti bara basic NAND ekkert super high speed bara reliable, bara nógu stórt sem væri hægt að nota í NAS stæður.

- IMG_3917.jpeg (189.98 KiB) Skoðað 857 sinnum

- IMG_3918.jpeg (43.49 KiB) Skoðað 852 sinnum
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mán 19. Jan 2026 09:51
af chaplin
Ég er með Intel 160GB, keypti hann held ég 2008 eða 2009. Hann kostaði 100.000 kr og ég græt það ennþá í dag.
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mán 19. Jan 2026 09:54
af KristinnK
Ég er með einn 256GB disk sem var notaður sem stýrikerfisdiskur í aðaltölvu minni frá 2012 til 2024. Hann virkar ennþá.
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Þri 20. Jan 2026 23:18
af Axel Jóhann
Ég keypti 2015 af aliexpress 120gb ssd sem kostaði 38$ hann var stýrikerfisdiskur og var að deyja í fyrradag, átti enga von á því að hann myndi lifa svo lengi

Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mið 21. Jan 2026 00:04
af Gemini
Það var nú bara á seinasta ári sem ég loksins hætti að nota 2x120GB 840evo ssd's í raid 0 sem OS drif.
TBW á þeim var orðið svona 5x hærra en þeir voru hannaðir fyrir en þeir voru bara í fínu lagi ennþá

Ég hafði haft nvidia instant replay í gangi að buffera á þeim í 2 ár eða eitthvað sem skrifaði svo ógeðslega mikið.

Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mið 21. Jan 2026 12:16
af TheAdder
Mushkin Cronos 256Gb diskur, var OS diskur í borðtölvunni hjá mér frá 2012 til 2019, er búinn að vera OS diskur í TrueNAS síðan 2019 og gengur ennþá.
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Mið 21. Jan 2026 14:49
af gnarr
Intel X25-E 32GB SLC diskur. Búinn að vera í nokkuð stanslausri notkun síðan fyrri hluta 2009.
Notaður fyrstu árin til þess að halda utanum Write-Ahead-Log fyrir PostgreSQL grunn sem þurfti auka performance.
Hefur svo verið notaður sem stýrikerfisdiskur á pfSense beini hjér mér síðustu 10 árin circa.

- wlczY74.jpeg (1.57 MiB) Skoðað 326 sinnum
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Fim 22. Jan 2026 08:59
af ChopTheDoggie
Ég fékk þennan ,,Samsung 120GB MZ7LF1200CHP." í 2015 frá prebuilt tölvu og búinn að vera notaður nánast daglega, þetta var fyrst OS diskurinn minn í 7 ár en nota bara sem auka storage í dag.
Re: Elsti SSD á vaktinni
Sent: Fim 22. Jan 2026 19:34
af Bandit79
Mercury Electra 128gb frá ca. 2011-2012 ..hann er í tölvunni en ekki notaður .. hefur byrjað að vera með vesen.