Síða 1 af 1

Synology DS1525+ Notkun, Pæling.

Sent: Fim 18. Des 2025 12:45
af johnbig
sælir. ég var að skipta um server heima hjá mér, ég var að nota 3 servera og ákvað að sameina þetta í 1.
ég var að nota : Seagate Black Armor NAS400, Cisco Linksys NHM300 og svo Turnkassa - Samtals voru þessir með files, photos og plex.
fór yfir í Synology ds1525+ 5 diska með 5x16tb ironwolf drifum.
þekki aðeins DSM því það notaði ég með Turnkassanum og plex.
það sem ég varð fyrir vonbrigðum með er að örrin í Synology ræður ekki við video encoding. en það leysir i7 3770k bara vel sem plex server sem ég nota þá samhliða þessu kerfi.

ég nota mest bara innbyggt DSM forritin í þessu.
Active backup for business.
Synology photos.
Synology Chat, osfv

eru menn ekki að nota þessi default forrit eða ?

mig langaði bara að vita hvernig menn eru flestir með þetta heima hjá sér ?
p.s ég nota hann i stað google photos, onedrive og icloud. svo ég borga ekki fyrir neina svoleiðis þjónustu
annar var ég að spá hvort væri til einhver íslensk skýjaþjónusta ? vita menn af svoleiðis fileserver ?
kv

Re: Synology DS1525+ Notkun, Pæling.

Sent: Lau 20. Des 2025 16:40
af Svnbrrr
Það er synology drive. Sky á nasanum þínum. Kostir og gallar við það.