Síða 1 af 1
Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 00:12
af falcon1
Nú er ég kominn með nýjan tölvuskjá eftir að gamli sprakk.

Hjálparkokkurinn sem hélt skjánum uppi á meðan ég var að festa skjáinn við VESA dótið á skjáarminum tókst að pota puttum á skjásvæðið.

Er ekki best að nota bara mjúkan örtrefjaklút (eins og fyrir gleraugu og myndavélalinsur) á slíkt? Þarf ég eitthvað hreinsiefni? Mér sýnist að fólk sé að tala um "distilled" vatn til að setja í klútinn, hvar fær maður slíkt?
Eruð þið að blása rykinu af skjánum áður en þið strjúkið yfir hann?
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 07:23
af audiophile
Nota rakan microfiber klút til að þrífa ef þarf og svo þurran til að þurrka. Ef það er bara ryk á honum þá bara þurran microfiber.
Nota aldrei nein hreinsiefni.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 08:07
af Hausinn
Tek undir með audiophile. Nudda fyrst með þurrum microfiber klút eins og hægt er og nota smá raka ef þörf er á. Aldrei spreyja vatni beint á skjáinn; alltaf í klútinn.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 08:12
af falcon1
Eruð þið þá bara að nota vatn úr krananum?
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 08:47
af audiophile
Já bara kalt kranavatn.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 08:59
af worghal
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 17:16
af Hlynzi
Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 18:36
af falcon1
Hlynzi skrifaði:Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.
Þetta er samt ekki gler?
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Fim 04. Des 2025 20:30
af Hlynzi
falcon1 skrifaði:Hlynzi skrifaði:Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.
Þetta er samt ekki gler?
Nei er þetta ekki eitthvað plast ? Bæði þessi efni gufa mjög hratt upp, en nota þetta oft á skjáinn sem er í bílnum (sem er matt plast), hef notað þetta á allar ferðatölvur sem ég hef átt (þær eru reyndar komnar með glerskjái núorðið sem ég á) , ég veit að "leysigeisli" hreinsiefnið má alls ekki fara á svona skjái. Þetta hefur líka farið á alla skjái sem ég hef átt.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 00:43
af DJOli
Hef í örugglega 15 ár notað hreinsikitt frá Manhattan. Veit ekkert hvað er í hreinsivökvanum, gæti allt eins bara verið vatn og nota meðfylgjandi míkrófíberklút.
Aldrei verið neitt vesen. Var með 2x Philips Blade IPS skjái frá sirka 2010-2018 en byrjaði mikið að nota þetta þá vegna þess að mér finnst maður taka betur eftir óhreinindum með svona skýra skjái.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 11:43
af falcon1
DJOli skrifaði:Hef í örugglega 15 ár notað hreinsikitt frá Manhattan. Veit ekkert hvað er í hreinsivökvanum, gæti allt eins bara verið vatn og nota meðfylgjandi míkrófíberklút.
Aldrei verið neitt vesen. Var með 2x Philips Blade IPS skjái frá sirka 2010-2018 en byrjaði mikið að nota þetta þá vegna þess að mér finnst maður taka betur eftir óhreinindum með svona skýra skjái.
Er það ekkert að skilja eftir sig einhverjar rákir? Klúturinn virkar dáldið "grófur", allavega lítur ekki út eins mjúkur og gleraugnaklútar. Kannski er það bara betra?

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 11:56
af falcon1
Btw. ég spurði gervigreindina (ChatGPT) hvort það mætti nota íslenskt kranavatn í staðinn fyrir "distilled" vatn til að gera örtrefjaklútinn smá rakann og hún sagði að það væri fullkomin staðgengill og ætti ekki að valda neinum vandræðum. Veit einhver hérna hvort það sé rétt hjá henni?
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 12:09
af falcon1
Náði reyndar mesta með þurrum örtrefjaklút en ekki alveg 100%

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 12:23
af SolidFeather
Ég nota alltaf örtrefjaklút sem ég bleyti með kranavatni
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 12:55
af DJOli
falcon1 skrifaði:DJOli skrifaði:Hef í örugglega 15 ár notað hreinsikitt frá Manhattan. Veit ekkert hvað er í hreinsivökvanum, gæti allt eins bara verið vatn og nota meðfylgjandi míkrófíberklút.
Aldrei verið neitt vesen. Var með 2x Philips Blade IPS skjái frá sirka 2010-2018 en byrjaði mikið að nota þetta þá vegna þess að mér finnst maður taka betur eftir óhreinindum með svona skýra skjái.
Er það ekkert að skilja eftir sig einhverjar rákir? Klúturinn virkar dáldið "grófur", allavega lítur ekki út eins mjúkur og gleraugnaklútar. Kannski er það bara betra?

Neibb. Engin vandamál með rákir. Eina sem ég geri er að passa mig bara að hlandbleyta klútinn ekki. Spraya samt svona 6-9x yfir skjáinn til að passa að ná yfir allann flötinn.
Fyrst með hluta klútsins sem ég leyfi að verða rökum svo með hluta sem ég held "þurrum" sem ég nudda yfir til að þurrka skjáinn.
Til að styrkja undir gæði þessarar aðferðar reykti ég innandyra til síðla árs 2020. Það var geðveiki hvað kom mikil tjara af skjáunum í klútinn.
Klúturinn er ekki eins fínn og gleraugnaklútar. Ég held að það sé jafnvel aðeins of þó að það skemmi örugglega ekkert fyrir, bara dregur ekki vökvann eins vel í sig og þessi örlítið grófari míkrófíberklútur.
Ég hugsa ef ég notaði eins klút og ég nota á gleraugun mín myndi það örugglega kosta 2 gleraugnaklúta og örugglega þrefalt lengri tíma. Ég myndi persónulega aldrei þora að nota gleraugnaklútana sem maður kaupir raka í pakkanum.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 15:20
af falcon1
Já nei ekki nota þessa blautpappír fyrir gleraugu.

Það er pappír ekki örtrefjaklútur.
Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)
Sent: Lau 06. Des 2025 15:35
af Gemini
IPS almennt þolir töluvert meira en OLED skilst mér. En væntanlega er þetta spurning um hvað er notað sem top layer á skjáina í dag. Það eru margar mjög slæmar sögur á netinu af fólki að skemma OLED's með hinu ýmsu vörum sem jafnvel eru hannaðar fyrir tölvuskjái. Ég hef reynt að bjarga mér alltaf bara með microfiber klútum. Þessir svona meira fluffy virka mun betur finnst mér allavega. Það fylgdi einmitt svona gleraugnaklútur einhver með en hann stór sig mjög illa í að ná fingraförum. Fluffy microfiber klútur og í neyð kannski smá afjónað vatn úr apóteki í klútinn ef þú vilt vera eins öruggur og hægt er really.