Síða 1 af 1

Tölva dauð

Sent: Fös 21. Nóv 2025 02:27
af g1ster
Sælir/sælar

Ég er I sma bobba og ekki alveg viss með næstu skref.
Ég var að ferðast erlendis og tók litla turninn minn með mér í handfarangri. Ekkert merkilegt innihaldsefni þannig, en þegar ég kom í íbúðina og tengdi þá kveikir hann ekki á sér.

Engsr viftur, engin ljós, engin viðbrögð what so ever (fyrir utan að ég heyri vægt 'snap' þegar ég tengi powersnuruna í)
Ég passaði mig á því að drepa á tölvunni, slökkva á aflgjafanum, powersnuran úr sambandi og aftengi skjákortð, setti í góða tösku og tók hana í handfarangri.

Er búinn að ath allar tengingar, mismunandi powersnurur og mismunandi outlet, með og án gpu. Ekkert virkar.

Er þetta bara dauður PSU?

Mbk

Re: Tölva dauð

Sent: Fös 21. Nóv 2025 07:32
af rostungurinn77
Móðurborðið gæti líka verið ónýtt.

Einfaldast að skipta bara um aflgjafann til að sannreyna þetta.

Re: Tölva dauð

Sent: Fös 21. Nóv 2025 11:29
af DJOli
Ertu í Evrópulandi? Skiptirðu eða þurftirðu að skipta um powersnúru eða nota breytikló? Ef þú gerðir það, notaðirðu innfellda 120v/220v 'rofann' aftan á aflgjafanum til að breyta úr 220v niður í 120v? (ef aflgjafinn þinn er með slíkan) ?

Ég þekki nokkra sem hafa hræðilega reynslu af því að ferðast með borðtölvur með sér. Einn vinur minn tók slíka með sér til Noregs alveg rosalega vel pakkaða en pakkanum hafði verið hent til í flutningi og tölvukassinn allur orðinn skakkur og meirihlutinn af íhlutunum orðnir ónýtir.

Ef ekkert af þessu á við og þú ert 100% á því að tölvunni hafi ekki verið hent til eða tekin upp og lögð frá sér harkalega þá myndi ég halda að aflgjafinn hafi bara gefið sig.

Re: Tölva dauð

Sent: Fös 21. Nóv 2025 12:26
af Langeygður
Preppaðirðu tölvuna fyrir flutning?
Fjarlægðirðu skjákortið, kælinguna?
Notaðirðu computer packing foam? https://www.amazon.com/computer-packing-foam/s?k=computer+packing+foam
Eða bara pakkaðirðu henni saman og baðst til flutnings guðana um góðan flutning?

Ef þú gerðir ekkert af þessu nema kanski þess síðasta er sennilega móðurborðið dautt. Skjákort eru þung og kælingar oft líka og geta flexað móðurborðið nóg til að eyðileggja þau.

Re: Tölva dauð

Sent: Fös 21. Nóv 2025 13:33
af Moldvarpan
fyrir utan að ég heyri vægt 'snap' þegar ég tengi powersnuruna í


Heeeld að það sé ekki normalt.

Re: Tölva dauð

Sent: Fös 21. Nóv 2025 22:55
af DJOli
Moldvarpan skrifaði:
fyrir utan að ég heyri vægt 'snap' þegar ég tengi powersnuruna í


Heeeld að það sé ekki normalt.


Ekki nema tölvan sé sassy, þá hljómar þetta eins og sprunginn þéttir eða eitthvað sem leiðir einhvert sem það á ekki að gera.