Síða 1 af 1

Hjálp með tölvu hjá mér!

Sent: Lau 11. Okt 2025 18:44
af grimurkolbeins
Sælir vaktarar, ég er að lenda í að tölvan hjá mér frosnar randomly þegar ég er að spila dungeons í World of warcraft og einu sinni og einu sinni í Apex Legends. Hérna eru specs:
Örgjörvi: Intel Core i7-12700KF
Kæling: Deepcool Mystique 360 ARGB AIO
GPU: Asrock Radeon RX 9070 XT Taichi
RAM: 32GB Trident Royal Neo silver DDR5 6400Mhz
Móðurborð: MSI PRO z790-P WIFI
SSD: 1TB m.2 diskur
PSU: Gamemax GX-1050 Pro BK
FANS: 3x Gamemax 120mm RGB + 2 auka viftur og auka 240gb diskur.
Ég er líka að lenda í að kælingin frá Deepcool er ekki að sýna neitt á led skjánum nema (DeepCool) logoið.
Er tilbúin að borga 10þ kr fyrir mannskju til þess að laga þetta vandamál hjá mér!
BKV Grímur!

Re: Hjálp með tölvu hjá mér!

Sent: Sun 12. Okt 2025 11:10
af Hausinn
Frá minni reynslu þegar tölva frosnar handahófskennt við álag er það vanalega annað hvort aflgjafinn eða vinnsluminni sem er að klikka. Prufaðu að keyra MemTest 86 á tölvunni og sjá hvort að það fer í gegnum testið án vandræða. Ef svo, prufaðu að skipta út aflgjafanum.

Edit: prufaðu einnig að skoða hitastigið á örgjafanum ef kælingin er að hegða sér furðulega.

Re: Hjálp með tölvu hjá mér!

Sent: Sun 12. Okt 2025 14:16
af grimurkolbeins
Ok takk fyrir ábendinguna, ertu með link á þetta test sem þú mælir með ?